Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Frumkvæðisathugun á forsendum gjaldskrársetningar vatnsveitna.
Málsnúmer 2106263Vakta málsnúmer
2.Kaldavatnsöflun í Skagafirði - langtímaáætlun
Málsnúmer 2108150Vakta málsnúmer
Samkvæmt reglugerð nr. 401-2005 um vatnsveitur sveitarfélaga ber veitustjórnum að láta gera og samþykkja langtímaáætlun (5 - 10 ár) sem lögð skal fram árlega og höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar.
Hjá Skagafjarðarveitum er unnið að verkefnaáætlun. Í henni eru komandi verkefni Skagafjarðarveitna með kostnaðaráætlun. Frumdrög áætlunar voru lögð fram til kynningar.
Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna áfram að málinu.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat þennan lið.
Hjá Skagafjarðarveitum er unnið að verkefnaáætlun. Í henni eru komandi verkefni Skagafjarðarveitna með kostnaðaráætlun. Frumdrög áætlunar voru lögð fram til kynningar.
Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna áfram að málinu.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat þennan lið.
3.Aldur og ástand lagna í Varmahlíð.
Málsnúmer 2108145Vakta málsnúmer
Erindi barst frá Högna Elfari Gylfasyni þar sem að hann óskar eftir því að farið verði yfir aldur og ástand lagna í Varmahlíðarhverfinu.
Gunnar Björn Rögnvaldsson Verkefnastjóri hjá Skagafjarðarveitum tók saman stöðu hita- og vatnsveitu Varmahlíðar og fór yfir hana með Veitunefnd.
Gunnar Björn Rögnvaldsson Verkefnastjóri hjá Skagafjarðarveitum tók saman stöðu hita- og vatnsveitu Varmahlíðar og fór yfir hana með Veitunefnd.
4.Borun vinnsluholu VH-20 við Reykjarhól - samningur og verkframkvæmd
Málsnúmer 2106104Vakta málsnúmer
Borun hitaholu í Varmahlíð hefur gengið verr en gert var ráð fyrir. Erfið jarðlög hafa tafið framkvæmdina en vonast er til að búið sé að yfirstíga erfiðasta hjallann.
Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs gerði grein fyrir gangi mála.
Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs gerði grein fyrir gangi mála.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Sviðsstjóri fór yfir svarið sem sent var á ráðuneytið en í svarinu er meðal annars vísað í reglugerð um vatnsveitur nr_401_2005. Í 10. gr. reglugerðarinnar er eftirfarandi grein: "10. gr. Langtímaáætlun.
Stjórn vatnsveitu skal samþykkja langtímaáætlun fyrir veituna þar sem meðal annars er gerð grein fyrir áformum um framkvæmdir á hverju gjaldskrársvæði veitunnar á næstu fimm árum hið skemmsta. Langtímaáætlun skal gefa glögga mynd af áformum um rekstur, framkvæmdir og efnahag og gilda sem rammi við gerð árlegrar fjárhagsáætlunar, stefnumörkun, ákvörðun gjaldskrár og stjórnun vatnsveitunnar. Langtímaáætlun skal uppfærð árlega."
Undirbúningur að gerð áætlunar er þegar hafinn og skal hún liggja fyrir við gerð fjárhagsáætlunar árið 2022. Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að fylgja málinu eftir.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat þennan lið.