Byggðarráð Skagafjarðar - 971
Málsnúmer 2106018F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 412. fundur - 30.06.2021
Fundargerð 971. fundar byggðarráðs frá 23. júní 2021 lögð fram til afgreiðslu á 412. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 971 Lagt fram bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, dagsett 15. júní 2021, þar sem óskað er eftir leyfi til að halda rallýkeppni 24. júlí 2021. Eknar verða sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal, auk þess sem ekið verður um Nafir ofan Sauðárkróks. Keppnin fer fram í samræmi við keppnisreglur AKÍS um aksturskeppnir. Fyrir liggur leyfi frá Vegagerðinni en einnig er sótt um leyfi til Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra og AKÍS, auk Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt. Bókun fundar Afgreiðsla 971. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 971 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. mars 2021 frá Elisabeth Jansen þar sem hún óskar eftir að fá að taka á leigu beitiland við Hofsós, norðan við Hofsá og vestan Siglufjarðarvegar
Erindið var áður tekið fyrir á 965. fundi byggðarráðs og þá vísað til umsagnar landbúnaðarnefndar. Landbúnaðarnefnd tók erindið fyrir á 219. fundi nefndarinnar og mælist til þess við byggðarráð að erindinu verði synjað og að gengið verði frá skriflegum leigusamningi við núverandi leiguhafa um landið. Bókun fundar Afgreiðsla 971. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 971 Undir þessum dagskrárlið sátu Gunnar Svavarsson og Páll Höskuldsson frá Eflu verkfræðistofu, ásamt fulltrúum úr umhverfis- og samgöngunefnd, þeim Ingibjörgu Huld Þórðardóttur og Steinari Skarphéðinssyni, og sveitarstjórnarfulltrúanum Regínu Valdimarsdóttur. Einnig sátu Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Valur Valsson verkefnastjóri þennan dagskrárlið.
Farið var yfir ýmis gögn og álitamál sem varða fyrirhugað útboð sorphirðu í Skagafirði. Samþykkt að vinna málið áfram út frá þeim línum sem lagðar voru á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 971. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 971 Lagt fram fundarboð um aðalfund Eyvindarstaðarheiðar ehf., þann 28. júní 2021, kl. 13:00 að Borgarmýri 1, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins og fari með atkvæðisrétt þess. Bókun fundar Afgreiðsla 971. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.