Aðgerðir vegna aurflóða í Skagafirði
Málsnúmer 2106304
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 973. fundur - 07.07.2021
Þennan dagskrárlið sat einnig Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkævmdasviðs. Fjallað var um aðgerðir í tengslum við aurskriður í Varmahlíð og á skíðasvæðinu í Tindastóli.
Byggðarráð samþykkir að veita sveitarstjóra fjármögnunarheimild til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja öryggi fólks, til hreinsunar o.fl. vegna aurflóðanna og felur sveitarstjóra jafnframt að vera í sambandi við Náttúruhamfaratryggingu Íslands vegna tjóna á húsum, innviðum og kostnaðar vegna aðgerða.