Lagt fram bréf frá óbyggðanefnd, dagsett 30. mars 2021, þar sem nefndin kynnir kröfur fjármála- og efnahagsráðherra um þjóðlendur á svæðum sem eru til meðferðar skv. 7. mgr., 10. gr. laga nr. 58/1998. Í ljósi þess að kröfur fjármála- og efnahagsráðherra taka til svæða við norðurmörk Eyvindarstaðaheiðar og Hraunanna er athygli þeirra sem aðild áttu að máli nr. 5/2008 hjá óbyggðanefnd á sínum tíma sértaklega vakin á kröfum fjármála- og efnahagsráðherra, sbr. úrskurð nefndarinnar frá 19. júní 2009. Skorað er á þá sem telja til eignarréttinda á landsvæðum sem falla innan viðkomandi þjóðlendukröfusvæða fjármála- og efnahagsráðherra að lýsa kröfum skriflega í síðasta lagi 21. maí 2021 fyrir óbyggðanefnd.
Í ljósi þess að kröfur fjármála- og efnahagsráðherra taka til svæða við norðurmörk Eyvindarstaðaheiðar og Hraunanna er athygli þeirra sem aðild áttu að máli nr. 5/2008 hjá óbyggðanefnd á sínum tíma sértaklega vakin á kröfum fjármála- og efnahagsráðherra, sbr. úrskurð nefndarinnar frá 19. júní 2009.
Skorað er á þá sem telja til eignarréttinda á landsvæðum sem falla innan viðkomandi þjóðlendukröfusvæða fjármála- og efnahagsráðherra að lýsa kröfum skriflega í síðasta lagi 21. maí 2021 fyrir óbyggðanefnd.