Hrolleifsdalur, síkkun dælu í SK-28 - 2021
Málsnúmer 2104087
Vakta málsnúmerVeitunefnd Svf Skagafjarðar - 78. fundur - 24.06.2021
Síkkun dælu í SK-28 í Hrolleifsdal gekk vel. Prufudæling er í gangi og verður spennandi að sjá hvaða niðurstöðum dælingin skilar.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 84. fundur - 20.01.2022
Bilun varð í dælu sem sett var niður í borholu SK-28 í júní 2021. Búið er að hífa dæluna upp og koma henni til söluaðila þar sem hún verður tekin í sundur og ástand hennar metið.
Skoðaðir hafa verið möguleikar á að útvega aðra dælu þar sem líkur eru á að dælan sem tekin var upp sé ónothæf. Skagafjarðarveitur hafa samið við Ísor um mælingar í holunni til að meta ástand hennar og kanna um leið möguleika á að setja nýja dælu niður á enn meira dýpi.
Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að málinu, meta kostnað og valkosti á dæluvali.
Skoðaðir hafa verið möguleikar á að útvega aðra dælu þar sem líkur eru á að dælan sem tekin var upp sé ónothæf. Skagafjarðarveitur hafa samið við Ísor um mælingar í holunni til að meta ástand hennar og kanna um leið möguleika á að setja nýja dælu niður á enn meira dýpi.
Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að málinu, meta kostnað og valkosti á dæluvali.
Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri hjá Skagafjarðarveitum gerði grein fyrir búnaði sem þarf til verkefnisins. Þessi aðgerð eykur afhendingaröryggi veitunnar og vonir standa til að það náist upp meira heitt vatn en fengist hefur hingað til.