Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

291. fundur 30. júní 2021 kl. 15:00 - 15:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Erla Hrund Þórarinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Erla Hrund Þórarinsdóttir, verkefnastjóri
Dagskrá

1.SEM fuglinn fljúgandi - styrkumsókn

Málsnúmer 2106028Vakta málsnúmer

Lögð fram ósk frá SEM samtökunum um styrk til kaupa á fjórum hjólastóla fjallahjólum. SEM samtökin munu hafa umsjón og viðhald með hjólunum og sjá til þess að lána þau endurgjaldslaust út m.a. í tengslum við endurhæfinguna á Grensás.

Nefndin samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 krónur.

2.Unglingalandsmót á Sauðárkróki 2022 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2106196Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um styrk vegna niðurgreiðslu á bolum keppenda á vegum UMSS á unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina 2021. Á bolunum verður texti, þar sem aðrir keppendur eru boðnir velkomnir á unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 2022. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000 krónur til fyrirhugaðra bolakaupa.

3.Íþrótta- og leikjanámskeið Fljótum 2021

Málsnúmer 2106200Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um styrk vegna íþrótta- og leikjanámskeiða barna í Fljótum. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að veita styrk að upphæð 120.000 krónur til íþrótta- og leikjanámskeiða fyrir börn í Fljótum.

4.Aðgerðráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

Málsnúmer 2106059Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar aðgerðaráætlun 2021-2025 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Fundi slitið - kl. 15:45.