Fara í efni

Sérstakt framlag Kaupfélags Skagfirðinga við samfélagsleg verkefni í Skagafirði

Málsnúmer 2107020

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 973. fundur - 07.07.2021

Lagt fram bréf frá kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, dags. 2. júlí 2021, þar sem tilkynnt er um bókun stjórnar Kaupfélags Skagfirðinga sem samþykkti á fundi 1. júlí sl. að leggja fram 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til samfélagslegra verkefna í Skagafirði. Eru þær hugsaðar sem stuðningur við verkefni á vegum sveitarfélaga í Skagafirði, sem ætluð eru til að bæta búsetugæði í héraði og margt annað er varðar umhverfi og búsetugæði. Með þessu meðal annars vill fyrirtækið undirstrika samfélagslega ábyrgð sína og skapa sem bestar aðstæður og umhverfi fyrir íbúa Skagafjarðar.
Byggðarráð þakkar veglega gjöf til uppbyggingar samfélagsins í Skagafirði og fagnar þeirri samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækið sýnir með þessum hætti. Slíkt er hvorki sjálfsagt né sjálfgefið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 978. fundur - 25.08.2021

Lagt fram bréf dagsett 2. júlí 2021 frá Kaupfélagi Skagfirðinga varðandi sérstakt framlag Kaupfélags Skagfirðinga við samfélagsleg verkefni í Skagafirði. Stjórn Kaupfélags Skagfirðinga bókaði svo á fundi sínum þann 1. júlí s.l.:
Kaupfélag Skagfirðinga samþykkir að leggja fram 200 milljónir króna á næstu tveim árum til samfélagslegra verkefna í Skagafirði.
Þessar 200 milljónir eru hugsaðar sem stuðningur við verkefni á vegum sveitarfélaga í Skagafirði, sem ætluð eru til að bæta búsetugæði í héraði, meðal annars með því að leggja og bæta göngustíga, malbika sérstök svæði, fjölga útivistarsvæðum, byggja upp skíðasvæðið í Tindastóli, bæta félagsaðstöðu íbúa og margt annað er varðar umhverfi og búsetugæði.
Með þessu meðal annars, vill fyrirtækið undirstrika samfélagslega ábyrgð sína og skapa sem bestar aðstæður og umhverfi fyrir íbúa Skagafjarðar.
Af hálfu Kaupfélags Skagfirðinga verða í samráðshóp varðandi verkefnið: Stjórnarformaður KS, varaformaður KS og ritari stjórnar KS. Auk þess kaupfélagsstjóri, aðstoðarkaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri FISK-Seafood.
Byggðarráð samþykkir að fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í samráðshópnum verði fulltrúar byggðarráðs og sveitarstjóri.