Lagt fram bréf frá Trostani Agnarssyni, dags. 28. júní 2021, þar sem hann fyrir hönd sóknarnefnar Reykjasóknar óskar eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður leggi til efni í endurnýjun girðingar í kringum kirkjugarðinn á Reykjum en sóknarnefndin sæi um framkvæmdina sjálfa. Byggðarráð minnir á að samkvæmt viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði og fleira, ber kirkjugarðsstjórn að láta sveitarfélagi tímanlega í té kostnaðaráætlun fyrir næsta ár vegna þeirra verka sem hún telur að sveitarfélagið eigi að kosta að hluta eða öllu leyti. Slík áætlun skal liggja fyrir eigi síðar en í byrjun október árið áður en framkvæmdir eru fyrirhugaðar nema sveitarstjórn hafi veitt rýmri frest. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða við Trostan um fyrirhugaða tímasetningu framkvæmdarinnar og kostnaðaráætlun.
Byggðarráð minnir á að samkvæmt viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði og fleira, ber kirkjugarðsstjórn að láta sveitarfélagi tímanlega í té kostnaðaráætlun fyrir næsta ár vegna þeirra verka sem hún telur að sveitarfélagið eigi að kosta að hluta eða öllu leyti. Slík áætlun skal liggja fyrir eigi síðar en í byrjun október árið áður en framkvæmdir eru fyrirhugaðar nema sveitarstjórn hafi veitt rýmri frest.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða við Trostan um fyrirhugaða tímasetningu framkvæmdarinnar og kostnaðaráætlun.