Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 90
Málsnúmer 2107001F
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 974. fundur - 14.07.2021
Fundargerð 90. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 7. júlí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 974. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 90 Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Atla Degi Stefánssyni, dagsett 24.06.21, vegna útgáfutónleika hljómsveitarinnar Azpect sem haldnir verða í Ljósheimum 10 júlí nk. og verða opnir öllum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og vonar að áframhald verði á uppsveiflu á skagfirsku tónlistarlífi. Nefndin samþykkir að styrkja útgáfutónleikana um 90.000 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 974. fundi byggðarráðs þann 14. júlí 2021 með tveimur atkvæðum. Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 90 Lagðar fram hugmyndir um fyrirhugaða stefnumótun fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði fyrir árin 2021-2025.
Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 974. fundi byggðarráðs þann 14. júlí 2021 með þremur atkvæðum.