Fjárhagsáætlun 2022 - 2025
Málsnúmer 2108116
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 987. fundur - 25.10.2021
Lögð fram fjárhagsáætlun 2022-2025 til fyrri umræðu.
Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 416. fundur - 27.10.2021
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2022 er hér lögð fram til fyrri umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóða. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðarheiði ehf. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 6.737 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 5.868 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 6.225 m.kr., þar af A-hluti 5.629 m.kr. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 512 m.kr. Afskriftir nema 261 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 250 m.kr. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 1 m.kr.
Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 239 m.kr. Afskriftir nema 159 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 201 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 121 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2022, 11.504 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 8.638 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 8.280 m.kr. Þar af hjá A-hluta 7.059 m.kr. Eigið fé er áætlað 3.224 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 28,02%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.579 m.kr. og eiginfjárhlutfall 18,28%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 220 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 480 m.kr.
Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2022-2024 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2023 eru 6.972 m.kr., fyrir árið 2024 7.202 m.kr. og fyrir árið 2025 7.441 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð neikvæð fyrir árið 2023 um 32 m.kr., en jákvæð fyrir næstu ár þar á eftir, þ.e. fyrir árið 2024 um 41 m.kr. og fyrir árið 2025 um 116 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2023 verði 472 m.kr., fyrir árið 2024 verði það 545 m.kr. og fyrir árið 2025 verði það 619 m.kr.
Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2022-2025 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 6.737 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 5.868 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 6.225 m.kr., þar af A-hluti 5.629 m.kr. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 512 m.kr. Afskriftir nema 261 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 250 m.kr. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 1 m.kr.
Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 239 m.kr. Afskriftir nema 159 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 201 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 121 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2022, 11.504 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 8.638 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 8.280 m.kr. Þar af hjá A-hluta 7.059 m.kr. Eigið fé er áætlað 3.224 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 28,02%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.579 m.kr. og eiginfjárhlutfall 18,28%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 220 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 480 m.kr.
Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2022-2024 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2023 eru 6.972 m.kr., fyrir árið 2024 7.202 m.kr. og fyrir árið 2025 7.441 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð neikvæð fyrir árið 2023 um 32 m.kr., en jákvæð fyrir næstu ár þar á eftir, þ.e. fyrir árið 2024 um 41 m.kr. og fyrir árið 2025 um 116 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2023 verði 472 m.kr., fyrir árið 2024 verði það 545 m.kr. og fyrir árið 2025 verði það 619 m.kr.
Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2022-2025 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 993. fundur - 07.12.2021
Vinnufundur byggðarráðs vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árin 2022-2025.
Fundurinn hófst á yfirferð um málaflokka 02-félagsmál og 06-æskulýðs- og íþróttamál. Guðný Axelsdóttir formaður félags- og tómstundanefndar, Atli Már Traustason nefndarmaður, Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri, Þorvaldur Gröndal frístundastjóri og Erla Hrund Þórarinsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.
Guðný, Atli Már, Gréta Sjöfn, og Þorvaldur viku af fundi kl. 15:40.
Næst var farið yfir málaflokk 04-fræðslumál. Axel Kárason formaður fræðslunefndar og Selma Barðdal fræðslufulltrúi komu inn á fundinn.
Viku gestirnir af fundi kl. 16:20.
Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri kom inn á fundinn til umræðu um málaflokk 07-bruna- og almannavarnir. Svavar vék af fundi kl. 16:50.
Að lokum var farið yfir fjárhagsáætlun landbúnaðarmála. Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sá um kynninguna.
Byggðarráð þakkar kynningarnar og góða vinnu við áætlunargerðina.
Fundurinn hófst á yfirferð um málaflokka 02-félagsmál og 06-æskulýðs- og íþróttamál. Guðný Axelsdóttir formaður félags- og tómstundanefndar, Atli Már Traustason nefndarmaður, Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri, Þorvaldur Gröndal frístundastjóri og Erla Hrund Þórarinsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.
Guðný, Atli Már, Gréta Sjöfn, og Þorvaldur viku af fundi kl. 15:40.
Næst var farið yfir málaflokk 04-fræðslumál. Axel Kárason formaður fræðslunefndar og Selma Barðdal fræðslufulltrúi komu inn á fundinn.
Viku gestirnir af fundi kl. 16:20.
Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri kom inn á fundinn til umræðu um málaflokk 07-bruna- og almannavarnir. Svavar vék af fundi kl. 16:50.
Að lokum var farið yfir fjárhagsáætlun landbúnaðarmála. Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sá um kynninguna.
Byggðarráð þakkar kynningarnar og góða vinnu við áætlunargerðina.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 994. fundur - 08.12.2021
Vinnufundur byggðarráðs vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árin 2022-2015.
Fundurinn hófst á yfirferð verkefna í umsjón atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Málaflokkur 05-menningarmál og 13-atvinnumál. Til viðræðu komu Gunnsteinn Björnsson formaður nefndarinnar og Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri. Véku þeir af fundinum kl. 09:50.
Næstir á vettvang voru Haraldur Þór Jóhannsson formaður veitunefndar og Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og kynntu áætlun Skagafjarðarveitna, vatns-, sjó- og hitaveitu. Haraldur vék af fundi kl. 10:20.
Guðlaugur Skúlason varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar kom á fundinn. Hann og Steinn Leó fóru yfir málaflokka 08-sorpmál, 10-umferðar- og samgöngumál, 11-umhverfismál, 61-Hafnarsjóð Skagafjarðar, 69-Fráveitu Skagafjarðar. Í lokin fór Steinn yfir málaflokk 31-eignasjóð. Véku þeir af fundi kl. 10:50.
Næst var röðin komin að skipulags- og byggingarnefnd. Einar E. Einarsson formaður nefndarinnar og Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Einnig sat Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi fundinn. Umfjöllun um málaflokkinn lauk kl. 11.20 og véku þau af fundi.
Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fór yfir málaflokk 00-skatttekjur og 21-sameiginlegur kostnaður. Lauk yfirferðinni kl. 11:50.
Næst kom Steinn Leó Sveinsson inn á fundinn til að kynna viðhaldsáætlanir og fjárfestingar ársins 2022. Vék hann af fundi kl. 13:00.
Byggðarráð þakkar kynningarnar og góða vinnu við áætlunargerðina.
Fundurinn hófst á yfirferð verkefna í umsjón atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Málaflokkur 05-menningarmál og 13-atvinnumál. Til viðræðu komu Gunnsteinn Björnsson formaður nefndarinnar og Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri. Véku þeir af fundinum kl. 09:50.
Næstir á vettvang voru Haraldur Þór Jóhannsson formaður veitunefndar og Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og kynntu áætlun Skagafjarðarveitna, vatns-, sjó- og hitaveitu. Haraldur vék af fundi kl. 10:20.
Guðlaugur Skúlason varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar kom á fundinn. Hann og Steinn Leó fóru yfir málaflokka 08-sorpmál, 10-umferðar- og samgöngumál, 11-umhverfismál, 61-Hafnarsjóð Skagafjarðar, 69-Fráveitu Skagafjarðar. Í lokin fór Steinn yfir málaflokk 31-eignasjóð. Véku þeir af fundi kl. 10:50.
Næst var röðin komin að skipulags- og byggingarnefnd. Einar E. Einarsson formaður nefndarinnar og Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Einnig sat Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi fundinn. Umfjöllun um málaflokkinn lauk kl. 11.20 og véku þau af fundi.
Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fór yfir málaflokk 00-skatttekjur og 21-sameiginlegur kostnaður. Lauk yfirferðinni kl. 11:50.
Næst kom Steinn Leó Sveinsson inn á fundinn til að kynna viðhaldsáætlanir og fjárfestingar ársins 2022. Vék hann af fundi kl. 13:00.
Byggðarráð þakkar kynningarnar og góða vinnu við áætlunargerðina.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 995. fundur - 13.12.2021
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2022-2025.
Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2022-2025 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2022-2025 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 419. fundur - 15.12.2021
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2022-2025 er lögð fram til síðari umræðu.
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlunina.
Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess.
Forsendur fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2022 og áætlunar fyrir árin 2023-2025 byggja meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára.
Áætlun ársins 2022 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 6.824 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 5.921 m.kr.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 6.496 m.kr., þ.a. A-hluti 5.805 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 571 m.kr, afskriftir nema 243 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 242 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætluð jákvæð, samtals með 86 m.kr. í rekstrarafgang.
Rekstrarafgangur A-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 264 m.kr, afskriftir nema 147 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 211 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 95 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2022, 11.696 m.kr., þ.a. eignir A-hluta 8.723 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 8.440 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 7.158 m.kr. Eigið fé er áætlað 3.256 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 27,84%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.565 m.kr. og eiginfjárhlutfall 17,94%.
Ný lántaka er áætluð 570 m.kr. hjá samstæðunni í heild og afborganir eldri lána og skuldbindinga verða um 572 m.kr. Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 1.481 m.kr. hjá samstæðunni, þar af 1.351 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 123,7% og skuldaviðmið 101,1%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 249 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 544 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 199 m.kr. hjá samstæðunni í heild.
Ólafur Bjarni Haraldsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Samráð við minnihluta sveitarstjórnar hefur aukist jafnt og þétt á kjörtímabilinu og má segja að það hafi verið góð samvinna við gerð þessarar áætlunar. Það að sem flest sjónarmið komi fram við ákvarðanatöku um málefni sveitarfélagsins leiðir almennt af sér betri niðurstöður.
Við hjá Byggðalista höfum samþykkt allar gjaldskrárbreytingar sveitarfélagsins eftir umræðu og vinnufundi í nefndum. Flestar þeirra miða við áætlaða hækkun verðlags á árinu 2022. Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar hækkar talsvert á milli ára en samkvæmt lögum ber okkur að rukka gjald sem nægir fyrir kostnaði við meðhöndlun þess. Það er góð og gild stefna, að rukka fyrir kostnaði í þessum málaflokkki. Hinsvegar þá gefur auga leið að landmikil fjölkjarna sveitarfélög eins og okkar njóta ekki sömu stærðarhagkvæmni og t.d. sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Þessi málaflokkur mun bara stækka, og því er afar mikilvægt að við kjörnir fulltrúar eigum samtöl við löggjafan, og tryggjum að hér verði ekki til gjaldstofn sem vegur að jöfnun búsetuskilyrða yfir landið.
Samstæðan í heild skilar jákvæðum rekstrarafgangi, en rekstur A hluta er áætlaður neikvæður. Það er verðugt verkefni að snúa rekstrarniðurstöðu A hluta við, en öflugt atvinnulíf, jákvæð íbúaþróun og mannauður sveitarfélagsins mun gera það verkefni auðveldara fyrir okkur kjörna fulltrúa, og ef ráðdeild er gætt mun sá viðsnúningur raungerast í okkar þriggja ára áætlun.
Framkvæmdaráætlun sveitarfélagsins er ansi metnaðarfull, og einhver gæti sagt að hún beri þess merki að það sé kosningaár frammundan. Við teljum þó að flestar þessara framkvæmda séu þarfar, og sumar hreinlega nauðsynlegar. Einnig munar miklu um styrk sem sveitarfélögin í skagafirði fengu til samfélagslegra verkefna, en hann eykur framkvæmdagetuna svo um munar. Meðal þeirra framkvæmda sem okkur eru hugleikin eru til dæmis fyrirhugaðar framkvæmdir við Varmahlíðarskóla, aðgengismál við Félagsheimilið Bifröst, endurnýjun gatna í Varmahlíð, gatnagerð nýrra gatna á Sauðárkróki og Varmahlíð, endurbætur á leikskólalóð á Hólum og hönnun og Jarðvegsvinna við íþróttahús á Hofsósi, svo fátt eitt sé nefnt. Verið er að bregðast við aukinni þörf á leikskólaplássum á Sauðárkróki, en þar þurfum við svo að halda áfram og huga að fjölgun til framtíðar. Fyrir þessum verkefnum höfum við talað, og það er ánægjulegt þegar samstaða ríkir innan sveitarstjórnar um svo mikilvæg málefni.
Hinsvegar höfum við haft aðrar hugmyndir um uppbyggingu nýs menningarhúss á Sauárkróki, en með áframhaldandi samvinnu teljum við að hægt sé að nýta fjármuni af skynsemi, með það í huga að íþyngja ekki rekstri sveitarfélagsins til muna.
Við teljum þessa áætlun bera þess merki að Byggðalisti bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum, þó vissulega séu ekki allir hlutir eftir okkar höfði. Þessvegna teljum við vera við hæfi að samþykkja hana eins og hún er fyrir lögð, en ýtrekum jafnframt mikilvægi þess að þær framkvæmdir sem við höfum fjallað um hefjist svo fljótt sem kostur er.
Að lokum viljum við þakka samstarfsfólki í nefndum og sveitarstjórn, sveitarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins sem og íbúum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða, og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.
Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir
Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
Forseti og sveitarstjórnarfulltrúarFyrir ári síðan vorum við hér og töluðum um tímabundið ástand vegna farsóttar. Ljóst er að ástandið var ekki tímabundið, það varir enn og enginn veit hve lengi áfram. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur þó ekki orðið eins illa fyrir barðinu á þessum vágesti eins og mörg önnur sveitarfélög. Atvinnuleysi er í lágmarki og íbúum hefur fjölgað í fiðrinum á árinu. Skagfirðingar njóta fjölbreyttra atvinnuvega og sterkra fyrirtækja. Fasteignaverð hér um slóðir hefur hækkað umtalsvert og höfnin eykur starfsemi sína jafnt og þétt, hvorutveggja skilar inn verulegum viðbótartekjum fyrir sveitarfélagið. Í ljósi þess að sveitarfélagið stendur ágætlega að vígi, er mikilvægt að skerða hvorki þjónustu eða hækka gjaldskrár nema af brýnni nauðsyn. Sveitarfélagið má ekki missa fótanna í að efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og því leggja VG og óháð áherslu á að sveitarfélagið bjóði upp á góða og ódýra þjónustu við börn og barnafólk. Við styðjum því ekki gjaldskrárhækkanir meirihlutans og Byggðarlistans hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöldum grunn- og leikskóla og að auknum kostnaði sé þannig velt yfir á fjölskyldufólk. Leikskólagjöld í Skagafirði hafa farið frá því undanfarin ár að vera þau lægstu á landinu líkt og þau voru undir forystu VG og óháðra í þáverandi meirihluta, yfir að vera með þeim hæstu eins og nýleg úttekt ASÍ á leikskólagjöldum greinir frá. Það er sorgleg þróun hjá sveitarfélagi sem telur sig vera fjölskylduvænt. Hins vegar má sífellt endurskoða hvaða gjaldaliðir falla ekki undir grunnþjónustu en eru sveitarfélaginu kostnaðarsamir. Þar má nefna saminga við einkafyrirtæki sem eru bæði kostnaðarsamir og með þeim hætti að sveitarfélagið missir ákvörðunartökurétt sinn. Þannig er samningi er varðar upplýsingamiðstöð sem staðsett er í Aðalgötu 21 háttað, húsnæði í eigu sveitarfélagsins sem einkafyrirtæki fær leigulaust til afnota. Vegna þessa samnings er það þetta sama einkafyrirtæki sem ákvarðar fjölda stöðugilda sveitarfélagsins í upplýsingamiðstöðinni og er því ekki hægt að draga úr þeirri þjónustu í ferðamannasamdrætti covid 19 með tilheyrandi sparnaði. Sveitarfélagið Skagafjörður er því að greiða tæplega 15 milljónir á árinu fyrir þessa þjónustu, sem til að mynda þjónar til borðs á veitingastað í einkaeigu sem hýstur er á sama stað og upplýsingamiðstöðin.
Samtal við íbúa má ennþá stórbæta þó stigin hafi verið skref í þá átt á kjörtímabilinu. Íbúar eiga að hafa sitt að segja um ákvarðanir vegna stórra framkvæmda eða þjónustubreytinga. Það er því ánægjulegt að vita til þess að væntanleg ákvörðun um sorphirðu í sveitarfélaginu tekur tillit til vilja íbúanna með einfaldri íbúakönnun. En sorpmál hafa verið í gríðarlegum ólestri allt kjörtímabilið, bæði hefur þjónusta eða skortur á þjónustu í dreifbýli verið gagnrýnd mjög af þeim sem þar búa, en einnig hafa sorpmálin verið rekin með tugmilljónkróna tapi árlega. Það er með ólíkindum að ekki hafi tekist á þessum árum að finna leið til að láta notendur greiða fyrir sorpið með sanngjörnum hætti eftir notkun hvers og eins þannig að málaflokkurinn standi undir sér. Framundan eru því stórauknar álögur á hinn almenna íbúa til að loka skuldagatinu í sorpmálum.
Stytting vinnuvikunnar hefur verið áskorun fyrir sveitarfélagið okkar eins og víða annarsstaðar. Við sem erum í sveitarstjórn þurfum að gæta þess að stytting vinnuvikunnar hvorki minnki þjónustu eða valdi auknu álagi á starfsfólkið okkar, en hætta er á því ef ekki á að taka á sig þann fjárhagslega kostnað sem óhjákvæmilega fylgir styttingu vinnuvikunnar á sumum starfsstöðvum sveitarfélagsins. Í þessu verkefni er samtalið við starfsfólk um þær leiðir sem hægt er að fara mjög mikilvægt.
Vel þarf að fylgja eftir áætlunum um metnaðarfullar framkvæmdir á næstunni en ekki má gleyma viðhaldi húseigna sveitarfélagsins og sjá til þess að verkin séu unnin á þeim tíma sem áætlanir gera ráð fyrir. Viljum við líkt og áður benda sérstaklega á mikilvægi þess að spara sveitarfélaginu umtalsverða fjármuni með því að koma starfsemi áhaldahúss og veitna í ódýrara og hentugra húsnæði sem hentar betur bæði starfseminni og starfsfólkinu. Leikskólamál hafa verið í ólestri í flestum þéttbýliskjörnum okkar en úr því er þó að leysast þó hægt sé. Reynslan sýnir að það er nauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að gera áætlun vegna fólksfjölgunar innan sveitarfélagsins. Það er sérlega ánægjulegt hve eftirspurn eftir lóðum bæði innan og utan þéttbýlis hefur aukist gríðarlega, en það er ekki nóg að úthluta lóðum, það þarf að gæta að því að hvoru tveggja haldist í hendur, fólksfjölgun og þjónusta við íbúa.
Mikið og gott samstarf hefur verið í sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins um krefjandi verkefni ársins, enda mikilvægt að leggjast sameiginlega á árarnar á tímum sem þessum.
Fulltrúar allra framboða í nefndum sveitarfélagsins hafa ásamt starfsfólki unnið að fjárhagsáætlun næsta árs undanfarnar vikur. Fulltrúar hafa átt samleið í flestum atriðum. Nefndarfólk VG og óháðra vill þakka öðru nefndarfólki fyrir samstarfið sem og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og stofnanna þess árið 2022.
Sérstaklega viljum við þakka sveitarstjóra fyrir hans góðu vinnu og gott samstarf á árinu. Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðsluna.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson fulltrúar VG og óháðra.
Gísli Sigursson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Skagfirðingar eins og aðrir landsmenn vinna sig nú með öruggum hætti út úr efnahagslegum afleiðingum Covid-19 heimsfaraldurs. Sú vinna hefur ekki alltaf verið einföld og áhrif faraldursins hafa sett mark sitt á rekstur Sveitarfélagsins Skagafjarðar árin 2020 og 2021. Þessara áhrifa mun gæta enn um sinn þar sem þau birtast ekki eingöngu í þeim rekstrarþáttum sem sveitarstjórn hefur bein áhrif á heldur einnig í formi tekju- og gjaldaliða sem Alþingi tekur ákvörðun um.
Fjárhagsáætlun er ekki bara rammi um útgjöld og tekjur, heldur er hún jafnframt stefna um þjónustu og framkvæmdir og leggur línurnar fyrir það öryggi sem íbúar í sveitarfélaginu búa við næsta árið. Árangur undanfarinna ára í rekstri sveitarfélagsins hefur gert það að verkum að Sveitarfélagið Skagafjörður er vel undirbúið fyrir tímabundnar efnahagsþrengingar en frá árinu 2014-2020 hefur sveitarfélagið skilað tæplega 950 milljónum í rekstrarafgang og útlit er fyrir að afgangurinn á þessu kjörtímabili geti numið tæplega 440 m.kr. Þar ber að þakka ábyrgri fjármálastjórn og aðhaldi í rekstri undanfarinna ára. Ekki má þó slá slöku við því þrátt fyrir góðan árangur í rekstri samstæðu sveitarfélagsins í heild sinni er ljóst að verk er fyrir höndum við að tryggja jákvæðan rekstur á A-hluta sveitarsjóðs á komandi árum.
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 hefur verið staðinn vörður um stoðkerfi samfélagsins með almennar gjaldskrárhækkanir sem nema 3,5%. Gert er ráð fyrir að hækkun vísitölu neysluverðs nemi 3,3% og að hækkun launavísitölu verði 4,8% þannig að almennar gjaldskrárhækkanir eru mjög í takt við þróun launa og verðlags.
Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað verulega á undanförnum misserum sem er augljós vitnisburður um að í Sveitarfélaginu Skagafirði er eftirsóknarvert að búa og að hér er rekin góð og öflug, fjölskylduvæn þjónusta. Hvergi verður slakað á í því að Sveitafélagið Skagafjörður verði áfram fjölskylduvænt sveitarfélag sem er samkeppnishæft við önnur sveitarfélög nú sem endranær. Þetta birtist meðal annars í því formi að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir mestu framkvæmdum í gatnagerð í Skagafirði um margra ára skeið, fjölgun nýrra íbúðalóða, fjölgun leikskólaplássa svo hægt sé að tryggja vistun barna á leikskólum frá 12 mánaða aldri, framkvæmdum við skóla, sundlaugar og önnur íþróttamannvirki, svo og aðra uppbyggingu innviða sem nýtist bæði íbúum og atvinnulífi og má þar nefna framkvæmdir við hita- og vatnsveitu, hafnir og fráveitu. Fjárfest verður fyrir 1,2 milljarða króna á næsta ári á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar, gangi áætlanir eftir, auk viðhaldsframkvæmda upp á tæpar 150 m.kr. Allt mun þetta styðja við fjölskylduvænt samfélag og fjölbreytt og öflugt atvinnulíf í Skagafirði.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfall sveitarsjóðs ekki fara yfir 150% af tekjum. Gerir fjárhagsáætlun 2022 ráð fyrir því að skuldahlutfallið verði 124%, en þegar búið er að draga frá lífeyrisskuldbindingu að hluta og skuldir orku- og veitufélaga líkt og lögin gera ráð fyrir, er skuldaviðmið samstæðunnar 101%. Er það vel innan allra marka, þrátt fyrir gríðarmiklar framkvæmdir í sveitarfélaginu á undanförnum árum en sem kunnugt er brást Sveitarfélagið Skagafjörður við hvatningu ríkisins um að ráðast í auknar fjárfestingar á árinu 2021 til að mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt atvinnulíf. Mikil og góð samstaða var í sveitarstjórn um þær aðgerðir.
Sú áætlun sem nú er lögð fram var unnin í samvinnu allra flokka, bæði í nefndum sveitarfélagsins og í byggðarráði sem er mikilvægt og ber að þakka fyrir þá vinnu. Sveitarstjórnafólk og nefndarfólk Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill þakka starfsfólki sveitarfélagsins sem komu að vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og stofnana þess.
Fulltrúum minnihlutans, Byggðalistanum og VG og óháðum, viljum við þakka það góða samstarf sem hefur verið um þær aðgerðir sem farið hefur verið í vegna heimsfaraldursins og vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2022. Sveitarstjóranum þökkum við samstarfið og hans góðu vinnu.
Við óskum íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar til hamingju með þá áætlun sem hér er lögð fram. Ljóst er að Skagfirðingar geta horft fram á við með jákvæðni og bjartsýni í fjölskylduvænu samfélagi. Einnig óskum við öllum íbúum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Gísli Sigurðsson, Regína Valdimarsdóttir, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Axel Kárason og Sigríður Magnúsdóttir.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2022-2025 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson fulltrúar Vg og óháðra óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðsluna.
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlunina.
Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess.
Forsendur fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2022 og áætlunar fyrir árin 2023-2025 byggja meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára.
Áætlun ársins 2022 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 6.824 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 5.921 m.kr.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 6.496 m.kr., þ.a. A-hluti 5.805 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 571 m.kr, afskriftir nema 243 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 242 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætluð jákvæð, samtals með 86 m.kr. í rekstrarafgang.
Rekstrarafgangur A-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 264 m.kr, afskriftir nema 147 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 211 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 95 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2022, 11.696 m.kr., þ.a. eignir A-hluta 8.723 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 8.440 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 7.158 m.kr. Eigið fé er áætlað 3.256 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 27,84%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.565 m.kr. og eiginfjárhlutfall 17,94%.
Ný lántaka er áætluð 570 m.kr. hjá samstæðunni í heild og afborganir eldri lána og skuldbindinga verða um 572 m.kr. Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 1.481 m.kr. hjá samstæðunni, þar af 1.351 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 123,7% og skuldaviðmið 101,1%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 249 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 544 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 199 m.kr. hjá samstæðunni í heild.
Ólafur Bjarni Haraldsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Samráð við minnihluta sveitarstjórnar hefur aukist jafnt og þétt á kjörtímabilinu og má segja að það hafi verið góð samvinna við gerð þessarar áætlunar. Það að sem flest sjónarmið komi fram við ákvarðanatöku um málefni sveitarfélagsins leiðir almennt af sér betri niðurstöður.
Við hjá Byggðalista höfum samþykkt allar gjaldskrárbreytingar sveitarfélagsins eftir umræðu og vinnufundi í nefndum. Flestar þeirra miða við áætlaða hækkun verðlags á árinu 2022. Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar hækkar talsvert á milli ára en samkvæmt lögum ber okkur að rukka gjald sem nægir fyrir kostnaði við meðhöndlun þess. Það er góð og gild stefna, að rukka fyrir kostnaði í þessum málaflokkki. Hinsvegar þá gefur auga leið að landmikil fjölkjarna sveitarfélög eins og okkar njóta ekki sömu stærðarhagkvæmni og t.d. sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Þessi málaflokkur mun bara stækka, og því er afar mikilvægt að við kjörnir fulltrúar eigum samtöl við löggjafan, og tryggjum að hér verði ekki til gjaldstofn sem vegur að jöfnun búsetuskilyrða yfir landið.
Samstæðan í heild skilar jákvæðum rekstrarafgangi, en rekstur A hluta er áætlaður neikvæður. Það er verðugt verkefni að snúa rekstrarniðurstöðu A hluta við, en öflugt atvinnulíf, jákvæð íbúaþróun og mannauður sveitarfélagsins mun gera það verkefni auðveldara fyrir okkur kjörna fulltrúa, og ef ráðdeild er gætt mun sá viðsnúningur raungerast í okkar þriggja ára áætlun.
Framkvæmdaráætlun sveitarfélagsins er ansi metnaðarfull, og einhver gæti sagt að hún beri þess merki að það sé kosningaár frammundan. Við teljum þó að flestar þessara framkvæmda séu þarfar, og sumar hreinlega nauðsynlegar. Einnig munar miklu um styrk sem sveitarfélögin í skagafirði fengu til samfélagslegra verkefna, en hann eykur framkvæmdagetuna svo um munar. Meðal þeirra framkvæmda sem okkur eru hugleikin eru til dæmis fyrirhugaðar framkvæmdir við Varmahlíðarskóla, aðgengismál við Félagsheimilið Bifröst, endurnýjun gatna í Varmahlíð, gatnagerð nýrra gatna á Sauðárkróki og Varmahlíð, endurbætur á leikskólalóð á Hólum og hönnun og Jarðvegsvinna við íþróttahús á Hofsósi, svo fátt eitt sé nefnt. Verið er að bregðast við aukinni þörf á leikskólaplássum á Sauðárkróki, en þar þurfum við svo að halda áfram og huga að fjölgun til framtíðar. Fyrir þessum verkefnum höfum við talað, og það er ánægjulegt þegar samstaða ríkir innan sveitarstjórnar um svo mikilvæg málefni.
Hinsvegar höfum við haft aðrar hugmyndir um uppbyggingu nýs menningarhúss á Sauárkróki, en með áframhaldandi samvinnu teljum við að hægt sé að nýta fjármuni af skynsemi, með það í huga að íþyngja ekki rekstri sveitarfélagsins til muna.
Við teljum þessa áætlun bera þess merki að Byggðalisti bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum, þó vissulega séu ekki allir hlutir eftir okkar höfði. Þessvegna teljum við vera við hæfi að samþykkja hana eins og hún er fyrir lögð, en ýtrekum jafnframt mikilvægi þess að þær framkvæmdir sem við höfum fjallað um hefjist svo fljótt sem kostur er.
Að lokum viljum við þakka samstarfsfólki í nefndum og sveitarstjórn, sveitarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins sem og íbúum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða, og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.
Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir
Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
Forseti og sveitarstjórnarfulltrúarFyrir ári síðan vorum við hér og töluðum um tímabundið ástand vegna farsóttar. Ljóst er að ástandið var ekki tímabundið, það varir enn og enginn veit hve lengi áfram. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur þó ekki orðið eins illa fyrir barðinu á þessum vágesti eins og mörg önnur sveitarfélög. Atvinnuleysi er í lágmarki og íbúum hefur fjölgað í fiðrinum á árinu. Skagfirðingar njóta fjölbreyttra atvinnuvega og sterkra fyrirtækja. Fasteignaverð hér um slóðir hefur hækkað umtalsvert og höfnin eykur starfsemi sína jafnt og þétt, hvorutveggja skilar inn verulegum viðbótartekjum fyrir sveitarfélagið. Í ljósi þess að sveitarfélagið stendur ágætlega að vígi, er mikilvægt að skerða hvorki þjónustu eða hækka gjaldskrár nema af brýnni nauðsyn. Sveitarfélagið má ekki missa fótanna í að efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og því leggja VG og óháð áherslu á að sveitarfélagið bjóði upp á góða og ódýra þjónustu við börn og barnafólk. Við styðjum því ekki gjaldskrárhækkanir meirihlutans og Byggðarlistans hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöldum grunn- og leikskóla og að auknum kostnaði sé þannig velt yfir á fjölskyldufólk. Leikskólagjöld í Skagafirði hafa farið frá því undanfarin ár að vera þau lægstu á landinu líkt og þau voru undir forystu VG og óháðra í þáverandi meirihluta, yfir að vera með þeim hæstu eins og nýleg úttekt ASÍ á leikskólagjöldum greinir frá. Það er sorgleg þróun hjá sveitarfélagi sem telur sig vera fjölskylduvænt. Hins vegar má sífellt endurskoða hvaða gjaldaliðir falla ekki undir grunnþjónustu en eru sveitarfélaginu kostnaðarsamir. Þar má nefna saminga við einkafyrirtæki sem eru bæði kostnaðarsamir og með þeim hætti að sveitarfélagið missir ákvörðunartökurétt sinn. Þannig er samningi er varðar upplýsingamiðstöð sem staðsett er í Aðalgötu 21 háttað, húsnæði í eigu sveitarfélagsins sem einkafyrirtæki fær leigulaust til afnota. Vegna þessa samnings er það þetta sama einkafyrirtæki sem ákvarðar fjölda stöðugilda sveitarfélagsins í upplýsingamiðstöðinni og er því ekki hægt að draga úr þeirri þjónustu í ferðamannasamdrætti covid 19 með tilheyrandi sparnaði. Sveitarfélagið Skagafjörður er því að greiða tæplega 15 milljónir á árinu fyrir þessa þjónustu, sem til að mynda þjónar til borðs á veitingastað í einkaeigu sem hýstur er á sama stað og upplýsingamiðstöðin.
Samtal við íbúa má ennþá stórbæta þó stigin hafi verið skref í þá átt á kjörtímabilinu. Íbúar eiga að hafa sitt að segja um ákvarðanir vegna stórra framkvæmda eða þjónustubreytinga. Það er því ánægjulegt að vita til þess að væntanleg ákvörðun um sorphirðu í sveitarfélaginu tekur tillit til vilja íbúanna með einfaldri íbúakönnun. En sorpmál hafa verið í gríðarlegum ólestri allt kjörtímabilið, bæði hefur þjónusta eða skortur á þjónustu í dreifbýli verið gagnrýnd mjög af þeim sem þar búa, en einnig hafa sorpmálin verið rekin með tugmilljónkróna tapi árlega. Það er með ólíkindum að ekki hafi tekist á þessum árum að finna leið til að láta notendur greiða fyrir sorpið með sanngjörnum hætti eftir notkun hvers og eins þannig að málaflokkurinn standi undir sér. Framundan eru því stórauknar álögur á hinn almenna íbúa til að loka skuldagatinu í sorpmálum.
Stytting vinnuvikunnar hefur verið áskorun fyrir sveitarfélagið okkar eins og víða annarsstaðar. Við sem erum í sveitarstjórn þurfum að gæta þess að stytting vinnuvikunnar hvorki minnki þjónustu eða valdi auknu álagi á starfsfólkið okkar, en hætta er á því ef ekki á að taka á sig þann fjárhagslega kostnað sem óhjákvæmilega fylgir styttingu vinnuvikunnar á sumum starfsstöðvum sveitarfélagsins. Í þessu verkefni er samtalið við starfsfólk um þær leiðir sem hægt er að fara mjög mikilvægt.
Vel þarf að fylgja eftir áætlunum um metnaðarfullar framkvæmdir á næstunni en ekki má gleyma viðhaldi húseigna sveitarfélagsins og sjá til þess að verkin séu unnin á þeim tíma sem áætlanir gera ráð fyrir. Viljum við líkt og áður benda sérstaklega á mikilvægi þess að spara sveitarfélaginu umtalsverða fjármuni með því að koma starfsemi áhaldahúss og veitna í ódýrara og hentugra húsnæði sem hentar betur bæði starfseminni og starfsfólkinu. Leikskólamál hafa verið í ólestri í flestum þéttbýliskjörnum okkar en úr því er þó að leysast þó hægt sé. Reynslan sýnir að það er nauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að gera áætlun vegna fólksfjölgunar innan sveitarfélagsins. Það er sérlega ánægjulegt hve eftirspurn eftir lóðum bæði innan og utan þéttbýlis hefur aukist gríðarlega, en það er ekki nóg að úthluta lóðum, það þarf að gæta að því að hvoru tveggja haldist í hendur, fólksfjölgun og þjónusta við íbúa.
Mikið og gott samstarf hefur verið í sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins um krefjandi verkefni ársins, enda mikilvægt að leggjast sameiginlega á árarnar á tímum sem þessum.
Fulltrúar allra framboða í nefndum sveitarfélagsins hafa ásamt starfsfólki unnið að fjárhagsáætlun næsta árs undanfarnar vikur. Fulltrúar hafa átt samleið í flestum atriðum. Nefndarfólk VG og óháðra vill þakka öðru nefndarfólki fyrir samstarfið sem og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og stofnanna þess árið 2022.
Sérstaklega viljum við þakka sveitarstjóra fyrir hans góðu vinnu og gott samstarf á árinu. Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðsluna.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson fulltrúar VG og óháðra.
Gísli Sigursson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Skagfirðingar eins og aðrir landsmenn vinna sig nú með öruggum hætti út úr efnahagslegum afleiðingum Covid-19 heimsfaraldurs. Sú vinna hefur ekki alltaf verið einföld og áhrif faraldursins hafa sett mark sitt á rekstur Sveitarfélagsins Skagafjarðar árin 2020 og 2021. Þessara áhrifa mun gæta enn um sinn þar sem þau birtast ekki eingöngu í þeim rekstrarþáttum sem sveitarstjórn hefur bein áhrif á heldur einnig í formi tekju- og gjaldaliða sem Alþingi tekur ákvörðun um.
Fjárhagsáætlun er ekki bara rammi um útgjöld og tekjur, heldur er hún jafnframt stefna um þjónustu og framkvæmdir og leggur línurnar fyrir það öryggi sem íbúar í sveitarfélaginu búa við næsta árið. Árangur undanfarinna ára í rekstri sveitarfélagsins hefur gert það að verkum að Sveitarfélagið Skagafjörður er vel undirbúið fyrir tímabundnar efnahagsþrengingar en frá árinu 2014-2020 hefur sveitarfélagið skilað tæplega 950 milljónum í rekstrarafgang og útlit er fyrir að afgangurinn á þessu kjörtímabili geti numið tæplega 440 m.kr. Þar ber að þakka ábyrgri fjármálastjórn og aðhaldi í rekstri undanfarinna ára. Ekki má þó slá slöku við því þrátt fyrir góðan árangur í rekstri samstæðu sveitarfélagsins í heild sinni er ljóst að verk er fyrir höndum við að tryggja jákvæðan rekstur á A-hluta sveitarsjóðs á komandi árum.
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 hefur verið staðinn vörður um stoðkerfi samfélagsins með almennar gjaldskrárhækkanir sem nema 3,5%. Gert er ráð fyrir að hækkun vísitölu neysluverðs nemi 3,3% og að hækkun launavísitölu verði 4,8% þannig að almennar gjaldskrárhækkanir eru mjög í takt við þróun launa og verðlags.
Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað verulega á undanförnum misserum sem er augljós vitnisburður um að í Sveitarfélaginu Skagafirði er eftirsóknarvert að búa og að hér er rekin góð og öflug, fjölskylduvæn þjónusta. Hvergi verður slakað á í því að Sveitafélagið Skagafjörður verði áfram fjölskylduvænt sveitarfélag sem er samkeppnishæft við önnur sveitarfélög nú sem endranær. Þetta birtist meðal annars í því formi að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir mestu framkvæmdum í gatnagerð í Skagafirði um margra ára skeið, fjölgun nýrra íbúðalóða, fjölgun leikskólaplássa svo hægt sé að tryggja vistun barna á leikskólum frá 12 mánaða aldri, framkvæmdum við skóla, sundlaugar og önnur íþróttamannvirki, svo og aðra uppbyggingu innviða sem nýtist bæði íbúum og atvinnulífi og má þar nefna framkvæmdir við hita- og vatnsveitu, hafnir og fráveitu. Fjárfest verður fyrir 1,2 milljarða króna á næsta ári á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar, gangi áætlanir eftir, auk viðhaldsframkvæmda upp á tæpar 150 m.kr. Allt mun þetta styðja við fjölskylduvænt samfélag og fjölbreytt og öflugt atvinnulíf í Skagafirði.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfall sveitarsjóðs ekki fara yfir 150% af tekjum. Gerir fjárhagsáætlun 2022 ráð fyrir því að skuldahlutfallið verði 124%, en þegar búið er að draga frá lífeyrisskuldbindingu að hluta og skuldir orku- og veitufélaga líkt og lögin gera ráð fyrir, er skuldaviðmið samstæðunnar 101%. Er það vel innan allra marka, þrátt fyrir gríðarmiklar framkvæmdir í sveitarfélaginu á undanförnum árum en sem kunnugt er brást Sveitarfélagið Skagafjörður við hvatningu ríkisins um að ráðast í auknar fjárfestingar á árinu 2021 til að mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt atvinnulíf. Mikil og góð samstaða var í sveitarstjórn um þær aðgerðir.
Sú áætlun sem nú er lögð fram var unnin í samvinnu allra flokka, bæði í nefndum sveitarfélagsins og í byggðarráði sem er mikilvægt og ber að þakka fyrir þá vinnu. Sveitarstjórnafólk og nefndarfólk Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill þakka starfsfólki sveitarfélagsins sem komu að vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og stofnana þess.
Fulltrúum minnihlutans, Byggðalistanum og VG og óháðum, viljum við þakka það góða samstarf sem hefur verið um þær aðgerðir sem farið hefur verið í vegna heimsfaraldursins og vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2022. Sveitarstjóranum þökkum við samstarfið og hans góðu vinnu.
Við óskum íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar til hamingju með þá áætlun sem hér er lögð fram. Ljóst er að Skagfirðingar geta horft fram á við með jákvæðni og bjartsýni í fjölskylduvænu samfélagi. Einnig óskum við öllum íbúum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Gísli Sigurðsson, Regína Valdimarsdóttir, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Axel Kárason og Sigríður Magnúsdóttir.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2022-2025 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson fulltrúar Vg og óháðra óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðsluna.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsrammann og vísar honum til umfjöllunar og vinnslu í nefndum.