Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 972

Málsnúmer 2106025F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 412. fundur - 30.06.2021

Fundargerð 972. fundar byggðarráðs frá 30. júní 2021 lögð fram til afgreiðslu á 412. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 972 Rætt um aurflóð sem fallið hafa í Skagafirði undanfarinn sólarhring og þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að tryggja öryggi fólks og forða frekara tjóni. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat þennan dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir að veita sveitarstjóra fjármögnunarheimild til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja öryggi fólks, til hreinsunar o.fl. vegna aurflóðanna og felur sveitarstjóra jafnframt að vera í sambandi við Náttúruhamfaratryggingu Íslands vegna tjóna á húsum, innviðum og kostnaðar vegna aðgerða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 972. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 972 Tekið fyrir minnisblað, dags. 28. júní 2021, frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og félagsmálastjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar um breytingu á barnaverndarlögum. Umfangsmiklar breytingar verða á stjórnsýslu barnaverndar og ýmsum þáttum sem snerta börn og þjónustu við fjölskyldur vegna lagabreytinga sem samþykktar voru á Alþingi í vor. Eru barnaverndarnefndir sveitarfélaga m.a. lagðar af en tekin upp barnaverndarþjónusta sem sveitarfélögin bera ábyrgð á. Umdæmi barnaverndarþjónustu skulu ná yfir svæði á búa a.m.k. 6000 íbúar og skal skipa sérstakt umdæmisráð barnaverndar á þjónustusvæðinu.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja samtal við nágrannasveitarfélög Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fyrirkomulag og framkvæmd skipunar umdæmisráðs barnaverndar sem og samráð um þjónustu barnaverndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 972. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 972 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 972. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 972 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 972. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 972 Tekið fyrir erindi frá Hjalta Steinþórssyni lögmanni, dags. 24. júní 2021, þar sem hann fyrir hönd íbúa við Kleifatún og Iðutún á Sauðárkróki óskar eftir upplýsingum og gögnum sem varða úthlutun lóðar nr. 9-11 við Kleifatún.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við skipulagsfulltrúa og lögmann sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 972. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 972 Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. júní 2021, þar sem kynnt er verkefni um verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum sem ætlað er að styðja sveitarfélög við að setja sér loftslagsstefnu í sínum rekstri. Verkfærakistan er mótuð í samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar með fjármagni frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Sambandið leitar eftir aðkomu nokkurra sveitarfélaga víðs vegar um landið við að prufa vefsíðu sem búið er að setja upp og veita nauðsynlega endurgjöf um þau gögn og upplýsingar sem eru í verkfærakistunni.
    Fyrir liggur að 11 sveitarfélög hafa þegar boðið fram þátttöku í rýnivinnunni þannig að ekki er talin þörf á þátttöku fleiri sveitarfélaga að sinni.
    Fyrirtækið Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) annaðist stjórn verkefnisins um verkfærakistuna en fyrirtækið vinnur jafnframt með Sveitarfélaginu Skagafirði að gerð umhverfisstefnu sveitarfélagsins með sérstakri áherslu á loftslagsmál. Sveitarfélagið mun því nýta sér verkfærakistuna í þeirri vinnu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 972. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 972 Heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 135/2021, Framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum til 2030. Umsagnarfrestur er til og með 06.07.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 972. fundar byggðarráðs staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.