Byggðarráð Skagafjarðar - 967
Málsnúmer 2105017F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 411. fundur - 09.06.2021
Fundargerð 967. fundar byggðarráðs frá 26. maí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 411. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 967 Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 19. maí 2021, þar sem svarað er erindi frá sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar dag. 17. mars 2021. Í bréfi Umhverfisstofnunar er leitast við að veita yfirsýn yfir þau afskipti sem Umhverfisstofnun hefur haft af bensínlekanum á Hofsósi, þó ekki sé tæmandi talið.
Byggðarráð þakkar fyrir veittar upplýsingar og felur sveitarstjóra að taka efni bréfsins til skoðunar í tengslum við vinnu sem varðar bótagrundvöll og kröfugerð gagnvart þeim sem bera ábyrgð á mengunartjóninu á Hofsósi sem og vegna seinagangs í tengslum við úrbætur vegna tjónsins. Byggðarráð ítrekar mikilvægi þess að nú þegar verði ráðist í viðeigandi og varanlegar úrbætur. Bókun fundar Afgreiðsla 967. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 967 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 18. maí 2021, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 17.05. 2021. sækir Torfi Ólafsson, kt. 260451-2199, Skarði, 551 Sauðárkrókur, f.h. Skarðs ehf., kt. 430901-2140, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Nýja-Skarði, 551 Sauðárkrókur. Fnr. 2508028. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 967. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 967 Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á íbúðarhúsalóðunum Laugaveg 19 og Birkimel 29 og Birkimel 30 í Varmahlíð. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006.
Nýjar lóðir sem auglýstar verða til úthlutunar í kjölfar deiliskipulagsferlis fyrir frekari íbúðabyggð við Birkimel munu bera full gatnagerðargjöld enda verður gjaldinu varið til nýrrar gatnagerðar í tengslum við fyrirhugaða íbúðabyggð.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Niðurfelling gatnagerðargjalda" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 967 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 115/2021, Hvítbók um byggðamál. Umsagnarfrestur er til og með 31.05.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 967. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.