Fara í efni

Ósk um þátttöku í viðbyggingu við verknámshús FNV

Málsnúmer 2105242

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 968. fundur - 02.06.2021

Lagt fram bréf dagsett 20. maí 2021 frá formanni skólanefndar og skólameistara Fjölbrautaskólans Norðurlands vestra til sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, þar sem formlega er óskað eftir þátttöku sveitarfélaganna í framkvæmdum við fyrirhugaða viðbyggingu við verknámshús skólans. Heildarstærð fyrirhugaðar viðbyggingar er 1.200 fermetrar. Kostnaðarþátttaka sveitarfélaganna er samtals 40% og ríkisins 60%.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar forsvarsmönnum skólans kærlega fyrir erindið og fagnar löngu tímabærum áformum um nýja viðbyggingu við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þegar byggt var við verknámshúsið árið 2010 var ráðist í mun minni framkvæmd en áform voru upphaflega um og sýndi sig fljótt að verknámsaðstaðan er einfaldlega alltof lítil, eins og úttektir sem unnar hafa verið fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið staðfesta. Áhersla stjórnvalda á verknám og sú gleðilega staðreynd að nemendum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur fjölgað á undanförnum árum, sýna mikilvægi þess að ráðist verði í nýja viðbyggingu hið fyrsta.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsmönnum skólans til að ræða nánari útfærslu verkefnisins.