Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 969
Málsnúmer 2106006FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 969 Sveitarfélagið Skagafjörður er með vátryggingasamning við Vátryggingafélag Íslands hf. frá árinu 2017 sem var með gildistíma til 31.12. 2020 en er virkur út árið 2021 samkvæmt framlengingarákvæði í samningnum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að segja samningnum upp og undirbúa útboð á tryggingum sveitarfélagsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 969. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 969 Guðmundur Þór Elíasson og Jóhanna Friðriksdóttir á Varmalæk, Elvar Logi Friðriksson, Hvammstanga og Dagný Stefánsdóttir og Róbert Logi Jóhannesson Laugamýri og Dagur Torfason fyrir hönd Heyanna ehf., Reykjum, sóttu um að fá spildu við Héraðsdalsveg ofan Steinsstaðahverfis norðan við frístundabyggð (F-6.2 í aðalskipulagi). Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi leggur til við byggðarráð að Heyannir ehf. fái spilduna til leigu.
Byggðarráð samþykkir að leigja spilduna til Heyanna ehf. Sveitarstjóra falið að sjá um gerð leigusamnings um landið og einnig að undirbúa mögulega sölu á því. Bókun fundar Afgreiðsla 969. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 969 Guðmundur Þór Elíasson og Jóhanna Friðriksdóttir á Varmalæk, Elvar Logi Friðriksson, Hvammstanga og Dagný Stefánsdóttir og Róbert Logi Jóhannesson Laugamýri og Dagur Torfason fyrir hönd Heyanna ehf., Reykjum, sóttu um að fá tvær spildur í landi Steinsstaða vestur með frístundabyggðarvegi (F-6.1 í aðalskipulagi). Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi leggur til við byggðarráð að Heyannir ehf. fái spilduna til leigu.
Byggðarráð samþykkir að leigja spildurnar til Heyanna ehf. Sveitarstjóra falið að sjá um gerð leigusamnings um landið og einnig að undirbúa mögulega sölu á því. Bókun fundar Afgreiðsla 969. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 969 Guðmundur Þór Elíasson og Jóhanna Friðriksdóttir á Varmalæk, Elvar Logi Friðriksson, Hvammstanga og Dagný Stefánsdóttir og Róbert Logi Jóhannesson Laugamýri sóttu um að fá spildu í landi Steinsstaða austan við Héraðsdalsveg, vestan við Steinsstaðatún. Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi leggur til við byggðarráð að Guðmundur og Jóhanna fái spilduna til leigu.
Byggðarráð samþykkir að leigja spilduna til Guðmundar Þórs Elíassonar og Jóhönnu Friðriksdóttur. Sveitarstjóra falið að sjá um gerð leigusamnings um landið og einnig að undirbúa mögulega sölu á því. Bókun fundar Afgreiðsla 969. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 969 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. maí 2021 frá Birni Sveinssyni þar sem hann óskar eftir að fá land á leigu sem er staðsett sunnan við Hrímnishöll.
Byggðarráð ítrekar fyrri bókun um að landið verði ekki leigt til beitar vegna vatnsverndarsjónarmiða. Sveitarstjóra falið að sjá um að útskiptingu landsins verði hraðað svo hægt sé auglýsa það land til sölu sem ekki fellur undir vatnsverndarsvæði.
Bókun fundar Afgreiðsla 969. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 969 Lögð fram ódagsett umsagnarbeiðni sem barst frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þann 3. júní 2021. Óskað er umsagnar um umsókn frá Sauðárhlíð ehf., kt. 590421-1970 um leyfi til reksturs, Veitingaleyfi-A Veitingahús. Heiti staðar: Sauðá, F2132646. Hámarksfjöldi gesta 100.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 969. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 969 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 28. maí 2021 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hinn 18. maí 2021 voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á jarðalögum, nr. 81/2004 (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskylda o.fl.), sem öðlast munu gildi 1. júlí n.k. Með þessu bréfi er leitast við að gefa yfirlit um helstu breytingar sem af þessu leiða. Bókun fundar Afgreiðsla 969. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 969 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Félagi atvinnurekenda, dagsettur 1. júní 2021 þar sem fram kemur eftirfarandi ályktun stjórnar félagsins sama dag:
"Stjórn Félags atvinnurekenda skorar á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2022. Samkvæmt nýbirtu fasteignamati er hækkun mats atvinnuhúsnæðis 6,2% á landinu öllu; um 5,4% á höfuðborgarsvæðinu en um 8% á landsbyggðinni. Að óbreyttu þýðir þetta samsvarandi skattahækkun á fyrirtækin. FA bendir á að frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við útreikning fasteignamats atvinnuhúsnæðis fyrir árið 2015 og til ársins 2020 hefur álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði á landinu hækkað úr tæplega 17 milljörðum króna í um 28,5 milljarða. Skattbyrði fyrirtækjanna hefur á þessum skamma tíma þyngst um 11,5 milljarða eða tæplega 68%, þrátt fyrir lækkanir einstaka sveitarfélaga á skattprósentu.
Við svo búið verður ekki unað lengur. Áframhaldandi þynging á skattbyrði fyrirtækjanna vegna húsnæðis dregur mátt úr atvinnulífinu, seinkar efnahagsbatanum eftir heimsfaraldurinn og skerðir getu fyrirtækjanna til að standa undir launagreiðslum sem um var samið í lífskjarasamningunum og eru grundvöllur útsvarstekna sveitarfélaganna.
Stjórn FA telur að hér verði hvert og eitt sveitarfélag að sýna ábyrgð og gera breytingar á sinni álagningarprósentu þannig að hækkanir á fasteignasköttum skaði ekki atvinnulífið í landinu meira en orðið er. FA skorar jafnframt á sveitarfélögin að taka upp viðræður hið fyrsta við ríkisvaldið um breytingar á þessu fráleita kerfi þar sem skattgreiðslur af húsnæði eru beintengdar við þróun fasteignamats og taka þannig sjálfkrafa hækkunum, án nokkurs tillits til gengis atvinnulífsins að öðru leyti." Bókun fundar Afgreiðsla 969. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 969 Lagt fram til kynnningar bréf dagsett 1. júní 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fundargerð XXXVI. landsþings sambandsins. Stjórn sambandsins bókaði svo á fundi sínum þann 28. maí 2021: "Stjórn sambandsins hvetur sveitarfélög til að taka skýrslu Framtíðarseturs Íslands, sem var kynnt á landsþinginu 21. maí 2021, til umræðu í sveitarstjórn og undirbúa sig þannig fyrir landsþing 2022." Bókun fundar Afgreiðsla 969. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 970
Málsnúmer 2106010FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 970 Lagt er til að svohljóðandi tillögum verði vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar:
Lagt er til að kjörstaðir í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna kosninga til Alþingis sem ráðgerðar eru 25. september 2021 verði eftirtaldir:
Skagasel, Bóknámshús FNV, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg, Grunnskólinn á Sólgörðum, Varmahlíðarskóli og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki
Einnig samþykkir sveitarstjórn að fela byggðarráði að afgreiða til fullnaðar eftirtalin verkefni vegna alþingiskosninganna: að staðfesta kjörskrá, úrskurða um breytingar á kjörskrá og ráða til lykta öðrum málum sem kunna að heyra undir verksvið sveitarstjórnar í sambandi við kosningar.
Byggðarráð samþykkir tillöguna. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Kjörstaðir við Alþingiskosningar sept 2021" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 970 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 970. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 970 Erindinu vísað frá 89. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga leggur til að gjaldskrá safnsins verði sú sama á árinu 2022 og árinu 2021.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkti fyrirlagða gjaldskrá 2022 og vísaði til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir 2022" Samþykkt samhljóða.. - 2.4 2106059 Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitniByggðarráð Skagafjarðar - 970 Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu dagsett 28. maí 2021, til allra sveitarstjórna vegna þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur á grundvelli áætlunarinnar ráðið forvarnarfulltrúa sem kemur til meðað styðja við skólaskrifstofur sveitarfélaganna við miðlun fræðslu og forvarna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Þá vinnur Menntamálastofnun að gerð fræðsluefnis fyrir leik-, grunn-, og framhaldsskóla, sem ásamt íþrótta-, æskulýðs-, og tómstundstarfi gegna lykilhlutverki við framkvæmd áætlunarinnar.
Sveitarfélög og stofnanir þeirra eru hvött til að taka höndum saman með ábyrgðaraðilum og stýrihópi forsætisráðuneytis og koma áætluninni til framkvæmdar. Bókun fundar Afgreiðsla 970. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 970 Vísað frá 30. fundi byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks þar sem nefndin samþykkti tillögur að áfangaskiptingu framkvæmda við seinni hluta endurbóta og uppbyggingar við Sundlaug Sauðárkróks, og vísaði þeim til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir framlagðar tillögur og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ráðast í gerð útboða í samræmi við þær. Bókun fundar Afgreiðsla 970. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 970 Undir þessum dagskrárlið sátu Hrefna Jóhannesdóttir, Þorkell Gíslason og Drífa Árnadóttir úr hreppsnefnd Akrahrepps, í gegnum Teams.
Lögð fram tilboð frá fyrirtækjunum Aton.JL og RR ráðgjöf varðandi ráðgjöf, gagnaöflun og upplýsingamiðlun vegna könnunar á kostum, göllum og tækifærum sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
Byggðarráð og hreppsnefnd samþykkja að taka tilboði frá RR ráðgjöf í ráðgjöf og verkefnisstjórn vegna hugsanlegrar sameiningar sveitarfélaganna Skagafjarðar og Akrahrepps.
Bókun fundar Afgreiðsla 970. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 970 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. júní 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 129/2021, "Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum - Drög að stefnu". Umsagnarfrestur er til og með 24.06.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 970. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 970 Lagt fram bréf dagsett 11. júní 2021 varðandi mengunartjón við Suðurbraut á Hofsósi sem Advel lögmenn rita fyrir hönd N1 ehf. Fyrirhugaðar eru rannsóknir og sýnatökur um mánaðamótin júní/júlí n.k. Óskað er eftir því að Sveitarfélagið Skagafjörður veiti heimild fyrir framkvæmdinni í landi sveitarfélagsins á Hofsósi þannig að taka megi sýni úr jarðvegi til nánari greiningar. Bókun fundar Afgreiðsla 970. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 970 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 7. júní 2021 þar sem fram kemur að stjórn RARIK ásamt forstjóra og framkvæmdastjórum munu ferðast um Norðurland í ágúst og óska eftir að hitta fulltrúa sveitarfélaganna í Skagafirði á fundi þann 20. ágúst n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 970. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 971
Málsnúmer 2106018FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 971 Lagt fram bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, dagsett 15. júní 2021, þar sem óskað er eftir leyfi til að halda rallýkeppni 24. júlí 2021. Eknar verða sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal, auk þess sem ekið verður um Nafir ofan Sauðárkróks. Keppnin fer fram í samræmi við keppnisreglur AKÍS um aksturskeppnir. Fyrir liggur leyfi frá Vegagerðinni en einnig er sótt um leyfi til Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra og AKÍS, auk Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt. Bókun fundar Afgreiðsla 971. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 971 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. mars 2021 frá Elisabeth Jansen þar sem hún óskar eftir að fá að taka á leigu beitiland við Hofsós, norðan við Hofsá og vestan Siglufjarðarvegar
Erindið var áður tekið fyrir á 965. fundi byggðarráðs og þá vísað til umsagnar landbúnaðarnefndar. Landbúnaðarnefnd tók erindið fyrir á 219. fundi nefndarinnar og mælist til þess við byggðarráð að erindinu verði synjað og að gengið verði frá skriflegum leigusamningi við núverandi leiguhafa um landið. Bókun fundar Afgreiðsla 971. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 971 Undir þessum dagskrárlið sátu Gunnar Svavarsson og Páll Höskuldsson frá Eflu verkfræðistofu, ásamt fulltrúum úr umhverfis- og samgöngunefnd, þeim Ingibjörgu Huld Þórðardóttur og Steinari Skarphéðinssyni, og sveitarstjórnarfulltrúanum Regínu Valdimarsdóttur. Einnig sátu Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Valur Valsson verkefnastjóri þennan dagskrárlið.
Farið var yfir ýmis gögn og álitamál sem varða fyrirhugað útboð sorphirðu í Skagafirði. Samþykkt að vinna málið áfram út frá þeim línum sem lagðar voru á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 971. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 971 Lagt fram fundarboð um aðalfund Eyvindarstaðarheiðar ehf., þann 28. júní 2021, kl. 13:00 að Borgarmýri 1, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins og fari með atkvæðisrétt þess. Bókun fundar Afgreiðsla 971. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
4.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 89
Málsnúmer 2106007FVakta málsnúmer
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 89 Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 03.05.2021 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2022.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2022. Erindinu vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 89 Tekin fyrir Eftirlitskönnun 2020 frá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Var könnunin gerð til að kanna stöðu skjalamála hjá afhendingaskyldum aðilum í Skagafirði.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd telur að úrbóta sé þörf í skjalavistunarmálum hjá sveitarfélaginu. Nefndin leggur ríka áherslu á að fundin verði leið og að forstöðumenn stofnana taki þessi mál föstum tökum og komi skjalavörslumálum í lag í samvinnu við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 89 Tekin fyrir skýrsla um rafræn móttökuverkstæði sem unnin var af héraðsskjalasöfnum á Norðurlandi vestra.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd telur brýna þörf á samtali og samvinnu sveitarfélaga, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þjóðskjalasafns um varðveislu á stafrænum- og rafrænum gögnum. Nefndin felur starfsmönnum sínum að senda erindi þess efnis á Samband íslenskra sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 89 Tekin til umfjöllunar hönnunarstaðall fyrir Sveitarfélagið Skagafjörður sem unnin var af Ólínu Einarsdóttur í samvinnu við starfsmenn atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir hönnunarstaðalinn og vísar honum til samþykktar í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Hönnunarstaðall fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð" Samþykkt samhljóða. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 89 Tekin fyrir styrktarbeiðni dagsett 16.05.2021 frá Íbúa- og átthagafélagi Fljóta vegna Félagsleika Fljótamanna - Félags- og samveruhátíð íbúa í Fljótum, hollvina og gesta um verslunarmannahelgina.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja hátíðina um 200.000 kr. Tekið af málaflokki 05710. Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 89 Tekin fyrir styrkbeiðni frá stjórn íbúasamtakana Byggjum upp Hofsós vegna bæjarhátíðarinnar Hofsós heim 2021.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk að fjárhæð 300.000 kr. Tekið af lið 05710. Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 89 Tekin fyrir uppsögn á rekstri menningarhússins Miðgarðs frá Unni Gottsveinsdóttur fyrir hönd Gullgengis ehf, dagsett 03.06.21. Óskað er eftir að losna frá og með 1. október 2021. Uppsagnarfrestur samkvæmt samningi er 6 mánuðir en finnist rekstraraðili fyrir þann tíma er hægt að verða við óskum Gullgengis að losna undan samningi fyrr.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að auglýsa rekstur Menningarhússins Miðgarðs. Umsækjendur geri grein fyrir hugmyndum að nýtingu hússins í umsókninni. Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með átta atkvæðum. Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 89 Tekin fyrir beiðni frá Pálínu Hildi Sigurðardóttur, dagsett 26.04.21, um rökstuðning vegna úthlutunar á tímabundnum styrk til stuðnings menningarstarfsemis í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2020. Óskað er eftir rökstuðningi fyrir styrkveitingu til Bjórseturs Íslands.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd auglýsti þann 01.03.2021 eftir umsóknum um tímabundinn styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði. Styrkurinn var liður í viðspyrnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði. Styrkurinn var ætlaður þeim sem orðið höfðu fyrir tekjutapi vegna menningarviðburða á árinu 2020 sem fella þurfti niður eða breyta verulega vegna samkomubanns af völdum COVID-19 og hefði veruleg áhrif á rekstur og starf viðkomandi aðila.
Úthlutun fór fram 14. apríl sl. og sótti Bjórsetur Íslands eftir styrk vegna tekjufalls þar sem aflýsa þurfti Bjórhátíðinni á Hólum í Hjaltadal árið 2020. Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal hefur verið haldin frá árinu 2011 og hefur síðustu ár lagt aukna áherslu á matarmenningu jafnt sem bjórmenningu. Hátíðin er vel sótt og gefur mikið fyrir samfélagið á Hólum á meðan hún stendur yfir. Bjórsetur Íslands hlaut 160.000 kr styrk vegna tekjufalls fyrir Bjórhátíðina á Hólum árið 2020. Allir þeir umsækjendur sem uppfylltu skilyrði í úthlutunarreglum um styrk fengu úthlutaðan styrk. Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 89 Tekið fyrir tilkynning frá Kristínu Jónsdóttur fyrir hönd félagsins Á Sturlungaslóð, dagsett 28.04.21, þar sem tilkynnt er að starfsemi félagsins sé lögð niður. Í tilkynningunni kemur fram að markmiði félagsins sé náð þ.e. að koma menningararfi miðalda frá Sturlungatímanum á kortið í héraðinu en félagið var stofnað 2008.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir vel unnin störf og frumkvæði á að vekja athygli á sögu Sturlunga í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 89 Lagt fram til kynningar fundagerðir Markaðsstofu Norðurlands. Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
5.Landbúnaðarnefnd - 219
Málsnúmer 2106012FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðarnefnd - 219 Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Grétarssyni, Hóli í Sæmundarhlíð, dagsettur 14. júní 2021 og bréf dagsett 15. júní s.l. frá ábúendum eftirtalinna jarða; Hóll, Bessastaðir, Valagerði, Fjall og Stóra-Vatnsskarð, þar sem kvartað er yfir ágangi sauðfjár frá Syðra-Skörðugili og Halldórsstöðum, á heimallönd og ræktað land. Gera ábúendurnir þá kröfu að fjáreigendur þessara jarða haldi sínu fé í afgirtu landi sínu og/eða því landi sem þeir hafa heimild til að nýta þar til upprekstur á afrétt er leyfður. Vísað er til 33. grein laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. og 6. grein fjallskilasamþykktar Skagafjarðarsýslu frá árinu 2017. Einnig er vísað til 17. greinar reglugerðar nr. 511/2018 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að senda ábúendum Syðra-Skörðugils og Halldórsstaða tilmæli um að koma girðingum í lag fyrir 22. júní 2021 og af því loknu fá staðfestingu frá úttektarmönnum girðinga (RML) um að girðingarnar séu fjárheldar og senda til Kára Gunnarssonar umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 219 Erindið áður á fundi landbúnaðarnefndar þann 25. febrúar 2019. Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti fyrir fundarmönnum stöðu málsins. Ekkert veiðifélag nær yfir Bugavatn, Blönduvatn og Þúfnavatn. Unnið er að stofnun veiðifélags um þessi vötn og í vinnslu hjá Fiskistofu. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 219 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. mars 2021 frá Elisabeth Jansen þar sem hún óskar eftir að fá að taka á leigu beitiland við Hofsós, norðan við Hofsá og vestan Siglufjarðarvegar. Erindinu vísað til umsagnar landbúnaðarnefndar af fundi byggðarráðs þann 5. maí 2021.
Um þetta land hefur verið til munnlegur leigusamningur sem ekki hefur verið skráður í málakerfi sveitarfélagsins og viðkomandi leiguhafi hefur greitt leigu af landinu undangengin ár.
Landbúnaðarnefnd mælist til þess við byggðarráð að erindinu verði synjað og gengið verði frá skriflegum leigusamningi við núverandi leiguhafa um landið. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 219 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. maí 2021 frá Kára Gunnarssyni, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi minkaveiðimeð Húseyjarkvísl frá Jaðri að Saurbæ, sem hann hefur sinnt um árabil.
Óskar Kári eftir því að fá að sinna þessu verkefni áfram, með störfum sínum fyrir sveitarfélagið, en á móti býðst hann til að afsala sér veiðiverðlaunum.
Kári Gunnarsson vék af fundinum við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að heimila Kára Gunnarssyni að halda áfram minkaveiðum með þessu lagi. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 219 Lögð fram tillaga um breytt fyrirkomulag á verðlaunum fyrir hlaupadýr til annarra en ráðinna refaveiðimanna.
Skilyrði til að fá greitt fyrir hlaupadýr frá Sveitarfélaginu Skagafirði eru sem hér segir:
Dýrið sé veitt inna marka Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skottum þarf að skila inn fyrir 30. apríl ár hvert.
Að viðkomandi hafi gilt skotvopnaleyfi.
Skila inn dagsettri mynd ásamt staðsettum hnitum af dýri á þeim stað sem það er fellt.
Sé borið út æti skal framvísa gildu leyfi frá landeiganda og MAST um að viðkomandi hafi leyfi fyrir útburðinum.
Verðlaun verða 4.000 kr. til annarra en ráðinna veiðimanna að uppfylltum framangreindum skilyrðum.
Landbúnaðarnefnd samþykkir tillöguna.
Landbúnaðarnefnd samþykkir verktakasamning við Hafþór Smára Gylfason um refaveiði. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 219 Landbúnaðarnefnd brýnir fyrir landeigendum í sveitarfélaginu að halda við girðingum sínum og sérstaklega meðfram vegum, en víða er ástand girðinga í ábótavant. Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að láta birta auglýsingu í t.d. Sjónhorni um skyldur landeigenda varðandi girðingar og afla frekari gagna um ástand girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 219 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 28. maí 2021 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hinn 18. maí 2021 voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á jarðalögum, nr. 81/2004 (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskylda o.fl.), sem öðlast munu gildi 1. júlí n.k. Með þessu bréfi er leitast við að gefa yfirlit um helstu breytingar sem af þessu leiða. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 219 Lagður fram til kynnningar ársreikningur 2020 fyrir Fjallskilasjóð Hóla- og Viðvíkurdeildar. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
6.Skipulags- og byggingarnefnd - 408
Málsnúmer 2106017FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 408 Björn Magnús Árnason frá verkfræðistofunni Stoð ehf kynnti tillöguna. Einnig mættu á fundinn forsvarsmenn Hestamannafélagsins Skagfirðings.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 408. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 408 Verkfræðistofan Efla leggur fram drög að tillögu að deiliskipulagi allt að 50 íbúða íbúðabyggðar í framhaldi af Birkimel í Varmahlíð, til suðurs. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa. Nýtingarhlutfall er á bilinu 0,20 til 0,40 á hverri lóð. Gert er ráð fyrir stækkun svæðisins til vesturs og suðurs í endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, og þar með fjölgun húsa. Einnig er lögð fram deiliskipulagslýsing dags. 22.6.2021 unnin af Eflu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða lýsingu og mælist til að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Birkimelur í Varmahlíð - Deiliskipulag íbúðabyggðar" Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 408 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 408. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 408 Viggó Jónsson 131060-4249 f.h. Drangeyjarferða óskar eftir að fá að setja upp auglýsingaskilti austan vegar út á Reykjaströnd. Staðsetningu skiltis skv. meðfylgjandi gögnum, sýna að staðsetning skiltis yrði austan við ristahliðið sem er á Reykjarstrandarvegi.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir ítarlegri gögnum. Bókun fundar Afgreiðsla 408. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 408 Sigurmon Þórðarson kt. 221055-2339 og Signý Sigurmonsdóttir kt. 110290-3009 óska eftir nafnabreytingu/breytingu á heiti lands. Óskað er eftir að núverandi heiti Stóra-Gerði land, L146591, fái heitið Birkigerði.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 408. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. - 6.6 2106098 Brennigerðispartur (landnr. 145924) og Litla-Borg (landnr. 219345) - Umsókn um landskipti og samruna landa.Skipulags- og byggingarnefnd - 408 Heiðbjört Kristmundsdóttir, kt.190849-3179, þinglýstur eigandi jarðarinnar Brennigerðisparts, landnr. 145924, óskar eftir heimild til að stofna 1943 m² spildu úr landi jarðarinnar sem „Brennigerðispartur millispilda“ skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 729531 útg. 26. apríl 2021. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Óskað er eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð landnotkun verði íbúðarhúsalóð(10). Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Engin fasteign er á umræddri spildu.
Brennigerðispartur er ekki skráð lögbýli skv. Lögbýlaskrá 2020.
Þá óska Heiðbjört Kristmundsdóttir, kt. 190849-3179, þinglýstur eigandi Brennigerðisparts, L145924 og Gunnar Björn Ásgeirsson, kt.120860-4299, og Ellen Hrönn Haraldsson, kt. 190561-3729, þinglýstir eigendur lóðarinnar Litlu-Borgar, landnr. 219345, eftir því að útskipt spilda, Brennigerðispartur millispilda, verði sameinuð íbúðarhúsalóðinni Litlu-Borg undir landnúmerinu 219345. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur nr. S02 í verki 729531, útg. 26. apríl 2021 gerir grein fyrir málinu. Fyrir sameiningu er Litla-Borg 46,334,0 m², eftir sameiningu verður Litla-Borg 48,277 m².
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 408. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 408 Ingvar G. Sigurðarson, kt. 020884-3639, f.h. þinglýstra eigenda jarðarinnar Hamraborgar í Hegranesi L146384, óskar eftir heimild til að stofna byggingarreit á landinu fyrir aðstöðuhús/geymsluhúsnæði. Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur gerður af undirrituðum dagsettur 11.04.2021. Uppdrátturinn er í verki númer 3154, nr. S101.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 408. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 408 Skipulagsfulltrúi hefur sent bréf á lóðarhafa lóðarinnar númer 8, við Háeyri, þar sem farið var fram á að lóðinni yrði skilað inn til sveitarfélagsins, þar sem ekki hefur verið byggt hús á lóðinni frá því lóð var úthlutað árið 1999. Það er mat skipulagsfulltrúa að lóðarhafi hafi ekki brugðist við beiðni um skil á lóðinni með réttum hætti.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar til 3. gr. í þinglýstum lóðarleigusamningi dags. 10.12.2004, vegna Háeyrar 8 á Sauðárkróki. Þar sem segir m.a að hafi lóðarhafi ekki hafið framkvæmdir innan árs frá útgáfu lóðarleigusamnings skuli lóðinni skilað aftur til sveitarfélagsins endurgjaldslaust. Skipulags- og byggingarnefnd afturkallar lóðarúthlutun með vísan til framangreinds.
Bókun fundar Afgreiðsla 408. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 408 Erindi vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar í samræmi við samþykkt umhverfis- og samgöngunefndar 21. júní sl. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, skipulagsuppdrættir DS01, DS02 skilmálar og DS03 áfangaskipting, greinargerð og umhverfisskýrsla. Tillagan er unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu, dagsett 21. júní 2021.
Á þeim 25 árum frá því að gildandi deiliskipulag var staðfest hafa orðið töluverðar breytingar á landi, landnotkun, samfélagi og kröfum og forsendum þeirra sem nota hafnarsvæðið.
Deiliskipulagssvæðið samræmist afmörkun hafnarsvæðis samkvæmt vinnslutillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Svæðið afmarkast að sunnan af Suðurgarði, að vestan af Strandvegi og Eyrarvegi, norður að hringtorgi og þaðan til sjávar. Að norðan og austan af sjávarmáli. Stærð deiliskipulagssvæðis er um það bil 51,9 ha. Skipulagssvæðið hefur breyst töluvert á undanförnum áratugum þar sem landvinningar að norðanverðu hafa búið til töluvert landrými.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 408. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 408 Skipulagsfulltrúa falið að ræða við hönnuði í samræmi við umræður fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 408. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 408 Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 8.4.2021 fól nefndin skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við afmörkun lóða við Skógarstíg og Skólaveg í Varmahlíð. Við nánari skoðun telur nefndin nauðsynlegt að taka stærra svæði undir og leggur til að hafin verði endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir núverandi byggð í Varmahlíð. Bókun fundar Afgreiðsla 408. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 408 Umhverfisstofnun hefur í bréfi, dags. 19.5.2021, lýst yfir að frekari rannsókna sé þörf vegna olíumengunarslyss á Hofsósi og vegna hreinsunar á svæðinu. Guðmundur Siemsen lögmaður f.h. N1, hefur í bréfi dags. 11.6.2021, tilgreint að Verkfræðistofan Verkís hafi lagt fram tillögu til Umhverfisstofnunar að sýnatökusvæðum vegna fyrirhugaðrar hreinsunar á svæðinu, skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd telur eðlilegt að sótt verði um framkvæmdaleyfi fyrir prufuholum sem að ofan greinir, og felur skipulagsfulltrúa að gefa slík leyfi út í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123.2010 og í samræmi við reglugerð nr. 772.2012 um framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi" Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 408 Margrét Silja Þorkelsdóttir f.h. Vegagerðarinnar, sækir um framkvæmdaleyfi vegna áforma um að styrkja og breikka Reykjastrandaveg á um 5,5 km kafla frá Þverárfjallsvegi að Fagranesi, með það að markmiði að leggja á veginn bundið slitlag og bæta umferðaröryggi, skv. meðfylgjandi gögnum.
Áætlað er að efnistaka fari fram á þremur stöðum, í skeringum við Innstaland, í skeringum við Fagranes(Klukknaskriður) og úr Veðramótanámu. Vegagerðin óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, þ.e. hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrirhugaðar lagfæringar á Reykjastrandavegi séu löngu tímabærar, og telur umfang framkvæmdarinnar ekki þess eðlis að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Þá telur nefndin að þar sem um er að ræða lagfæringar á vegi í núverandi vegstæði þá muni verða lítil sem engin sjónræn áhrif vegna framkvæmdarinnar til lengri tíma litið. Ávinningurinn sé augljós, þ.e. bundið slitlag á núverandi veg.
Skipulags- og byggingarnefnd minnir á að í vinnslutillögu að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, eru ætlaðir reiðvegir með öllum stofn- og tengivegum, þar með töldum Reykjastrandavegi. Nefndin óskar eftir að tekið verði tillit til framangreinds við framkvæmdina.
Skipulags- og bygingarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Reykjastrandarvegur - Framkvæmdaleyfi" Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 408 Knútur Aadnegard leggur fram tillögu að deiliskipulagi, dagsetta 15.6.2021, fyrir "Laufsali" úr landi Miklahóls. Deiliskipulagið tekur til um 21 ha svæðis og afmarkast að vestan af landamerkjum Laufhóls, að norðan af landamerkjum Ásgarðs, að austan með Siglufjarðarvegi (76) og að sunnan af Laufhólsvegi (7762). Fyrir er á svæðinu eitt frístundahús og er áætlað að byggja íbúðarhús, aðstöðuhús og tvö frístundahús. Aðkoma að svæðinu er um aðkomuveg af Siglufjarðarvegi.
Skipulagsnefnd- og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Laufsalir - Miklihóll land 2 L221574. Deiliskipulag." Samþykkt samhljóða.
7.Umhverfis- og samgöngunefnd - 181
Málsnúmer 2106015FVakta málsnúmer
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 181 Björn Magnús Árnason, Eyjólfur Þórarinsson og Árni Ragnarsson starfsmenn hjá verkfræðistofunni Stoð kynna nýtt deiliskipulag hafnarsvæðis á Sauðárkróki.
Nefndin samþykkir skipulagið og vísar málinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulagsfulltrúi Rúnar Guðmundsson, Sigurður Ingvarsson starfsmaður skipulags- og byggingarfulltrúa, fulltrúar skipulags- og byggingarnefndar Einar Einarsson, Sveinn Úlfarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Regína Valdimarsdóttir og Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sátu þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 181 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. maí 2021 frá verkefnastjórn landsáætlunar í skógrækt; Kynning á drögum um landsáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar. Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
- 7.3 2105280 Tillaga þjónustusviðs Vegagerðarinnar um lækkun hámarkshraða á Sauðárkróksbraut 75-03, 04 og 05Umhverfis- og samgöngunefnd - 181 Vegagerðin leggur fram beiðni til samþykktar hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og Lögreglunni á Norðurlandi vestra tillögu vegaþjónustudeildar þjónustusviðs Vegagerðarinnar um lækkun hámarkshraða á Sauðárkróksbraut 75-03,04 og 05.
Tillagan er gerð að beiðni Norðursvæðis Vegagerðarinnar. Helstu rök fyrir lækkuninni eru m.a. niðurstöður úr úttekt á umferðaröryggi þjóðvega í þéttbýli Skagafjarðar.
Nefndin samþykkir tillögur Vegagerðarinnar um lækkum hámarkshraða á Sauðárkróksbraut 75-03, 04 og 05 og bendir á að með þessari breytingu er verið að auka öryggi gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda en óskar eftir að umferðarhraðinn verði einnig merktur á akrein. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu aftur til afgreiðslu umhverfis og samgöngunefndar. Samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 181. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 181 N1 hefur sótt um leyfi til frekari ransóknar á bensínleka í Hofsósi.
Nefndin fagnar því að markviss vinna við greiningu og gerð áætlunnar um aðgerðir við hreinsun liggur fyrir. Einnig samþykkir hún þá nálgun sem fram kemur í áætlun N1.
Úr samþykkt Umhverfisstonunar frá 1. júní 2021 "Umhverfisstofnun samþykkir tillögur N1 að sýnatökustöðum fyrir jarðvegsmælinar og frekari rannsóknir á dreifingu mengunar af völdum leka frá bensíntanki N1 á Hofsósi sem lögð var fram í bréfi dags. 1.júní 2021. Stofnunin telur brýnt að ráðast í þessar rannsóknir svo fljótt sem mögulegt er svo hægt sé að styðjast við niðurstöður þeirra við gerð áætlunar um hreinsun svæðisins sem stofnunin hefur óskað eftir að sendar verði stofnuninni eigi síðar en 15. júlí nk. Tekið skal fram að hafa skal samráð við stofnunina áður en farið er í hvers konar hreinsun á menguninni."
Nefndin vísar ósk um rannsóknar- og graftrarleyfi til skipulags- og byggingarnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 181 Þetta erindi varðar uppsöfnun á bændaplasti hjá okkur í Flokku, þar sem erfitt er orðið að flytja það út, flestir erlendu aðilarnir eru ýmist hættir eða að hætta að taka við bændaplasti frá Íslandi.
Í Hveragerði stendur ný og glæsileg verksmiðja sem endurvinnur plast. Þar á meðal bændaplast.
Þessar upplýsingar eru teknar af síðunni þeirra http://purenorth.is/
"Pure North Recycling endurvinnur plast með umhverfisvænum orkugjöfum og er jarðvarminn þar í aðalhlutverki. Í dag er Pure North Recycling eina fyrirtækið á Íslandi semendurvinnur plast að fullu. Í endurvinnslunni er óhreinum plastúrgangi breytt í plastperlur sem seldar eru til framleiðslu á nýjum plastvörum hér á landi og erlendis. Plastmengun er alvarlegt umhverfisvandamál af mannavöldum sem fer sívaxandi. Mikilvægt aðer hver þjóð verði sjálfbær með sínu hringrásarhagkerfi og endurvinni sitt plast. Markmið endurvinnslunnar er að plast verði aftur að plasti og að fullvinnslan skilji eftir sig sem minnst eða ekkert kolefnisspor en engin kemísk efni eru notuð við vinnsluna.Vinnsluaðferð Pure North Recycling er einstök á heimsvísu, umhverfisvæn og byggir á íslensku hugviti."
Verksmiðjuna vantar hráefni - plast - til þess að vinna en Úrvinnslusjóður sér sér ekki fært að koma til móts við okkur og hækka flutningsjöfnuðinn sem samsvarar flutningi frá Sauðárkróki til Hveragerðis. Á meðan erum við í patt stöðu og plastið safnast upp hjá okkur. Við sjáum fyrir okkur að þurfa að losna við um 150 tonn núna í vor.
Pure North fær endurvinnslugjaldið frá Úrvinnslusjóði og þeir eru tilbúnir að greiða okkur 10 kr/kg fyrir að skila efninu inn til þeirra. Spurningin er því hvort Sveitarfélagið sjái sér fært að greiða okkur 15 kr/kg til að standa undir kostnaði við að koma efninu til endurvinnslu innanlands.
Nefndin hafnar beiðni um að Sveitarfélagið styrki flutning á plasti til Hveragerðis og vísar beiðninni til afgreiðslu hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Einnig leggur nefndin til að Flokka sendi inn erindi til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Nefndin telur þetta óeðlilega mismunun á flutningskostnaði sem rétt væri að Jöfnunar- og Úrvinnslusjóðir kæmu að.
Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 181 Atli Már Traustason Syðri-Hofdölum, Smári Borgarsson Goðdölum og Steinn L. Rögnvaldsson Hrauni hafa óskað eftir fundi með umhverfis- og samgöngunefnd um stöðu sorphirðingar í dreifbýli í Skagafirði og framtíðarsýn varandi þann málaflokk.
Nefndin þakkar fyrir góðar ábendingar og samræður.
Atli Már Traustason og Steinn L. Rögnvaldsson sátu þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
8.Veitunefnd - 78
Málsnúmer 2106016FVakta málsnúmer
-
Veitunefnd - 78 Síkkun dælu í SK-28 í Hrolleifsdal gekk vel. Prufudæling er í gangi og verður spennandi að sjá hvaða niðurstöðum dælingin skilar. Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar veitunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 78 Hækkun á gjaldská hitaveitu var samþykkt á 411. fundi byggðarráðs frá 2. júní. Búið er að senda nýja gjaldskrá til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og mun hún taka gildi 1.7.2021.
Farið yfir afsláttarkjör rekstraraðila.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar veitunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 78 Samningur um borun vinnsluholu VH-20 við Reykjarhól í Varmahlíð hefur verið undirritaður og er borun hafin. Verkinu á að vera lokið fyrir lok ágúst mánaðar næstkomadi samkvæmt samningi. Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar veitunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 78 Bréf Samgöngu og sveitastjórnarráðuneytisins dagsett 7. maí s.l. vegna frumkvæðisathugunar á forsendum gjaldskrár-setningar vatnsveitna byggt á úrskurðir ráðuneytisins frá 15. mars 2019 ásamt leiðbeiningum ráðuneytisins um ákvörðun vatnsgjalds á grundvelli 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004.
Farið var yfir málefnið efnislega og sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs falið að svara bréfinu og senda til ráðuneytisins.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat þennan lið.
Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar veitunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 níu atkvæðum.
9.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 30
Málsnúmer 2106011FVakta málsnúmer
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 30 Á 29. fundi byggingarnefndar 21. apríl sl. var sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs falið að undirbúa útboð viðbyggingar við Sundlaug Sauðárkróks þar sem verkinu yrði áfangaskipt og verktími lengdur frá fyrra útboði.
Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Atli Gunnar Arnórsson frá Stoð ehf. kynntu tillögu að áfangaskiptingu framkvæmda við seinni hluta endurbóta og uppbyggingar við Sundlaug Sauðárkróks.
Byggingarnefnd samþykkir framlagðar tillögur fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs.
Bókun fundar Fundargerð 30. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
10.Byggðarráð Skagafjarðar - 972
Málsnúmer 2106025FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 972 Rætt um aurflóð sem fallið hafa í Skagafirði undanfarinn sólarhring og þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að tryggja öryggi fólks og forða frekara tjóni. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat þennan dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að veita sveitarstjóra fjármögnunarheimild til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja öryggi fólks, til hreinsunar o.fl. vegna aurflóðanna og felur sveitarstjóra jafnframt að vera í sambandi við Náttúruhamfaratryggingu Íslands vegna tjóna á húsum, innviðum og kostnaðar vegna aðgerða. Bókun fundar Afgreiðsla 972. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 972 Tekið fyrir minnisblað, dags. 28. júní 2021, frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og félagsmálastjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar um breytingu á barnaverndarlögum. Umfangsmiklar breytingar verða á stjórnsýslu barnaverndar og ýmsum þáttum sem snerta börn og þjónustu við fjölskyldur vegna lagabreytinga sem samþykktar voru á Alþingi í vor. Eru barnaverndarnefndir sveitarfélaga m.a. lagðar af en tekin upp barnaverndarþjónusta sem sveitarfélögin bera ábyrgð á. Umdæmi barnaverndarþjónustu skulu ná yfir svæði á búa a.m.k. 6000 íbúar og skal skipa sérstakt umdæmisráð barnaverndar á þjónustusvæðinu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja samtal við nágrannasveitarfélög Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fyrirkomulag og framkvæmd skipunar umdæmisráðs barnaverndar sem og samráð um þjónustu barnaverndar.
Bókun fundar Afgreiðsla 972. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 972 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 972. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 972 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 972. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 972 Tekið fyrir erindi frá Hjalta Steinþórssyni lögmanni, dags. 24. júní 2021, þar sem hann fyrir hönd íbúa við Kleifatún og Iðutún á Sauðárkróki óskar eftir upplýsingum og gögnum sem varða úthlutun lóðar nr. 9-11 við Kleifatún.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við skipulagsfulltrúa og lögmann sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 972. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 972 Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. júní 2021, þar sem kynnt er verkefni um verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum sem ætlað er að styðja sveitarfélög við að setja sér loftslagsstefnu í sínum rekstri. Verkfærakistan er mótuð í samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar með fjármagni frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Sambandið leitar eftir aðkomu nokkurra sveitarfélaga víðs vegar um landið við að prufa vefsíðu sem búið er að setja upp og veita nauðsynlega endurgjöf um þau gögn og upplýsingar sem eru í verkfærakistunni.
Fyrir liggur að 11 sveitarfélög hafa þegar boðið fram þátttöku í rýnivinnunni þannig að ekki er talin þörf á þátttöku fleiri sveitarfélaga að sinni.
Fyrirtækið Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) annaðist stjórn verkefnisins um verkfærakistuna en fyrirtækið vinnur jafnframt með Sveitarfélaginu Skagafirði að gerð umhverfisstefnu sveitarfélagsins með sérstakri áherslu á loftslagsmál. Sveitarfélagið mun því nýta sér verkfærakistuna í þeirri vinnu. Bókun fundar Afgreiðsla 972. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 972 Heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 135/2021, Framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum til 2030. Umsagnarfrestur er til og með 06.07.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 972. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
11.Kjörstaðir við Alþingiskosningar sept 2021
Málsnúmer 2106142Vakta málsnúmer
Lagt er til að kjörstaðir í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna kosninga til Alþingis sem ráðgerðar eru 25. september 2021 verði eftirtaldir: Skagasel, Bóknámshús FNV, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg, Grunnskólinn á Sólgörðum, Varmahlíðarskóli og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki Einnig samþykkir sveitarstjórn að fela byggðarráði að afgreiða til fullnaðar eftirtalin verkefni vegna alþingiskosninganna: að staðfesta kjörskrá, úrskurða um breytingar á kjörskrá og ráða til lykta öðrum málum sem kunna að heyra undir verksvið sveitarstjórnar í sambandi við kosningar.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
12.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir 2022
Málsnúmer 2105051Vakta málsnúmer
Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga leggur til að gjaldskrá safnsins verði sú sama á árinu 2022 og árinu 2021. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkti fyrirlagða gjaldskrá 2022 og vísaði til byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum
13.Hönnunarstaðall fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð
Málsnúmer 2006235Vakta málsnúmer
"Tekin til umfjöllunar hönnunarstaðall fyrir Sveitarfélagið Skagafjörður sem unnin var af Ólínu Einarsdóttur í samvinnu við starfsmenn atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir hönnunarstaðalinn og vísar honum til samþykktar í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar."
Framlagður hönnunarstaðall borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum
14.Birkimelur í Varmahlíð - Deiliskipulag íbúðabyggðar
Málsnúmer 2104001Vakta málsnúmer
“Verkfræðistofan Efla leggur fram drög að tillögu að deiliskipulagi allt að 50 íbúða íbúðabyggðar í framhaldi af Birkimel í Varmahlíð, til suðurs. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð , einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa. Nýtingarhlutfall er á bilinu 0,20 til 0,40 á hverri lóð. Gert er ráð fyrir stækkun svæðisins til vesturs og suðurs í endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, og þar með fjölgun húsa. Einnig er lögð fram deiliskipulagslýsing dags. 22.6.2021 Unnin af Eflu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða lýsingu og mælist til að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og send Skipulagsstofnun til umsagnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðar samþykkir með níu atkvæðum framlagða lýsingu og mælist til að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og send Skipulagsstofnun til umsagnar.
15.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi
Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer
“Umhverfisstofnun hefur í bréfi dags. 19. 5.2021, lýst yfir að frekari rannsókna sé þörf vegna olíumengunarslyss á Hofsósi og vegna hreinsunar á svæðinu. Guðmundur Siemsen lögmaður f.h. N1, hefur í bréfi dags. 11.6.2021, tilgreint að Verkfræðistofna Verkís hafi lagt fram tillögu til Umhverfisstofnunar, að sýnatökusvæðum vegna fyrirhugaðrar hreinsunar á svæðinu, skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd telur eðlilegt að sótt verði um framkvæmdaleyfi fyrir prufuholum sem að ofan greinir, og felur skipulagsfulltrúa að gefa slík leyfi út í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við reglugerð nr. 772.2012 um framkvæmdaleyfi?
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðar telur eðlilegt að sótt verði um framkvæmdaleyfi fyrir prufuholum sem að ofan greinir, og felur skipulagsfulltrúa að gefa slík leyfi út í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123.2010 og í samræmi við reglugerð nr. 772.2012 um framkvæmdaleyfi.
Samþykkt með níu atkvæðum.
16.Reykjastrandarvegur - Framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2106190Vakta málsnúmer
“Margrét Silja Þorkelsdóttir f.h. Vegagerðarinnar, sækir um framkvæmdaleyfi vegna áforma um styrkja og breikka Reykjastrandaveg á um 5,5 km kafla frá Þverárfjallsvegi að Fagranesi, með það að markmiði að leggja á veginn bundið slitlag og bæta umferðaröryggi, skv. meðfylgjandi gögnum.
Áætlað er að efnistaka fari fram á þremur stöðum, í skeringum við Innstaland, í skeringum við Fagranes(Klukknaskriður) og úr Veðramótanámu. Vegagerðin óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar, þ.e. hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrirhugaðar lagfæringar á Reykjastrandavegi séu löngu tímabærar, og telur umfang framkvæmdarinnar ekki þess eðlis að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Þá telur nefndin að þar sem um er að ræða lagfæringar á vegi í núverandi vegstæði þá muni verða lítil sem engin sjónræn áhrif vegna framkvæmdarinnar til lengri tíma litið. Ávinningurinn sé augljós, þ.e. bundið slitlag á núverandi veg.
Skipulags- og byggingarnefnd minnir á að í vinnslutillögu að endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035, eru ætlaðir reiðvegir með öllum stofn- og tengivegum, þar með töldum Reykjastrandavegi. Nefndin óskar eftir að tekið verði tillit til framangreinds við framkvæmdina.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa úr framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðar samþykkir umsókn Vegagerðarinnar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123.2010 og í samræmi við reglugerð nr. 772.2012 um framkvæmdaleyfi.
Samþykkt með níu atkvæðum.
17.Laufsalir - Miklihóll land 2 L221574. Deiliskipulag.
Málsnúmer 2008105Vakta málsnúmer
“Knútur Aadnegard leggur fram tillögu að deiliskipulagi dagsetta 15.6.2021, fyrir "Laufsali" úr landi Miklahóls. Deiliskipulagið tekur til um 21ha svæðis og afmarkast að vestan af landamerkjum Laufhóls, að norðan af landamerkjum Ásgarðs, að austan með Siglufjarðarvegi (76) og að sunnan af Laufhólsvegi (7762). Fyrir er á svæðinu eitt frístundahús og er áætlað að byggja íbúðarhús, aðstöðuhús og tvö frístundahús. Aðkoma að svæðinu er um aðkomuveg af Siglufjarðarvegi.
Skipulagsnefnd- og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðar samþykkir með níu atkvæðum, að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18.Kosning í byggðarráð 2021
Málsnúmer 2105254Vakta málsnúmer
Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í byggðarráð, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Gísli Sigurðsson, Stefán Vagn Stefánsson og Ólafur Bjarni Haraldsson.
Varamenn: Regína Valdimarsdóttir, Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Jóhanna Ey Harðardóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.
19.Kjör formanns og varaformanns byggðarráðs 2021
Málsnúmer 2105255Vakta málsnúmer
Forseti bar fram tillögu um Gísla Sigurðsson sem formann og Stefán Vagn Stefánsson sem varaformann. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þeir því rétt kjörnir.
20.Tilnefning áheyrarfullrúa í byggðarráð 2021
Málsnúmer 2105256Vakta málsnúmer
Aðalmaður Bjarni Jónsson og til vara Álfhildur Leifsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.
21.Kosning forseta sveitarstjórnar 2021
Málsnúmer 2105257Vakta málsnúmer
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hann því rétt kjörinn.
22.Kosning fyrsta varaforseta sveitarstjórnar 2021
Málsnúmer 2105259Vakta málsnúmer
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.
23.Kosning annars varaforseta sveitarstjórnar 2021
Málsnúmer 2105258Vakta málsnúmer
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.
24.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2021
Málsnúmer 2105260Vakta málsnúmer
Undirritaður leggur til að byggðarráð fái heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 1. júlí 2021 til og með 12. ágúst 2021.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með níu greiddum atkvæðum.
25.Stofnun fulltrúaráðs Skagfirskra leiguíbúða hses
Málsnúmer 2106099Vakta málsnúmer
Fulltrúaráðið er ráðgefandi fyrir stjórn, skal fylgjast með rekstri stofnunarinnar og hafa eftirlit með störfum stjórnar og framkvæmdastjóra.
Stjórnin samþykkir að stefna að því halda fulltrúaráðsfund í lok ágúst 2021 og felur framkvæmdastjóra að leita eftir tilnefningum í fulltrúaráðið frá viðkomandi aðilum.
Forseti gerir tillögu um eftirfarandi fulltrúa í ráðið:
Ólafur Bjarni Haraldsson, Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Jóhanna Ey Harðardóttir, Álfhildur Leifsdóttir, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Haraldur Þór Jóhannsson, Guðlaugur Skúlason.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar, samþykkt með níu atkvæðum.
26.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 30
Málsnúmer 2106009FVakta málsnúmer
27.Fundagerðir stjórnar SÍS 2021
Málsnúmer 2101003Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 16:50.
Samþykkt samhljóða.