Biðlistar á leikskólum - haust 2021
Málsnúmer 2108252
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 170. fundur - 30.08.2021
Kynnt var staða biðlista í leikskólum í Skagafirði. Vænst er að hægt verði að leysa úr biðlistum um áramót á öllum stöðum. Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalista leggur fram eftirfarandi bókun við lið 3 og 4 í dagskrá fundarins: Mikilvægt er að leikskólarými í sveitarfélaginu sé í takt við húsnæðisáætlanir. Í nútíma samfélagi er daggæsla barna forsenda fyrir blómlegu atvinnulífi, því hvet ég til þess að settur verði meiri þungi í framkvæmdir við leikskólahúsnæði í Skagafirði og hægt verði að bjóða foreldrum daggæslurými að loknu barneignarorlofi.