Fjallskilanefndir í sveitarfélaginu - könnun á möguleikum sameininga
Málsnúmer 2109033
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd - 15. fundur - 15.02.2024
Undir þessum dagskrárlið mættu fulltrúar frá fjallskilanefnd Seyluhrepps - úthluta og fjallskilanefnd Staðarhrepps, þeir Einar Kári Magnússon, Þröstur Heiðar Erlingsson og Hrefna Hafsteinsdóttir. Fulltrúar deildanna voru jákvæð fyrir sameiningu þeirra tveggja. Rætt var um möguleika á sameiningu þessara nefnda og hugsanlega annarra einnig.
Landbúnaðarnefnd - 16. fundur - 07.03.2024
Undir þessum dagskrárlið mættu fulltrúar frá fjallskilanefndum Skarðshrepps, Sauðárkróks og Rípurhrepps, þau Úlfar Sveinsson, Andrés Helgason, Sigurjóna Skarphéðinsdóttir, Þorbjörg Ágústsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Elvar Örn Birgisson og Þórarinn Leifsson. Rætt var um möguleika á sameiningu þessara nefnda og hugsanlega annarra einnig.