Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd - 291

Málsnúmer 2106026F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 413. fundur - 18.08.2021

Fundargerð 291. fundar félags- og tómstundanefndar frá 30. júní 2021 lögð fram til afgreiðslu á 413. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 291 Lögð fram ósk frá SEM samtökunum um styrk til kaupa á fjórum hjólastóla fjallahjólum. SEM samtökin munu hafa umsjón og viðhald með hjólunum og sjá til þess að lána þau endurgjaldslaust út m.a. í tengslum við endurhæfinguna á Grensás.

    Nefndin samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 krónur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 413. fundi sveitarstjórnar 18. júní 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 291 Lögð fram beiðni um styrk vegna niðurgreiðslu á bolum keppenda á vegum UMSS á unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina 2021. Á bolunum verður texti, þar sem aðrir keppendur eru boðnir velkomnir á unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 2022. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000 krónur til fyrirhugaðra bolakaupa. Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 413. fundi sveitarstjórnar 18. júní 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 291 Lögð fram beiðni um styrk vegna íþrótta- og leikjanámskeiða barna í Fljótum. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að veita styrk að upphæð 120.000 krónur til íþrótta- og leikjanámskeiða fyrir börn í Fljótum. Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 413. fundi sveitarstjórnar 18. júní 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 291 Lögð fram til kynningar aðgerðaráætlun 2021-2025 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 413. fundi sveitarstjórnar 18. júní 2021 með níu atkvæðum.