Umhverfis- og samgöngunefnd - 181
Málsnúmer 2106015F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 412. fundur - 30.06.2021
Fundargerð 181. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 21. júní 2021 lögð fram til afgreiðslu á 412. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 181 Björn Magnús Árnason, Eyjólfur Þórarinsson og Árni Ragnarsson starfsmenn hjá verkfræðistofunni Stoð kynna nýtt deiliskipulag hafnarsvæðis á Sauðárkróki.
Nefndin samþykkir skipulagið og vísar málinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulagsfulltrúi Rúnar Guðmundsson, Sigurður Ingvarsson starfsmaður skipulags- og byggingarfulltrúa, fulltrúar skipulags- og byggingarnefndar Einar Einarsson, Sveinn Úlfarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Regína Valdimarsdóttir og Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sátu þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 181 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. maí 2021 frá verkefnastjórn landsáætlunar í skógrækt; Kynning á drögum um landsáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar. Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
- .3 2105280 Tillaga þjónustusviðs Vegagerðarinnar um lækkun hámarkshraða á Sauðárkróksbraut 75-03, 04 og 05Umhverfis- og samgöngunefnd - 181 Vegagerðin leggur fram beiðni til samþykktar hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og Lögreglunni á Norðurlandi vestra tillögu vegaþjónustudeildar þjónustusviðs Vegagerðarinnar um lækkun hámarkshraða á Sauðárkróksbraut 75-03,04 og 05.
Tillagan er gerð að beiðni Norðursvæðis Vegagerðarinnar. Helstu rök fyrir lækkuninni eru m.a. niðurstöður úr úttekt á umferðaröryggi þjóðvega í þéttbýli Skagafjarðar.
Nefndin samþykkir tillögur Vegagerðarinnar um lækkum hámarkshraða á Sauðárkróksbraut 75-03, 04 og 05 og bendir á að með þessari breytingu er verið að auka öryggi gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda en óskar eftir að umferðarhraðinn verði einnig merktur á akrein. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu aftur til afgreiðslu umhverfis og samgöngunefndar. Samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 181. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 181 N1 hefur sótt um leyfi til frekari ransóknar á bensínleka í Hofsósi.
Nefndin fagnar því að markviss vinna við greiningu og gerð áætlunnar um aðgerðir við hreinsun liggur fyrir. Einnig samþykkir hún þá nálgun sem fram kemur í áætlun N1.
Úr samþykkt Umhverfisstonunar frá 1. júní 2021 "Umhverfisstofnun samþykkir tillögur N1 að sýnatökustöðum fyrir jarðvegsmælinar og frekari rannsóknir á dreifingu mengunar af völdum leka frá bensíntanki N1 á Hofsósi sem lögð var fram í bréfi dags. 1.júní 2021. Stofnunin telur brýnt að ráðast í þessar rannsóknir svo fljótt sem mögulegt er svo hægt sé að styðjast við niðurstöður þeirra við gerð áætlunar um hreinsun svæðisins sem stofnunin hefur óskað eftir að sendar verði stofnuninni eigi síðar en 15. júlí nk. Tekið skal fram að hafa skal samráð við stofnunina áður en farið er í hvers konar hreinsun á menguninni."
Nefndin vísar ósk um rannsóknar- og graftrarleyfi til skipulags- og byggingarnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 181 Þetta erindi varðar uppsöfnun á bændaplasti hjá okkur í Flokku, þar sem erfitt er orðið að flytja það út, flestir erlendu aðilarnir eru ýmist hættir eða að hætta að taka við bændaplasti frá Íslandi.
Í Hveragerði stendur ný og glæsileg verksmiðja sem endurvinnur plast. Þar á meðal bændaplast.
Þessar upplýsingar eru teknar af síðunni þeirra http://purenorth.is/
"Pure North Recycling endurvinnur plast með umhverfisvænum orkugjöfum og er jarðvarminn þar í aðalhlutverki. Í dag er Pure North Recycling eina fyrirtækið á Íslandi semendurvinnur plast að fullu. Í endurvinnslunni er óhreinum plastúrgangi breytt í plastperlur sem seldar eru til framleiðslu á nýjum plastvörum hér á landi og erlendis. Plastmengun er alvarlegt umhverfisvandamál af mannavöldum sem fer sívaxandi. Mikilvægt aðer hver þjóð verði sjálfbær með sínu hringrásarhagkerfi og endurvinni sitt plast. Markmið endurvinnslunnar er að plast verði aftur að plasti og að fullvinnslan skilji eftir sig sem minnst eða ekkert kolefnisspor en engin kemísk efni eru notuð við vinnsluna.Vinnsluaðferð Pure North Recycling er einstök á heimsvísu, umhverfisvæn og byggir á íslensku hugviti."
Verksmiðjuna vantar hráefni - plast - til þess að vinna en Úrvinnslusjóður sér sér ekki fært að koma til móts við okkur og hækka flutningsjöfnuðinn sem samsvarar flutningi frá Sauðárkróki til Hveragerðis. Á meðan erum við í patt stöðu og plastið safnast upp hjá okkur. Við sjáum fyrir okkur að þurfa að losna við um 150 tonn núna í vor.
Pure North fær endurvinnslugjaldið frá Úrvinnslusjóði og þeir eru tilbúnir að greiða okkur 10 kr/kg fyrir að skila efninu inn til þeirra. Spurningin er því hvort Sveitarfélagið sjái sér fært að greiða okkur 15 kr/kg til að standa undir kostnaði við að koma efninu til endurvinnslu innanlands.
Nefndin hafnar beiðni um að Sveitarfélagið styrki flutning á plasti til Hveragerðis og vísar beiðninni til afgreiðslu hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Einnig leggur nefndin til að Flokka sendi inn erindi til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Nefndin telur þetta óeðlilega mismunun á flutningskostnaði sem rétt væri að Jöfnunar- og Úrvinnslusjóðir kæmu að.
Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 181 Atli Már Traustason Syðri-Hofdölum, Smári Borgarsson Goðdölum og Steinn L. Rögnvaldsson Hrauni hafa óskað eftir fundi með umhverfis- og samgöngunefnd um stöðu sorphirðingar í dreifbýli í Skagafirði og framtíðarsýn varandi þann málaflokk.
Nefndin þakkar fyrir góðar ábendingar og samræður.
Atli Már Traustason og Steinn L. Rögnvaldsson sátu þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.