Fara í efni

Stofnun fulltrúaráðs Skagfirskra leiguíbúða hses

Málsnúmer 2106099

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 412. fundur - 30.06.2021

Samkvæmt samþykktum húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar 5.gr. skal skipa 12 manna fulltrúaráð. Átta þeirra skulu tilnefndir af stofnaðilanum Sveitarfélaginu Skagafirði. Þá skulu fjórir fulltrúaráðsmenn tilnefndir af leigjendum almennra íbúða í eigu húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar. Skulu tilnefningarnar vera til fjögurra ára. Fulltrúaráðsmaður getur hvorki verið stjórnarmaður né framkvæmdastjóri húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar. Ef fulltrúaráðsmaður segir af sér eða forfallast varanlega skulu viðkomandi tilnefningaraðilar tilnefna fulltrúa í hans stað eins fljótt og unnt er.
Fulltrúaráðið er ráðgefandi fyrir stjórn, skal fylgjast með rekstri stofnunarinnar og hafa eftirlit með störfum stjórnar og framkvæmdastjóra.
Stjórnin samþykkir að stefna að því halda fulltrúaráðsfund í lok ágúst 2021 og felur framkvæmdastjóra að leita eftir tilnefningum í fulltrúaráðið frá viðkomandi aðilum.

Forseti gerir tillögu um eftirfarandi fulltrúa í ráðið:
Ólafur Bjarni Haraldsson, Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Jóhanna Ey Harðardóttir, Álfhildur Leifsdóttir, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Haraldur Þór Jóhannsson, Guðlaugur Skúlason.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar, samþykkt með níu atkvæðum.