Fara í efni

Frumkvæðisathugun á forsendum gjaldskrársetningar vatnsveitna.

Málsnúmer 2106263

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 78. fundur - 24.06.2021

Bréf Samgöngu og sveitastjórnarráðuneytisins dagsett 7. maí s.l. vegna frumkvæðisathugunar á forsendum gjaldskrár-setningar vatnsveitna byggt á úrskurðir ráðuneytisins frá 15. mars 2019 ásamt leiðbeiningum ráðuneytisins um ákvörðun vatnsgjalds á grundvelli 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004.

Farið var yfir málefnið efnislega og sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs falið að svara bréfinu og senda til ráðuneytisins.

Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat þennan lið.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 80. fundur - 24.08.2021

Erindinu frá Samgöngu- og Sveitastjórnarráðuneytinu var svarað með bréfi þann 6.8.2021. Valin var sú leið að fylgja ekki þeirri tillögu sem lagt var upp með af Samorku þar sem að ekki þótti sýnt að Skagafjarðarveitur ættu samleið með þeirri afstöðu sem þar kom fram.

Sviðsstjóri fór yfir svarið sem sent var á ráðuneytið en í svarinu er meðal annars vísað í reglugerð um vatnsveitur nr_401_2005. Í 10. gr. reglugerðarinnar er eftirfarandi grein: "10. gr. Langtímaáætlun.
Stjórn vatnsveitu skal samþykkja langtímaáætlun fyrir veituna þar sem meðal annars er gerð grein fyrir áformum um framkvæmdir á hverju gjaldskrársvæði veitunnar á næstu fimm árum hið skemmsta. Langtímaáætlun skal gefa glögga mynd af áformum um rekstur, framkvæmdir og efnahag og gilda sem rammi við gerð árlegrar fjárhagsáætlunar, stefnumörkun, ákvörðun gjaldskrár og stjórnun vatnsveitunnar. Langtímaáætlun skal uppfærð árlega."

Undirbúningur að gerð áætlunar er þegar hafinn og skal hún liggja fyrir við gerð fjárhagsáætlunar árið 2022. Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að fylgja málinu eftir.

Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat þennan lið.