Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

90. fundur 07. júlí 2021 kl. 10:00 - 10:52 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
  • Inga Katrín D. Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Styrkbeiðni vegna útgáfutónleika

Málsnúmer 2106272Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Atla Degi Stefánssyni, dagsett 24.06.21, vegna útgáfutónleika hljómsveitarinnar Azpect sem haldnir verða í Ljósheimum 10 júlí nk. og verða opnir öllum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og vonar að áframhald verði á uppsveiflu á skagfirsku tónlistarlífi. Nefndin samþykkir að styrkja útgáfutónleikana um 90.000 kr.

2.Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði 2021-2025

Málsnúmer 2107007Vakta málsnúmer

Lagðar fram hugmyndir um fyrirhugaða stefnumótun fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði fyrir árin 2021-2025.

Fundi slitið - kl. 10:52.