Melatún 5 - Tilkynning, stjórnsýslukæra
Málsnúmer 2108277
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 426. fundur - 24.02.2022
Lagður var fram til kynningar og umræðu úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 03.02. 2022 í máli úrskurðarnefndarinnar nr. 139/2021. Kærð hafði verið ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 28. júlí 2021, sem staðfest var í byggðarráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar 9. ágúst s.á., um að samþykkja stækkun byggingarreits og lóðar nr. 5 við Melatún á Sauðárkróki og heimila byggingu parhúss. Úrskurðurinn var á þá leið að felld var úr gildi framangreind „ákvörðun byggðarráðs Skagafjarðar frá 9. ágúst 2021 um stækkun byggingarreits og lóðar nr. 5 við Melatún á Sauðárkróki og heimila byggingu parhúss“.
Farið var yfir forsendur úrskurðarins með lögmanni sveitarfélagsins. Benti lögmaðurinn á að niðurstaðan byggði fyrst og fremst á því að þau þrjú atriði sem hin kærða ákvörðun laut að, þ.e. stækkun byggingarreits, stækkun lóðar og að heimiluð sé bygging parhúss á lóðinni, yrðu ekki ákveðin nema með deiliskipulagi. Benti lögmaðurinn á að mögulega ætti síðasta atriðið ekki heima þarna enda ekki að finna í aðalskipulagi sveitarfélagsins eða annarsstaðar skilmála um að í viðkomandi skipulagsreit, ÍB-3.9, mætti einungis byggja einbýlishús. Að öðru leyti taldi lögmaðurinn að úrskurðurinn skýrði sig sjálfur.
Fram kom meðal fulltrúa nefndarinnar að ekki væri rétt að sveitarfélagið leggi í það deiliskipulagsferli sem þarf svo lóðin nýtist sem tvíbýlishúsalóð enda hafi lóðarhafi fengið henni úthlutað til þess að reisa á henni einbýlishús. Þá væri, með hliðsjón af röksemdum úrskurðarnefndarinnar í framangreindum úrskurði, ekki ástæða til þess að sveitarfélagið leitist við að hnekkja úrskurðinum.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir samskiptum við viðkomandi lóðarhafa og var skipulagsfulltrúa falið að tilkynna lóðarhafa um framangreinda umfjöllun nefndarinnar og svara bréfi lóðarhafa til sveitarfélagsins dags. 17.02. 2022.
Farið var yfir forsendur úrskurðarins með lögmanni sveitarfélagsins. Benti lögmaðurinn á að niðurstaðan byggði fyrst og fremst á því að þau þrjú atriði sem hin kærða ákvörðun laut að, þ.e. stækkun byggingarreits, stækkun lóðar og að heimiluð sé bygging parhúss á lóðinni, yrðu ekki ákveðin nema með deiliskipulagi. Benti lögmaðurinn á að mögulega ætti síðasta atriðið ekki heima þarna enda ekki að finna í aðalskipulagi sveitarfélagsins eða annarsstaðar skilmála um að í viðkomandi skipulagsreit, ÍB-3.9, mætti einungis byggja einbýlishús. Að öðru leyti taldi lögmaðurinn að úrskurðurinn skýrði sig sjálfur.
Fram kom meðal fulltrúa nefndarinnar að ekki væri rétt að sveitarfélagið leggi í það deiliskipulagsferli sem þarf svo lóðin nýtist sem tvíbýlishúsalóð enda hafi lóðarhafi fengið henni úthlutað til þess að reisa á henni einbýlishús. Þá væri, með hliðsjón af röksemdum úrskurðarnefndarinnar í framangreindum úrskurði, ekki ástæða til þess að sveitarfélagið leitist við að hnekkja úrskurðinum.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir samskiptum við viðkomandi lóðarhafa og var skipulagsfulltrúa falið að tilkynna lóðarhafa um framangreinda umfjöllun nefndarinnar og svara bréfi lóðarhafa til sveitarfélagsins dags. 17.02. 2022.
Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dagsett 27. ágúst sl. þar sem kærð er ákvörðun Skipulags- og byggingarnefndar frá 28. júlí sl., Þar sem skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytingu lóðarinnar númer 5 við Melatún á Sauðárkróki og að á lóðinni verði byggt parhús í stað einbýlishúss. Nefndin felur lögfræði sveitarfélagsins að skila greinargerð í málinu.