Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 91

Málsnúmer 2109016F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 416. fundur - 27.10.2021

Fundargerð 91. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 20. september 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 91 Tekið fyrir erindi frá Ástu Ólöfu Jónsdóttur fyrir hönd Pilsaþyts dagsett 15.09.21 vegna vígslu á fjallkonu kyrtli. Fyrirhugað er að halda vígslu á fjallkonu kyrtli þann 1. desember nk. með viðhöfn. Farið er þess á leit að sveitarfélagið komi að umsjón með viðburðinum ásamt Pilsaþyt og einnig að sveitarfélagið komi upp sýningarskáp í Safnahúsinu á Sauðárkróki þar sem hann verður til sýnis.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í erindið og felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna með Pilsaþyt að viðburðinum og fyrirhuguðu sýningarrými í Safnahúsinu á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 91 Teknar fyrir umsóknir um rekstur Menningarhússins Miðgarðs sem auglýst var 7. júlí 2021. Tvær umsóknir bárust og nefndin þakkar góðar umsóknir.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að ganga til samninga við Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur og Sigfús Arnar Benediktsson um rekstur Menningarhússins Miðgarðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með átta atkvæðum. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 91 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að segja upp leigusamningi frá 1998 á leigulandi í landi Syðri-Mælifellsár. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 91 Lagt fram til kynningar verkefni á vegum Matarkistu Skagafjarðar.
    Unnið er að uppfærslu á heimasíðu og endurbættri stefnumörkun fyrir Matarkistuna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 91 Lagðar fram fundargerðir frá Markaðsstofu Norðurlands. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.