Fara í efni

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2021

Málsnúmer 2104122

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 88. fundur - 29.04.2021

Ragnheiður Halldórsdóttir og Hildur Þóra Magnúsdóttir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Tekið fyrir tilnefningar til samfélagsverðlauna Skagafjarðar 2021. Alls bárust 20 tilnefningar og þakkar nefndin fyrir margar góðar tilnefningarnar.
Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd samþykkir að veita Stefáni R. Gíslasyni Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2021.

Stefán Gíslason hefur verið leiðandi í tónlistarlífi Skagfirðinga um áratuga skeið. Gildir þar einu hvort um er að ræða kennslu, kórstjórn eða menningarviðburði þar sem tónlistin hefur verið aðalatriðið og er Stefán alltaf tilbúinn að koma að slíku. Undir hans stjórn hafa karlakórinn Heimir, Álftagerðisbræður og kirkjukórar náð miklum vinsældum innanlands sem utan. Hann hefur staðið fyrir fjölmörgum viðburðum, m.a. undir formerkjum Sönglaga á Sæluviku. En fyrst og síðast er Stefán einstaklega samfélagslega þenkjandi og telur ekki eftir sér að leggja góðum málefnum lið með sjálfboðnum framlögum. Hinn ljúfmannlegi en metnaðarfulli kennslu- og uppeldisþáttur hans með nemendum hefur svo opnað mörgum heim tónlistar svo eftir hefur verið tekið og fjölmargir nemendur hans gert tónlist að atvinnu sinni ekki síst fyrir tilstilli Stefáns.