Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
1.Birkimelur í Varmahlíð - Deiliskipulag íbúðabyggðar
Málsnúmer 2104001Vakta málsnúmer
Anna Bragadóttir, Verkfræðistofunni Eflu og Arnar Birgir Ólafsson, Teiknistofa Norðurlands sitja þennan lið fundar gegnum fjarfundarbúnað. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 25. ágúst sl. Anna leggur fram uppfærða tillögu að deiliskipulagi fyrir 15 íbúðalóðir við Birkimel í Varmahlíð, til suðurs, auk tillögu, greinargerð dags. 07.07.2021. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillagan gerir ráð fyrir blandaðri byggð einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa. Nýtingarhlutfall lóða á bilinu 0,30 til 0,40. Þá er gert er ráð fyrir stækkun íbúðasvæðisins til vesturs og suðurs í endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.Laugavegur - Beiðni um breytingu á götuheiti
Málsnúmer 2108268Vakta málsnúmer
Erna Geirsdóttir f.h. íbúa við Laugaveg í Varmahlíð leggur fram óundirritað erindi dags. 30.8.2021 þar sem fram kemur ósk um breitt götuheiti og málvenjur og að gatan fái heitið Laugarvegur.
2. júlí s.l. var birt aðsend grein í Feyki frá Rúnari Birgi Gíslasyni fyrrum íbúa við Laugaveg þar sem fram kemur að götuheitið Laugavegur í Varmahlíð væri rangt og Laugarvegur væri hið rétta. Skoraði Rúnar Birgir á Sveitarfélagið Skagafjörð að leiðrétta það þar sem við ætti s.s. hjá fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og víðar. Einnig benti hann á að á heimasíðu sveitarfélagsins mætti sjá þau spor að gatan væri ekki alltaf réttnefnd. Starfsfólks Héraðsskjalasafns Skagfirðinga las í gegnum fundargerðarbækur Byggingarnefndar og Hreppsnefndar Seyluhrepps sem varðveittar eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. í fundargerð Byggingarnefndar 13. maí 1980 var tekið fyrir mál vegna götunafna í Varmahlíðarhverfi. Þar bókað að gata frá hóteli að Úthlíð heiti Grundargata - frá suðri til norðurs. Ætla má að þar sé fyrsta tillaga að nafni á götuna sem ber nú nafnið Laugavegur. Í fundargerðarbók hreppsnefndar frá 14. maí 1980 er fallið frá ákvörðun byggingarnefndar um að nefna götuna Grundargata og er samþykkt í hreppsnefnd að nefna götuna Laugaveg. Í fundargerð byggingarnefndar frá 27. nóvember 1984 er tekið fyrir erindið: Bréf frá íbúum Laugavegs. í öllum fundargerðum umræddar bókar sem eftir koma á árunum 1984-1990 er alltaf talað um lóðir og byggingar við Laugaveg. Aldrei kemur fram nafnið Laugarvegur. Á skipulagsuppdrætti samþykktum af hreppsnefnd Seyluhrepps 11.03.1997 og Skipulagsstjóra ríkisins eru götunöfn Varmahlíðar skráð og gatan þar skrifuð Laugavegur. Að framangreindu virtu hafnar Skipulags- og byggingarnefnd umbeðinni nafnbreytingu götunnar.
2. júlí s.l. var birt aðsend grein í Feyki frá Rúnari Birgi Gíslasyni fyrrum íbúa við Laugaveg þar sem fram kemur að götuheitið Laugavegur í Varmahlíð væri rangt og Laugarvegur væri hið rétta. Skoraði Rúnar Birgir á Sveitarfélagið Skagafjörð að leiðrétta það þar sem við ætti s.s. hjá fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og víðar. Einnig benti hann á að á heimasíðu sveitarfélagsins mætti sjá þau spor að gatan væri ekki alltaf réttnefnd. Starfsfólks Héraðsskjalasafns Skagfirðinga las í gegnum fundargerðarbækur Byggingarnefndar og Hreppsnefndar Seyluhrepps sem varðveittar eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. í fundargerð Byggingarnefndar 13. maí 1980 var tekið fyrir mál vegna götunafna í Varmahlíðarhverfi. Þar bókað að gata frá hóteli að Úthlíð heiti Grundargata - frá suðri til norðurs. Ætla má að þar sé fyrsta tillaga að nafni á götuna sem ber nú nafnið Laugavegur. Í fundargerðarbók hreppsnefndar frá 14. maí 1980 er fallið frá ákvörðun byggingarnefndar um að nefna götuna Grundargata og er samþykkt í hreppsnefnd að nefna götuna Laugaveg. Í fundargerð byggingarnefndar frá 27. nóvember 1984 er tekið fyrir erindið: Bréf frá íbúum Laugavegs. í öllum fundargerðum umræddar bókar sem eftir koma á árunum 1984-1990 er alltaf talað um lóðir og byggingar við Laugaveg. Aldrei kemur fram nafnið Laugarvegur. Á skipulagsuppdrætti samþykktum af hreppsnefnd Seyluhrepps 11.03.1997 og Skipulagsstjóra ríkisins eru götunöfn Varmahlíðar skráð og gatan þar skrifuð Laugavegur. Að framangreindu virtu hafnar Skipulags- og byggingarnefnd umbeðinni nafnbreytingu götunnar.
3.Hólavegur 10 - Umsókn um innkeyrslu á lóð
Málsnúmer 2108248Vakta málsnúmer
Ingibjörg Anna Kristjánsdóttir kt. 280654-2999 eigandi íbúðar með fasteignanúmerið F2131759 sem er í fjöleignahúsi og stendur á lóð númer 10 við Hólaveg á Sauðárkróki sæki um leyfi til að gera bílastæði á sérnotafleti eignarinnar, (sunnan húss). Fram kemur í umsókn að eigandi íbúðar með fasteignanúmerið F2131760 sem er séreign í framangreindi fjöleignahúsi hafi kynnt sér framlögð gögn og geri ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd. Þá liggur fyrir umsögn eiganda einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 12 við Hólaveg þar sem fram kemur að ekki sé gerð athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið
4.Hólmagrund (229776) - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 2109036Vakta málsnúmer
Ragna Hrund Hjartardóttir kt.211169-4789, Elvar Hólm Hjartarson kt.141068-5209, Hjörtur Sævar Hjartarson kt.261161-3549 og Stefanía Sigfúsdóttir kt.310502-3240 þinglýstir eigendur jarðarinnar Hólmagrund, landnúmer 229776, óska eftir heimild til að stofna 43,05 ha spildu úr landi jarðarinnar. Sótt er um að útskipt spilda fái heitið „Vallholt“. Framlagður afstöðuuppdráttur nr. S01 í verki 724407 dagsettur. 11. ágúst 2021 gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Fyrir landskipti er Hólmagrund, L229776, 61,1 ha að stærð. Eftir landskiptin verður Hólmagrund, L229776, 18,05 ha að stærð. Útskipt spilda „Vallholt“ verður 43,05 ha að stærð. Heiti útskiptrar spildu vísar í nærliggjandi örnefni og landheiti. Fram kemur í umsókn að engin hlunnindi fylgi landskiptunum. Engin mannvirki eru skráð á útskipta spildu. Hólmagrund L229776, er ekki lögbýli skv. Lögbýlaskrá 2020. Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skerða ekki landbúnaðarsvæði. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
5.Helluland land I (222955) - Umsókn um nafnleyfi
Málsnúmer 2109037Vakta málsnúmer
Ragna Hrund Hjartardóttir kt.211169-4789 fh. Hvítu villunnar ehf. kt. 580314-0660 sem er eigandi Hellulands land I. L222955 óska eftir leyfi til að breyta heiti landsins og að nýtt landheiti verði Ásgrímsbakki. Umrætt land liggur innan eða að gömlu eyðibýli sem ekki hefur tilgreind landamerki og ber heitið Ásgrímsstaðir. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
6.Steinsstaðir lóð nr. 4 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2109059Vakta málsnúmer
Birgir Bragason kt. 040664-3869 og Sveinbjörg Þóra Ragnarsdóttir kt. 170266-4399 lýsa yfir áhuga á að fá úthlutað frístundahúsalóðinni Steinsstaðir lóð nr. 4, L 222091. Óska þau upplýsinga varðandi verð lóðar ásamt tengigjöldum veitna og tímaramma varðandi byggingarhraða.
Nefndin þakkar sýndan áhuga á lóðinni. Þá bendir nefndin á að vinna hefur verið í gangi varðandi hönnun veitustofna og leggur nefndin til að þeirri vinnu verði hraðað sem kostur er. Stefnt er á að auglýsa lóðir til úthlutunar á fyrri hluta árs 2022 í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Nefndin þakkar sýndan áhuga á lóðinni. Þá bendir nefndin á að vinna hefur verið í gangi varðandi hönnun veitustofna og leggur nefndin til að þeirri vinnu verði hraðað sem kostur er. Stefnt er á að auglýsa lóðir til úthlutunar á fyrri hluta árs 2022 í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
7.Gilstún 1-3 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2106307Vakta málsnúmer
Varðar grenndarkynningu vegna Gilstúns 1-3 á Sauðárkróki þar sem sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi . 21.október 2020, að grenndarkynna tillögu, sbr. bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 14. október 2020. Byggingarfulltrúi vísar byggingarleyfisumsókn ásamt framlögðum uppdráttum til nefndarinnar á grundvelli 10. gr laga nr. 160/2010 um mannvirki þar sem breyting hefur verið gerð á þeim uppdráttum sem lagðir voru fram með framangreindri grenndarkynningu og varðar breytingin vegghæð hússins þar sem útveggir eru hækkaðir um 17 til 40 sentimetra. Fylgjandi byggingarleyfisumsókn og framlögðum uppdráttum eru yfirlýsingar þeirra lóðarhafa sem grenndarkynnt var fyrri tillaga. Í yfirlýsingum kemur fram að ekki séu gerðar athugasemdir við framlagða breytta uppdrætti. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breyttar vegghæðir og vísar erindinu að öðru leiti til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
8.Iðutún 17 - Umsókn um lóðarstækkun
Málsnúmer 2105190Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá nefndarinnar 1. Júní sl., þá m.a. bókað.“ Ásbjörn Óttarsson kt. 161162-2809, leggur fram tillögu, með ósk um að fá heimild til að stækka lóð og byggingarreit 8m til norður, inn í skilgreint opið svæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar, skv. meðfylgjandi tillögu, unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við aðila máls.“ Nefndin hafnar umbeðinni lóðarstækkun til norðurs þar sem umbeðin stækkun lóðar liggur inn á svæði sem samkvæmt upphaflegu skipulagi er skilgreint sem útivistar og leiksvæði. Nefndin áréttar að ekki standi til að gera breytingar hvað varðar notkun eða afmörkun svæðisins.
9.Gilstún 22 - umsókn um lóðarstækkun
Málsnúmer 2108209Vakta málsnúmer
3. júní sl. sækja Sólveig B Fjólmundsdóttir kt. 180479-4309 og Rúnar Skarphéðinn Símonarson kt. 300873-4729 um stækkun lóðarinnar númer 22 við Gilstúni. Sótt er um 8-10 metra stækkun til vestur, að Iðutúni vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við einbýlishús sem stendur á lóðinni. Þá er óskað samtals varðandi endanlega stærð stækkunar sem og frágang á því svæði sem eftir mun standa. Jafnframt er óskað eftir því að erindið verði tekið fyrir sem fyrst vegna undirbúning framkvæmda. Nefndin hafnar umbeðinni lóðarstækkun til vesturs þar sem umbeðin stækkun lóðar liggi inn á svæði sem samkvæmt upphaflegu skipulagi er skilgreint útivistar og leiksvæði. Nefndin áréttar að ekki standi til breytingar hvað varðar notkun eða afmörkun svæðisins.
10.Skarðseyri 5 - Umsagnarbeiðni; Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki, aukin jarðgerð úrgangs
Málsnúmer 2108288Vakta málsnúmer
Ætla má að aukin jarðgerð á eigin úrgangi Steinullar hf. á Sauðárkróki falli undir B-flokk samkvæmt viðauka 1. sbr. lög nr. 106/2000 þar sem hámarksmagn efnis í jarðgerð getur farið úr tæpum 500 tonnum á ári í allt að 1.000 tonn á ári. Í fyrirspurn um matsskyldu er gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Steinullarvinnslan er háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar samkvæmt reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.
Þá kemur fram að framkvæmdin feli í sér jarðgerð á afmörkuðum efnisþáttum á eigin úrgangi verksmiðjunnar. Jarðgerðin fari fram á áður fullmótaðri lóð Steinullar. Engar viðbótar byggingar eða mannvirki eru reist vegna þessa.
Sigvatn frá efnishaug sé allt nýtt í framleiðsluferli verksmiðjunnar. Reynsla af jarðgerð í minni skala sé
góð og lykt lítil. Lyktarmengun frá jarðgerðinni sambærileg eða minni en áður. Afurðin er steinullarmolta sem hefur verið skráð sem jarðvegsbætandi efni hjá Matvælastofnun.
Aukin jarðgerð á eigin úrgangi Steinullar hf. hefur óveruleg áhrif á umhverfið.
Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Sú ályktun byggð á ofangreindu og sbr. 2. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum.
Þá kemur fram að framkvæmdin feli í sér jarðgerð á afmörkuðum efnisþáttum á eigin úrgangi verksmiðjunnar. Jarðgerðin fari fram á áður fullmótaðri lóð Steinullar. Engar viðbótar byggingar eða mannvirki eru reist vegna þessa.
Sigvatn frá efnishaug sé allt nýtt í framleiðsluferli verksmiðjunnar. Reynsla af jarðgerð í minni skala sé
góð og lykt lítil. Lyktarmengun frá jarðgerðinni sambærileg eða minni en áður. Afurðin er steinullarmolta sem hefur verið skráð sem jarðvegsbætandi efni hjá Matvælastofnun.
Aukin jarðgerð á eigin úrgangi Steinullar hf. hefur óveruleg áhrif á umhverfið.
Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Sú ályktun byggð á ofangreindu og sbr. 2. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum.
11.Melatún 5 - Tilkynning, stjórnsýslukæra
Málsnúmer 2108277Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála móttekið 30. ágúst sl.,
Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dagsett 27. ágúst sl. þar sem kærð er ákvörðun Skipulags- og byggingarnefndar frá 28. júlí sl., Þar sem skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytingu lóðarinnar númer 5 við Melatún á Sauðárkróki og að á lóðinni verði byggt parhús í stað einbýlishúss. Nefndin felur lögfræði sveitarfélagsins að skila greinargerð í málinu.
Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dagsett 27. ágúst sl. þar sem kærð er ákvörðun Skipulags- og byggingarnefndar frá 28. júlí sl., Þar sem skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytingu lóðarinnar númer 5 við Melatún á Sauðárkróki og að á lóðinni verði byggt parhús í stað einbýlishúss. Nefndin felur lögfræði sveitarfélagsins að skila greinargerð í málinu.
Fundi slitið - kl. 16:15.