Fara í efni

Ársreikningur 2020 - Sveitarfélagið Skagafjörður

Málsnúmer 2104067

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 961. fundur - 14.04.2021

Lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2020. Kristján Jónasson lögg. endurskoðandi hjá KPMG ehf. fór yfir og kynnti ársreikninginn fyrir fundarmönnum. Sveitarstjórnarfulltrúarnir Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Regína Valdimarsdóttir tóku þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 409. fundur - 14.04.2021

Sveitarstjóri, Sigfús Ingi Sigfússon kynnti ársreikning 2020.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2020 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 6.321 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 5.330 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 5.742 millj. króna, þar af A-hluti 5.037 millj. króna. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 578 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 294 millj. króna. Afskriftir eru samtals 236 millj. króna, þar af 144 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 295 millj. króna, þ.a. eru 241 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarafgangur A- og B-hluta á árinu 2020 er 46 millj. króna en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 92 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 11.093 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 8.911 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2020 samtals 7.802 millj. króna, þar af hjá A-hluta 7.027 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 4.872 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 546 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.291 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 29,7%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.241 millj. króna í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 520 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 251 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 532 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2020, 714 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 688 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 412 millj. króna. Handbært fé nam 327 millj. króna í árslok. Ný langtímalán voru að fjárhæð 714 millj. króna.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2020, 123,4% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 90,5% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufé frá rekstri.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að vísa ársreikningi 2020, til síðari umræðu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 410. fundur - 19.05.2021

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri kynnti ársreikninginn.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2020 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og hlutdeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Eyvindarstaðaheiði ehf.

Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 6.321 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 5.330 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 5.742 millj. króna, þar af A-hluti 5.037 millj. króna. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er jákvæð um 578 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 294 millj. króna. Afskriftir eru samtals 236 millj. króna, þar af 144 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 295 millj. króna, þ.a. eru 241 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarafgangur A- og B-hluta á árinu 2020 er 46 millj. króna og rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 92 millj. króna.

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 11.094 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 8.911 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2020 samtals 7.802 millj. króna, þar af hjá A-hluta 7.027 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 4.872 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 546 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.291 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 29,7%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.297 millj. króna í árslok og hækkuðu á árinu um 48 millj. króna nettó.

Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 520 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 251 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 612 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2020, 714 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 688 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 412 millj. króna, handbært fé nam 327 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 714 millj. króna.

Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2020, 123,4% og skuldaviðmið samkvæmt reglugerð er 90,5% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga af heildarskuldum og skuldbindingum og veltufjármuni.

Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.

Gísli Sigurðsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun sveitarstjórnar.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2020 hefur nú verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Það er óhætt að segja að árinu 2020 verði erfitt að gleyma á næstunni. Strax í byrjun árs fóru flestar áætlanir út um gluggann og ljóst að enginn gat sagt til um hvernig árið myndi enda eftir að heimsfaraldur kórónuveirunar tók nánast öll völd og mikil óvissa var framundan.
Því er afar ánægjulegt að leggja fram ársreikning til samþykktar sem sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu fyrir A- og B-hluta sveitarsjóðs upp á rúmar 46 milljónir króna. Er það um 88 milljónum króna lakari niðurstaða en upphafleg fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir en þessi niðurstaða verður að teljast afar góður árangur í þeim erfiðu kringumstæðum sem verið hafa af völdum kórónaveirunnar.
Þegar litið er til þessara staðreynda þá er sá ársreikningur fyrir árið 2020 sem hér er lagður fram til samþykktar mikill varnarsigur fyrir okkur sem erum í sveitastjórn. Sérstaklega vegna þess að við vorum sammála og unnum þétt saman um að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir í upphafi heimsfaraldursins með það að markmiði að vernda samfélagið okkar, fyrirtæki, heimili og félagasamtök.
Fyrir það ber að þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem þar lögðu hönd á plóg til að svo mætti verða.
Sveitastjórn Sveitafélagsins Skagafjarðar.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2020 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.