Gilstún 22 - umsókn um lóðarstækkun
Málsnúmer 2108209
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 411. fundur - 09.09.2021
3. júní sl. sækja Sólveig B Fjólmundsdóttir kt. 180479-4309 og Rúnar Skarphéðinn Símonarson kt. 300873-4729 um stækkun lóðarinnar númer 22 við Gilstúni. Sótt er um 8-10 metra stækkun til vestur, að Iðutúni vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við einbýlishús sem stendur á lóðinni. Þá er óskað samtals varðandi endanlega stærð stækkunar sem og frágang á því svæði sem eftir mun standa. Jafnframt er óskað eftir því að erindið verði tekið fyrir sem fyrst vegna undirbúning framkvæmda. Nefndin hafnar umbeðinni lóðarstækkun til vesturs þar sem umbeðin stækkun lóðar liggi inn á svæði sem samkvæmt upphaflegu skipulagi er skilgreint útivistar og leiksvæði. Nefndin áréttar að ekki standi til breytingar hvað varðar notkun eða afmörkun svæðisins.