Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi - 2
Málsnúmer 2107017F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 413. fundur - 18.08.2021
Fundargerð 2. fundar byggingarnefndar skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi frá 29. júlí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi - 2 Kynnt var hönnun leikskólalóðar við nýjan leikskóla á Hofsósi en hönnunin var unnin af verkfræðistofunni Verkís í nánu samráði við Sveitarfélagið Skagafjörð og skólastjórnendur grunn- og leikskóla á Hofsósi.
Byggingarnefnd samþykkir að leggja til við byggðarráð að ráðast í gerð verðfyrirspurnar vegna framkvæmdar leikskólalóðar við nýjan leikskóla á Hofsósi á grundvelli þeirrar hönnunar sem unnin hefur verið.
Bókun fundar Fundargerð 2. fundar byggingarnefndar skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 18. ágúst 2021 með níu atkvæðum.