Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

407. fundur 01. júní 2021 kl. 16:00 - 18:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
  • Viggó Jónsson varam.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Varmahlíð lóðarúthlutanir - Laugavegur 19, Birkimelur 28 og 30.

Málsnúmer 2105296Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi 405, að auglýsa íbúðarhúsalóðirnar Laugaveg 19, Birkimel 28 og Birkimel 30, í Varmahlíð, lausar til úthlutunar. Auglýsing birtist í héraðsfréttablaðinu Sjónhorninu 5. maí 2021. Þá var auglýsingin aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Gefinn var frestur til að sækja um ofnagreindar lóðir til 19. maí 2021.
All margar umsóknir bárust um þessar lóðir.
Því var Björn Hrafnkelsson fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra fenginn til að sjá um framkvæmd á útdrætti á milli umsækjanda.
Umsækjanda er einungis úthlutað einni lóð, falla þeir aðilar sem úthlutað hefur verið lóð úr útdrætti þeirra lóða sem á eftir koma.
Framkvæmd útdráttar er eftirfarandi:
Fyrst er dregið um lóðina Laugarveg 19. Þrjár umsóknir bárust um lóðina.
Þá er í hlutfalli við fjölda umsókna dregið um hvort lóðunum Birkimelur 28 og Birkimelur 30 verði úthlutað sem einbýlishúsalóðum eða sem lóðinni Birkimelur 28-30 fyrir parhús. Átta lóðarumsóknir bárust um einbýlishúsalóðir og tvær umsóknir um parhúsalóð.

Niðurstaða úrdráttar:
Upp kom í úrdrætti milli annarsvegar parhúsa lóða við Birkimel 28-30 og hinsvegar einbýlishúslóða Birkimel 28 og Birkimels 30.

Dregin var miði með parhúsalóð Birkimelur 28-30, því verður dregið milli umsækjenda um parhúsalóð.

Umsóknir um einbýlishúsalóðina númer 19 við Laugaveg bárust frá:
Sigurði Bjarna Sigurðssyni kt. 290379-3779
Sif Kerger kt. 110178-2559.
Helgu Rós Sigfúsdóttur kt. 300185-3049 og Sigurði Óla Ólafssyni kt. 150481-4659.

Sif Kerger kt. 110178-2559 er dregin út sem lóðarhafi.


Umsóknir um parhúsalóðina númer 28-30 við Birkimel bárust frá:
Hönnu Maríu Gylfadóttur kt. 050491-3829 og Jóni Gesti Atlasyni kt. 310190-3309.
Davíð Þór Helgasyni kt. 030790-3409 og Sunnu Gylfadóttur kt. 020190-3889.

Davíð Þór Helgason kt. 030790-3409 og Sunna Gylfadóttir kt. 020190-3889.
eru dregin út sem lóðarhafar.

Skipulags- og byggingarnefnd áréttar eftirfarandi:
Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir lóðum í Varmahlíð. Þarf því að leggja áherslu á að deiliskipuleggja þéttbýlisstaðinn og hraða hönnun fleiri lóða eins og hægt er, sem verða þá tilbúnar til úthlutnar fyrir næsta vorið 2022.

2.Sólgarðar lóð L221774, Sólgarðaskóli - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.

Málsnúmer 2105191Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Guðmundi Þór Guðmundssyni f.h. Eignasjóðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, kt. 550698-2349 um leyfi til að breyta notkun Sólgarðaskóla sem stendur á lóðinni Sólgarðar lóð L221774 í Fljótum. Meðfylgjandi aðaluppdrættirnir eru gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni, kt. 200857-5269. Uppdrættir eru í verki 3130, númer A-100 til A-105, dagsettir 4. maí 2021. Umrædd lóð er leigulóð í eigu Ríkisjóðs Íslands, kt. 540269-6459 og skilgreind sem viðskipta og þjónustulóð skv. upplýsingum úr fasteignaskrá Þjóðskrá Íslands. Óskað hefur verið umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til gr. 2.4.2. reglugerðar 112/2012.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að gerðar verði breytingar á húsnæðinu. Skilgreind landnotkun á lóð verður uppfærð í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Nefndin leggur til að fyrirhugaðar framkvæmdir verði grenndarkynntar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Skógargata 3 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2105181Vakta málsnúmer

Þorgerður Eva Þórhallsdóttir kt 1708773309, lóðarhafi númer 3 við Skógargötu, landnúmer 143727, óskar eftir stækkun á lóð um 9 metra frá húsi til norðurs. Þorgerður hefur sótt um stækkun áður, þ.e. bæði árið 2008 og 2012. Núverandi lóðarmörk eru talin vera 3m norðan við húsið, og því sótt um 6m stækkun til viðbótar við núverandi lóðarmörk.
Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki tímabært að taka afstöðu til fyrirspurnarinnar, fyrr en tillaga að deiliskipulagi svæðisins liggur fyrir. Deiliskipulagsvinna er hafin við svæði sem afmarkast af Skógargötu, Kambastíg, Aðalgötu og göngustíg milli Skógargötu 7 og Aðalgötu 13.

4.Iðutún 17 - Umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2105190Vakta málsnúmer

Ásbjörn Óttarsson kt. 161162-2809, leggur fram tillögu, með ósk um að fá heimild til að stækka lóð og byggingarreit 8m til norður, inn í skilgreint opið svæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar, skv. meðfylgjandi tillögu, unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við aðila máls.

5.Kárastígur 16 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2103239Vakta málsnúmer

Magnús Tómas Gíslason kt. 040776-5329 og Margrét Berglind Einarsdóttir kt. 180276-3199 þinglýstir eigendur Kárastígs 16 á Hofsósi, óska eftir við skipulags- og byggingarnefnd, að fyrirhugaðar framkvæmdir þeirra, þ.e. viðbygging við núverandi hús, allt að 70m2, verði grenndarkynntar í samræmi við 44. gr skipulagslaga nr.123/2010. Umsókn um byggingarleyfi var áður á dagskrá 12.maí 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt nálægum hagsmunaaðilum skv. 44. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Hafsteinsstaðir 145977 - Umsókn um staðfestingu á hnitsettum landamerkjum og landskipti.

Málsnúmer 2105153Vakta málsnúmer

Hildur Claessen kt.140856-5769 og Skapti Steinbjörnsson kt.170955-4399, þinglýstir eigendur jarðarinnar Hafsteinsstaða, landnúmer 145977 óska eftir staðfestingu á hnitsettum landamerkjum Hafsteinsstaða, vestan Sauðárkróksbrautar (75), eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 732605, útg. 23. des. 2020. Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing og forsenduskjal. Hnitsetning byggir á landamerkjalýsingum dags. 7. júní 1927 og 2. nóvember 1933. Með staðfestingu hnitsettra merkja breytist stærð Hafsteinsstaða lóðar, landnr. 203894, úr 18,0 ha (178.494 m²) í 176.552 m². Þinglýstir eigendur Hafsteinsstaða lóðar árita erindið og meðfylgjandi landamerkjayfirlýsingu til staðfestingar.
Þá óska landeigendur Hafsteinsstaða, L145977, eftir heimild til að stofna 238 ha (2.379.383 m²) spildu úr landi jarðarinnar, sem „Hafsteinsstaðir 1“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 732605 útg. 23. des. 2020. Afstöðuppdrætti S01 og S02, unnir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Óskað er eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og notkun skráð Annað land (80). Staðfang útskiptrar spildu vísar í heiti upprunajarðarinnar, Hafsteinsstaða, L145977 með viðeigandi staðgreini. Engin fasteign er á umræddri spildu. Innan merkja útskiptrar spildu, að sunnanverðu er upprekstrarland sem verður áfram. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Hafsteinsstöðum, landnr. 145977. Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

7.Nes L219627-Beiðni um stofnun lögbýlis

Málsnúmer 2104226Vakta málsnúmer

Sesselja Tryggvadóttir kt. 110965-3389, eigandi 8.3 ha lands, Nes L219627 í Hegranesi, óskar eftir breytingu á skráningu landnotkunar, þ.e. breytt úr sumarbústaðalandi í jörð, lögbýli. Fyrir liggur jákvæð umsögn Kristjáns Óttars Eymundssonar ráðunautar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins varðandi stofnun lögbýlis. Þá hefur Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar fjallað um málið, sem gerir ekki athugasemdir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta landnotkun.

8.Hólatún 11 - Umsókn um breikkun á innkeyrslu

Málsnúmer 2105090Vakta málsnúmer

Ásgrímur Sigurbjörnsson kt. 061156-2089, óskar eftir að fá leyfi til að breikka innkeyrslu að Hólatúni 11, Sauðárkróki, um ca 4m til suðurs, til samræmis við meðfylgjandi gögn. Einnig er óskað eftir að fá leyfi til að setja upp 3ja eininga forsteypt sorptunnuskýli sunnan innkeyrslu, næst götu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðna breikkun innkeyrslu með fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar

9.Melatún 6 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2104120Vakta málsnúmer

Fyrir 405 fundi skipulags- og byggingarnefndar, þann 29.4.2021 lá fyrir umsókn frá Ragnari Helgasyni kt. 090888-3239 og Erlu Hrund Þórarinsdóttur kt. 090689-2829, um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 6, við Melatún á Sauðárkróki. Uppdrættir gáfu til kynna að staðsetning húss færi töluvert út úr uppgefnum byggingarreit, til vesturs. Tillagan sem lá fyrir var ekki talin hafa áhrif á aðra en lóðarhafa á Melatúni 2 og 4. Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið, en lagði til að tillagan yrði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123.2010. Sveitarstjórn samþykkti einnig í bókun sinn á fundi 14.5.2021 að tillaga skyldi grenndarkynnt.
Grenndarkynning hefur farið fram og hafa þeir sem höfðu hagsmuni að málinu, ritað samþykki sitt á tillögu að aðaluppdráttum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykir áform um byggingu húss á lóðinni Melatún 6, eins og tillaga gerir ráð fyrir og gerir nefndin ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi samþykki byggingaráformin.

10.Lóðamál - Reglur um úthlutun lóða

Málsnúmer 2009236Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að vinnureglum skipulags- og byggingarnefndar, vegna úthlutunar á byggingarlóðum í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir þau drög að vinnureglum sem fyrir fundinum liggja. Nefndin vísar drögum til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Fundi slitið - kl. 18:00.