Byggðarráð Skagafjarðar - 970
Málsnúmer 2106010F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 412. fundur - 30.06.2021
Fundargerð 970. fundar byggðarráðs frá 16. júní 2021 lögð fram til afgreiðslu á 412. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 970 Lagt er til að svohljóðandi tillögum verði vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar:
Lagt er til að kjörstaðir í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna kosninga til Alþingis sem ráðgerðar eru 25. september 2021 verði eftirtaldir:
Skagasel, Bóknámshús FNV, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg, Grunnskólinn á Sólgörðum, Varmahlíðarskóli og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki
Einnig samþykkir sveitarstjórn að fela byggðarráði að afgreiða til fullnaðar eftirtalin verkefni vegna alþingiskosninganna: að staðfesta kjörskrá, úrskurða um breytingar á kjörskrá og ráða til lykta öðrum málum sem kunna að heyra undir verksvið sveitarstjórnar í sambandi við kosningar.
Byggðarráð samþykkir tillöguna. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Kjörstaðir við Alþingiskosningar sept 2021" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 970 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 970. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 970 Erindinu vísað frá 89. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga leggur til að gjaldskrá safnsins verði sú sama á árinu 2022 og árinu 2021.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkti fyrirlagða gjaldskrá 2022 og vísaði til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir 2022" Samþykkt samhljóða.. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 970 Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu dagsett 28. maí 2021, til allra sveitarstjórna vegna þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur á grundvelli áætlunarinnar ráðið forvarnarfulltrúa sem kemur til meðað styðja við skólaskrifstofur sveitarfélaganna við miðlun fræðslu og forvarna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Þá vinnur Menntamálastofnun að gerð fræðsluefnis fyrir leik-, grunn-, og framhaldsskóla, sem ásamt íþrótta-, æskulýðs-, og tómstundstarfi gegna lykilhlutverki við framkvæmd áætlunarinnar.
Sveitarfélög og stofnanir þeirra eru hvött til að taka höndum saman með ábyrgðaraðilum og stýrihópi forsætisráðuneytis og koma áætluninni til framkvæmdar. Bókun fundar Afgreiðsla 970. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 970 Vísað frá 30. fundi byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks þar sem nefndin samþykkti tillögur að áfangaskiptingu framkvæmda við seinni hluta endurbóta og uppbyggingar við Sundlaug Sauðárkróks, og vísaði þeim til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir framlagðar tillögur og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ráðast í gerð útboða í samræmi við þær. Bókun fundar Afgreiðsla 970. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 970 Undir þessum dagskrárlið sátu Hrefna Jóhannesdóttir, Þorkell Gíslason og Drífa Árnadóttir úr hreppsnefnd Akrahrepps, í gegnum Teams.
Lögð fram tilboð frá fyrirtækjunum Aton.JL og RR ráðgjöf varðandi ráðgjöf, gagnaöflun og upplýsingamiðlun vegna könnunar á kostum, göllum og tækifærum sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
Byggðarráð og hreppsnefnd samþykkja að taka tilboði frá RR ráðgjöf í ráðgjöf og verkefnisstjórn vegna hugsanlegrar sameiningar sveitarfélaganna Skagafjarðar og Akrahrepps.
Bókun fundar Afgreiðsla 970. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 970 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. júní 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 129/2021, "Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum - Drög að stefnu". Umsagnarfrestur er til og með 24.06.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 970. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 970 Lagt fram bréf dagsett 11. júní 2021 varðandi mengunartjón við Suðurbraut á Hofsósi sem Advel lögmenn rita fyrir hönd N1 ehf. Fyrirhugaðar eru rannsóknir og sýnatökur um mánaðamótin júní/júlí n.k. Óskað er eftir því að Sveitarfélagið Skagafjörður veiti heimild fyrir framkvæmdinni í landi sveitarfélagsins á Hofsósi þannig að taka megi sýni úr jarðvegi til nánari greiningar. Bókun fundar Afgreiðsla 970. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 970 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 7. júní 2021 þar sem fram kemur að stjórn RARIK ásamt forstjóra og framkvæmdastjórum munu ferðast um Norðurland í ágúst og óska eftir að hitta fulltrúa sveitarfélaganna í Skagafirði á fundi þann 20. ágúst n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 970. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.