Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd - 293

Málsnúmer 2109020F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 416. fundur - 27.10.2021

Fundargerð 293. fundar félags- og tómstundanefndar frá 29. september 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Samstarfssamningur við Félag eldri borgara í Skagfirði sem undirritaður var í upphafi fundarins lagður fram. Samningurinn hefur verið uppfærður og gildir til loka september 2023. Í kjölfar undirritunar fundaði nefndin með stjórn FEBS. Nefndin þakkar FEBS fyrir gott samstarf og óskar þeim alls hins besta. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Lagt fram bréf frá Æskulýðssambandi Þjóðkirkjunnar þar sem þeir tilkynna að landsmótinu sem átti að halda á Sauðárkróki í lok október sé frestað. Ástæðan er óvissa um reglur sem í gildi verða varðandi Covid 19. Félags- og tómstundanefnd býður þau velkomin að halda mótið á Sauðárkróki síðar. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Lagt fram erindi frá Forsætisráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem ítrekað er fyrra erindi um skyldu sveitarfélaga til að formgera forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni með sérstöku forvarnarteymi sem starfa skal í skólum á öllum skólastigum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi og öllu tómstundastarfi. Forvarnaráætluninni fylgja 26 aðgerðir sem eru brotnar niður í sex meginþætti og eru ábyrgðaraðilar 18 talsins, þar á meðal skólaskrifstofur sveitarfélaga og skólastjórar grunn- og leikskóla. Gert er ráð fyrir þverfaglegu samstarfi um aðgerðir. Stýrihópur á vegum forsætisráðuneytisins fylgir áætluninni eftir og sett verður upp mælaborð sem uppfært er tvisvar á ári. Félags- og tómstundanefnd leggur mikla áherslu á að þessari áætlun verði hrint í framkvæmd með markvissum hætti og að hún nái til alls starfs þar sem unnið er með börn. Nefndin beinir því til sviðsstjóra fjölskyldusviðs að koma á fót teymi sem fylgir málinu eftir. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Lagt fram erindi frá Ungmennafélaginu Smára, þar sem óskað er eftir að ráðist verði í byggingu aðstöðuhúss við íþróttavöllinn í Varmahlíð. Upplýst var að undirbúningur fyrir verkefni þetta er þegar hafinn, það hefur m.a. verið rætt í eignasjóði sveitarfélagsins og teikningar eru í vinnslu í samráði við Umf. Smára. Nefndin fagnar því að þetta mál skuli vera á veg komið og vísar erindinu til eignasjóðs/byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Lagt fram erindi frá rekstraraðila sundlaugarinnar á Sólgörðum um vetraropnunartíma. Óskað er eftir að opið verði sem hér segir:
    Sunnudagur: lokað
    Mánudagur: lokað
    Þriðjudagur: 17-19
    Miðvikudagur: lokað
    Fimmtudagur: lokað
    Föstudagur: 19:30-22:00
    Laugardagur: 15-19
    Breytingin tekur mið af fenginni reynslu. Félags- og tómstundanefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Frístundastjóri fór yfir aðsókn að sundlaugum í Skagafirði á 10 ára tímabili frá 2011. Áhugavert er að sjá þá miklu aukningu sem orðið hefur á gestafjölda í laugar sem hvoru tveggja skýrist af auknum ferðamannafjölda en einnig af auknum áhuga heimamanna á að nýta sundlaugar í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Frístundastjóri kynnti tímatöflu Húss frítímans. Nefndin lýsir ánægju sinni með þá miklu og fjölbreyttu dagskrá sem er í húsinu. Fjölgað hefur í öllum aldurshópum sem nýta húsið. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Sviðsstjóri upplýsti að mikil áhersla væri lögð á farsæla innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og hefur félagsmálaráðuneytið yfirumsjón með henni. Fjölskyldusvið er þegar komið vel áleiðis með innleiðingu í gegnum samþættingu þeirra þriggja stoða sem mynda fjölskyldusvið, félagsþjónustu, frístundaþjónustu og fræðsluþjónustu. Ljóst er þó að talsverð vinna er framundan við að máta þjónustu fjölskyldusviðs inn í lögin og lagfæra það sem kann að standa eftir. Nefndin leggur áherslu á öflugt samráð og samstarf við Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Frístundastjóri kynnti að frístundastyrkir fyrir börn á tekjulágum heimilum, sem veittir eru af hálfu félagsmálaráðuneytisins, verða 25.000 krónur fyrir hvert barn til áramóta. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald styrkjanna. Reglur sveitarfélagsins verða uppfærðar í samræmi við nýjar leiðbeiningar ráðuneytisins. Styrkir þessir koma til viðbótar við Hvatapeninga sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Lagt fram erindi frá Jafnréttisstofu með boðun á landsþing jafnréttisnefnda sveitarfélaga. Þingið verður haldið með rafrænum hætti þann 14. október n.k. kl. 9:00-11:00. Áherslur þingsins að þessu sinni er ný jafnréttislöggjöf og jafnlaunastefna sveitarfélaga. Nefndarmenn eru hvattir til að skrá sig á þingið. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Framkvæmdaráð er ráð sem starfar í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks og samstarfssamning sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra. Í ráðinu sitja oddvitar eða framkvæmdastjórar sveitarfélaganna. Búið er að halda einn fund í ráðinu. Ráðið hefur fyrst og fremst stefnumótandi hlutverk, m.a. í húsnæðismálum sem og yfirstjórn reksturs í þjónustu við fatlað fólk. Meðfylgjandi er fundargerð fyrsta fundar ráðsins. Nefndin ítrekar mikilvægi 3. liðar fundargerðarinnar þar sem fjallað er um húsnæðismál fatlaðs fólks á Blönduósi og Sauðárkróki og beinir því til byggðarráðs að taka þessi mál til umræðu og hefja jafnframt viðræður við sveitarstjórnir í Austur-Húnavatnssýslu um uppbyggingu búsetukjarna á Blönduósi og á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Tvö mál tekin fyrir. Samþykkt og fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.