Fara í efni

Kennslukvóti skólaárið 2021-2022

Málsnúmer 2105166

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 168. fundur - 01.06.2021

Tillaga að úthlutun kennslukvóta til grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2021-2022 var lögð fram. Tillagan er unnin í samstarfi við stjórnendur og tekur mið af mörgum þáttum svo sem nemendafjölda, fjölda nemenda með annað móðurmál en íslensku, samsetningu nemendahópa o.fl. Fræðslunefnd samþykkir úthlutun kennslukvóta til grunnskólanna fyrir skólaárið 2021-2022.