Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Hrolleifsdalur, síkkun dælu í SK-28 2021
Málsnúmer 2104087Vakta málsnúmer
Síkkun dælu í SK-28 í Hrolleifsdal gekk vel. Prufudæling er í gangi og verður spennandi að sjá hvaða niðurstöðum dælingin skilar.
2.Skagafjarðarveitur gjaldskrá júlí 2021
Málsnúmer 2105141Vakta málsnúmer
Hækkun á gjaldská hitaveitu var samþykkt á 411. fundi byggðarráðs frá 2. júní. Búið er að senda nýja gjaldskrá til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og mun hún taka gildi 1.7.2021.
Farið yfir afsláttarkjör rekstraraðila.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat þennan lið.
Farið yfir afsláttarkjör rekstraraðila.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat þennan lið.
3.Borun vinnsluholu VH-20 við Reykjarhól - samningur og verkframkvæmd
Málsnúmer 2106104Vakta málsnúmer
Samningur um borun vinnsluholu VH-20 við Reykjarhól í Varmahlíð hefur verið undirritaður og er borun hafin. Verkinu á að vera lokið fyrir lok ágúst mánaðar næstkomadi samkvæmt samningi.
4.Frumkvæðisathugun á forsendum gjaldskrársetningar vatnsveitna.
Málsnúmer 2106263Vakta málsnúmer
Bréf Samgöngu og sveitastjórnarráðuneytisins dagsett 7. maí s.l. vegna frumkvæðisathugunar á forsendum gjaldskrár-setningar vatnsveitna byggt á úrskurðir ráðuneytisins frá 15. mars 2019 ásamt leiðbeiningum ráðuneytisins um ákvörðun vatnsgjalds á grundvelli 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004.
Farið var yfir málefnið efnislega og sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs falið að svara bréfinu og senda til ráðuneytisins.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat þennan lið.
Farið var yfir málefnið efnislega og sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs falið að svara bréfinu og senda til ráðuneytisins.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat þennan lið.
Fundi slitið - kl. 14:30.