Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Skóladagatöl leikskóla 2021 - 2022
Málsnúmer 2105240Vakta málsnúmer
Tillaga að skóladagatölum leikskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2021-2022 var lögð fram. Tillagan hefur fengið staðfestingu foreldraráða leikskólanna og eru yfirfarin af fræðslustjóra. Leikskólinn Birkilundur og leikskólinn Tröllaborg óska eftir að færa ónýtta starfsdaga vegna Covid-19 frá síðasta skólaári yfir á skólaárið 2021-2022. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl leikskólanna fyrir skólaárið 2021-2022.
2.Skóladagatöl grunnskóla 2021-2022
Málsnúmer 2105241Vakta málsnúmer
Tillaga að skóladagatölum grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2021-2022 var lögð fram. Tillagan hefur fengið staðfestingu skólaráðanna skv. grunnskólalögum og er yfirfarin af fræðslustjóra. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl grunnskólanna fyrir skólaárið 2021-2022.
3.Kennslukvóti skólaárið 2021-2022
Málsnúmer 2105166Vakta málsnúmer
Tillaga að úthlutun kennslukvóta til grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2021-2022 var lögð fram. Tillagan er unnin í samstarfi við stjórnendur og tekur mið af mörgum þáttum svo sem nemendafjölda, fjölda nemenda með annað móðurmál en íslensku, samsetningu nemendahópa o.fl. Fræðslunefnd samþykkir úthlutun kennslukvóta til grunnskólanna fyrir skólaárið 2021-2022.
4.Skólar á grænni grein - Grænfánaverkefnið
Málsnúmer 2105073Vakta málsnúmer
Verkefnið Skólar á grænni grein sem rekið er af Landvernd var lagt fram til kynningar.
5.Samráð; Endurskoðun á aðalnámskrá grunnskóla
Málsnúmer 2105095Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar endurskoðun á aðalnámskrá grunnskóla.
6.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála)
Málsnúmer 2104136Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar endurskoðun á frumvarpi til laga um grunnskóla og framhaldskóla er varðar fagráð eineltismála.
Fundi slitið - kl. 17:15.