Gilstún 1-3 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2106307
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 411. fundur - 09.09.2021
Varðar grenndarkynningu vegna Gilstúns 1-3 á Sauðárkróki þar sem sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi . 21.október 2020, að grenndarkynna tillögu, sbr. bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 14. október 2020. Byggingarfulltrúi vísar byggingarleyfisumsókn ásamt framlögðum uppdráttum til nefndarinnar á grundvelli 10. gr laga nr. 160/2010 um mannvirki þar sem breyting hefur verið gerð á þeim uppdráttum sem lagðir voru fram með framangreindri grenndarkynningu og varðar breytingin vegghæð hússins þar sem útveggir eru hækkaðir um 17 til 40 sentimetra. Fylgjandi byggingarleyfisumsókn og framlögðum uppdráttum eru yfirlýsingar þeirra lóðarhafa sem grenndarkynnt var fyrri tillaga. Í yfirlýsingum kemur fram að ekki séu gerðar athugasemdir við framlagða breytta uppdrætti. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breyttar vegghæðir og vísar erindinu að öðru leiti til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 128. fundur - 30.09.2021
Knútur Aadnegard, kt. 020951-2069 f.h., K-taks, kt. 630693-2259 sækir um leyfi til að byggja parhús á lóðinni númer 1-3 við Gilstún á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættirnir gerðir af Þóri Guðmundssyni, kt. 040381-5389. Uppdrættir eru í verki HA2185, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 12.01.2021. Byggingaráform samþykkt.