Fara í efni

Varmahlíð lóðarúthlutanir - Laugavegur 19, Birkimelur 28 og 30.

Málsnúmer 2105296

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 407. fundur - 01.06.2021

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi 405, að auglýsa íbúðarhúsalóðirnar Laugaveg 19, Birkimel 28 og Birkimel 30, í Varmahlíð, lausar til úthlutunar. Auglýsing birtist í héraðsfréttablaðinu Sjónhorninu 5. maí 2021. Þá var auglýsingin aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Gefinn var frestur til að sækja um ofnagreindar lóðir til 19. maí 2021.
All margar umsóknir bárust um þessar lóðir.
Því var Björn Hrafnkelsson fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra fenginn til að sjá um framkvæmd á útdrætti á milli umsækjanda.
Umsækjanda er einungis úthlutað einni lóð, falla þeir aðilar sem úthlutað hefur verið lóð úr útdrætti þeirra lóða sem á eftir koma.
Framkvæmd útdráttar er eftirfarandi:
Fyrst er dregið um lóðina Laugarveg 19. Þrjár umsóknir bárust um lóðina.
Þá er í hlutfalli við fjölda umsókna dregið um hvort lóðunum Birkimelur 28 og Birkimelur 30 verði úthlutað sem einbýlishúsalóðum eða sem lóðinni Birkimelur 28-30 fyrir parhús. Átta lóðarumsóknir bárust um einbýlishúsalóðir og tvær umsóknir um parhúsalóð.

Niðurstaða úrdráttar:
Upp kom í úrdrætti milli annarsvegar parhúsa lóða við Birkimel 28-30 og hinsvegar einbýlishúslóða Birkimel 28 og Birkimels 30.

Dregin var miði með parhúsalóð Birkimelur 28-30, því verður dregið milli umsækjenda um parhúsalóð.

Umsóknir um einbýlishúsalóðina númer 19 við Laugaveg bárust frá:
Sigurði Bjarna Sigurðssyni kt. 290379-3779
Sif Kerger kt. 110178-2559.
Helgu Rós Sigfúsdóttur kt. 300185-3049 og Sigurði Óla Ólafssyni kt. 150481-4659.

Sif Kerger kt. 110178-2559 er dregin út sem lóðarhafi.


Umsóknir um parhúsalóðina númer 28-30 við Birkimel bárust frá:
Hönnu Maríu Gylfadóttur kt. 050491-3829 og Jóni Gesti Atlasyni kt. 310190-3309.
Davíð Þór Helgasyni kt. 030790-3409 og Sunnu Gylfadóttur kt. 020190-3889.

Davíð Þór Helgason kt. 030790-3409 og Sunna Gylfadóttir kt. 020190-3889.
eru dregin út sem lóðarhafar.

Skipulags- og byggingarnefnd áréttar eftirfarandi:
Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir lóðum í Varmahlíð. Þarf því að leggja áherslu á að deiliskipuleggja þéttbýlisstaðinn og hraða hönnun fleiri lóða eins og hægt er, sem verða þá tilbúnar til úthlutnar fyrir næsta vorið 2022.