Fara í efni

Skipan samgöngu- og innviðanefndar

Málsnúmer 2105287

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 968. fundur - 02.06.2021

Lagt fram bréf frá SSNV, dagsett 16. apríl 2021 varðandi skipan samgöngu- og innviðanefndar í samræmi við eftirfarandi bókun 29. ársþings SSNV: "29. ársþing SSNV,haldið rafrænt 16.apríl 2021, samþykkir að skipuð verði Samgöngu- og innviðanefnd SSNV. Nefndina skipi einn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi á Norðurlandi vestra og skulu sveitarfélögin tilnefna hvert um sig sinn fulltrúa fyrir 30. maí nk. Hlutverk nefndarinnar er að yfirfara gildandi samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra og uppfæra eftir þörfum. Skal endurnýjuð áætlun lögð fyrir ársþing SSNV 2022."
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Regínu Valdimarsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa og Ólafur Bjarni Haraldsson til vara.