Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að taka mál 2011092 - sorpmál í Skagafirði - útboð 2021, á dagskrá með afbrigðum.
1.Sérstakt framlag Kaupfélags Skagfirðinga við samfélagsleg verkefni í Skagafirði
Málsnúmer 2107020Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, dags. 2. júlí 2021, þar sem tilkynnt er um bókun stjórnar Kaupfélags Skagfirðinga sem samþykkti á fundi 1. júlí sl. að leggja fram 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til samfélagslegra verkefna í Skagafirði. Eru þær hugsaðar sem stuðningur við verkefni á vegum sveitarfélaga í Skagafirði, sem ætluð eru til að bæta búsetugæði í héraði og margt annað er varðar umhverfi og búsetugæði. Með þessu meðal annars vill fyrirtækið undirstrika samfélagslega ábyrgð sína og skapa sem bestar aðstæður og umhverfi fyrir íbúa Skagafjarðar.
Byggðarráð þakkar veglega gjöf til uppbyggingar samfélagsins í Skagafirði og fagnar þeirri samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækið sýnir með þessum hætti. Slíkt er hvorki sjálfsagt né sjálfgefið.
Byggðarráð þakkar veglega gjöf til uppbyggingar samfélagsins í Skagafirði og fagnar þeirri samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækið sýnir með þessum hætti. Slíkt er hvorki sjálfsagt né sjálfgefið.
2.Reykjakirkjugarður endurnýjun girðingar
Málsnúmer 2106285Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Trostani Agnarssyni, dags. 28. júní 2021, þar sem hann fyrir hönd sóknarnefnar Reykjasóknar óskar eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður leggi til efni í endurnýjun girðingar í kringum kirkjugarðinn á Reykjum en sóknarnefndin sæi um framkvæmdina sjálfa.
Byggðarráð minnir á að samkvæmt viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði og fleira, ber kirkjugarðsstjórn að láta sveitarfélagi tímanlega í té kostnaðaráætlun fyrir næsta ár vegna þeirra verka sem hún telur að sveitarfélagið eigi að kosta að hluta eða öllu leyti. Slík áætlun skal liggja fyrir eigi síðar en í byrjun október árið áður en framkvæmdir eru fyrirhugaðar nema sveitarstjórn hafi veitt rýmri frest.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða við Trostan um fyrirhugaða tímasetningu framkvæmdarinnar og kostnaðaráætlun.
Byggðarráð minnir á að samkvæmt viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði og fleira, ber kirkjugarðsstjórn að láta sveitarfélagi tímanlega í té kostnaðaráætlun fyrir næsta ár vegna þeirra verka sem hún telur að sveitarfélagið eigi að kosta að hluta eða öllu leyti. Slík áætlun skal liggja fyrir eigi síðar en í byrjun október árið áður en framkvæmdir eru fyrirhugaðar nema sveitarstjórn hafi veitt rýmri frest.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða við Trostan um fyrirhugaða tímasetningu framkvæmdarinnar og kostnaðaráætlun.
3.Brúsabyggð 3 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2106305Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá Sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dags. 22. júní 2021, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Hjaltadals ferðaþjónustu ehf., kt. 480520-0250, dags. 22. júní 2021, um breytingu á gistileyfi þar sem fasteigninni Brúsabyggð 3 á Hólum í Hjaltadal er bætt við núverandi gistileyfi fyrirtækisins.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
4.Sorphreinsun í Skagafirði - útboð 2021 - Efla
Málsnúmer 2011092Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til viðræðna við forsvarsmenn Flokku ehf. um möguleg kaup Sveitarfélagsins Skagafjarðar á móttökustöð fyrirtækisins að Borgarteig 12.
5.Aðgerðir vegna aurflóða í Skagafirði
Málsnúmer 2106304Vakta málsnúmer
Þennan dagskrárlið sat einnig Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkævmdasviðs. Fjallað var um aðgerðir í tengslum við aurskriður í Varmahlíð og á skíðasvæðinu í Tindastóli.
Fundi slitið - kl. 13:30.