Fara í efni

Skóladagatöl leikskóla 2021 - 2022

Málsnúmer 2105240

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 168. fundur - 01.06.2021

Tillaga að skóladagatölum leikskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2021-2022 var lögð fram. Tillagan hefur fengið staðfestingu foreldraráða leikskólanna og eru yfirfarin af fræðslustjóra. Leikskólinn Birkilundur og leikskólinn Tröllaborg óska eftir að færa ónýtta starfsdaga vegna Covid-19 frá síðasta skólaári yfir á skólaárið 2021-2022. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl leikskólanna fyrir skólaárið 2021-2022.