Landbúnaðarnefnd
Dagskrá
Í upphafi fundar var óskað eftir því að mál 2211228, úthlutun til fjallskilanefnda 2023, 2311014 skógarreitur ofan Hofsós og 2401213 reglugerð um sjálfbæra landnýtingu verði tekin á dagskrá með afbrigðum. Það var samþykkt.
1.Fjallskilanefndir í sveitarfélaginu - könnun á möguleikum sameininga
Málsnúmer 2109033Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið mættu fulltrúar frá fjallskilanefnd Seyluhrepps - úthluta og fjallskilanefnd Staðarhrepps, þeir Einar Kári Magnússon, Þröstur Heiðar Erlingsson og Hrefna Hafsteinsdóttir. Fulltrúar deildanna voru jákvæð fyrir sameiningu þeirra tveggja. Rætt var um möguleika á sameiningu þessara nefnda og hugsanlega annarra einnig.
2.Beiðni að fjarlægja ristarhlið
Málsnúmer 2401177Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur, dags. 14. janúar 2024, frá Þorláki Sigurbjörnssyni í Langhúsum í Fljótum þar sem hann óskar eftir samþykki landbúnaðarnefndar Skagafjarðar fyrir því að ristarhlið sem staðsett er á gatnamótum Siglufjarðarvegar (vegar nr. 76) og Flókadalsvegar Eystri (vegar nr. 7875) verði fjarlægt. Girðingar sitt hvorum megin við hliðið eru ekki fyrir hendi og ristahliðið sjálft hálffullt af möl. Ristahliðið þjónar því litlu hlutverki að sögn bréfritara en skapar frekar hættu og safnar í sig snjó að vetrum.
Landbúnaðarnefnd bendir á að ristahliðið er í eigu veghaldara sem er Vegagerðin og því rétt að beina erindinu þangað. Landbúnaðarnefnd tekur fram að hún er ekki andvíg því að hliðið verði fjarlægt.
Landbúnaðarnefnd bendir á að ristahliðið er í eigu veghaldara sem er Vegagerðin og því rétt að beina erindinu þangað. Landbúnaðarnefnd tekur fram að hún er ekki andvíg því að hliðið verði fjarlægt.
3.Beiðni um að fjarlæga ristarhlið í Fljótum
Málsnúmer 2401269Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur, dags. 24. janúar 2024, frá Reimari Marteinssyni eiganda Fyrirbarðs, Barðs og Karlsstaða í Fljótum þar sem hann óskar eftir samþykki landbúnaðarnefndar Skagafjarðar fyrir því að ristarhlið sem staðsett er á gatnamótum Siglufjarðarvegar (vegar nr. 76) og Flókadalsvegar Eystri (vegar nr. 7875) verði fjarlægt. Girðingar sitt hvorum megin við hliðið eru ekki fyrir hendi og ristahliðið sjálft hálffullt af möl. Ristahliðið þjónar því litlu hlutverki að sögn bréfritara en skapar frekar hættu og safnar í sig snjó að vetrum.
Landbúnaðarnefnd bendir á að ristahliðið er í eigu veghaldara sem er Vegagerðin og því rétt að beina erindinu þangað. Landbúnaðarnefnd tekur fram að hún er ekki andvíg því að hliðið verði fjarlægt.
Landbúnaðarnefnd bendir á að ristahliðið er í eigu veghaldara sem er Vegagerðin og því rétt að beina erindinu þangað. Landbúnaðarnefnd tekur fram að hún er ekki andvíg því að hliðið verði fjarlægt.
4.Úthlutun til fjallskilanefnda 2023
Málsnúmer 2211228Vakta málsnúmer
Fjallað um stöðu lagfæringa á Hlíðarrétt sl. sumar. Lagfæringin kostaði meira en sem nam fjárveitingu til fjallskilasjóðs Hofsafréttar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða að skoða málið á næsta fundi nefndarinnar þegar til umfjöllunar verða fjárveitingar til fjallskilasjóða fyrir árið 2024.
Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða að skoða málið á næsta fundi nefndarinnar þegar til umfjöllunar verða fjárveitingar til fjallskilasjóða fyrir árið 2024.
5.Skógarreitur ofan Hofsós
Málsnúmer 2311014Vakta málsnúmer
Vísað frá 21. fundi umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar, þannig bókað:
Linda Rut Magnúsdóttir og Fjólmundur Karl Traustason óska eftir að gerast umsjónar- og ábyrgðaraðilar skógræktar fyrir ofan Hofsós. Þau hafa lagt fram framtíðarsýn og umhirðuáætlun fyrir skógarreitinn og óska eftir afstöðu nefndarinnar til málsins.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. nóvember 2023 fól nefndin garðyrkjustjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá Lindu Rut og Fjólmundi Karli, þ.e. framtíðarsýn og umhirðuáætlun fyrir skógarreitinn áður en nefndin tæki afstöðu til erindisins. Nefndin áréttaði þá að mikilvægt væri að tekið yrði tillit til umhverfisstefnu sveitarfélagsins þegar framtíðarsýn og áætlun fyrir græn svæði væru mótuð. Nú liggur fyrir framtiðarsýn og umhirðuáætlun frá Lindu Rut og Fjólmundi Karli.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu byggðarráðs sem fer með stjórn eignasjóðs og gerir samninga um afnot af landi sem þessu. Jafnframt beinir nefndin því til Landbúnaðarnefndar að skoða viðhald girðinga umhverfis skógarreitinn með framkvæmdir komandi sumars í huga. Einnig beinir nefndin því til garðyrkjustjóra að kanna hvort hægt sé að leggja umhirðu skógarins lið.
Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða að óska eftir kostnaðaráætlun frá umsækjendum vegna girðingar umhverfis skógræktina og upplýsingum um aðkomu þeirra og þátttöku í umhirðu reitsins.
Linda Rut Magnúsdóttir og Fjólmundur Karl Traustason óska eftir að gerast umsjónar- og ábyrgðaraðilar skógræktar fyrir ofan Hofsós. Þau hafa lagt fram framtíðarsýn og umhirðuáætlun fyrir skógarreitinn og óska eftir afstöðu nefndarinnar til málsins.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. nóvember 2023 fól nefndin garðyrkjustjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá Lindu Rut og Fjólmundi Karli, þ.e. framtíðarsýn og umhirðuáætlun fyrir skógarreitinn áður en nefndin tæki afstöðu til erindisins. Nefndin áréttaði þá að mikilvægt væri að tekið yrði tillit til umhverfisstefnu sveitarfélagsins þegar framtíðarsýn og áætlun fyrir græn svæði væru mótuð. Nú liggur fyrir framtiðarsýn og umhirðuáætlun frá Lindu Rut og Fjólmundi Karli.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu byggðarráðs sem fer með stjórn eignasjóðs og gerir samninga um afnot af landi sem þessu. Jafnframt beinir nefndin því til Landbúnaðarnefndar að skoða viðhald girðinga umhverfis skógarreitinn með framkvæmdir komandi sumars í huga. Einnig beinir nefndin því til garðyrkjustjóra að kanna hvort hægt sé að leggja umhirðu skógarins lið.
Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða að óska eftir kostnaðaráætlun frá umsækjendum vegna girðingar umhverfis skógræktina og upplýsingum um aðkomu þeirra og þátttöku í umhirðu reitsins.
6.Skráning veiði í skagfirskum ám
Málsnúmer 2402008Vakta málsnúmer
Rætt um breytingar á fyrirkomulagi á skráningu á veiði í ám en slík skráning á að vera með rafrænum hætti í dag. Talsverður misbrestur virðist þó vera á að fullnægjandi skráningar á veiði fari fram með þeim hætti.
Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að ganga eftir því að rafræn skráning á veiði verði virt í þeim skagfirsku ám þar sem Skagafjörður er í hópi veiðiréttarhafa.
Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að ganga eftir því að rafræn skráning á veiði verði virt í þeim skagfirsku ám þar sem Skagafjörður er í hópi veiðiréttarhafa.
7.Nýtt hólfakort fyrir Hofsós
Málsnúmer 2204092Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar kort yfir ræktunarlönd á Hofsósi, unnið af Stoð ehf., dags. 8. des. 2022, ásamt yfirliti yfir leigutaka spildnanna.
8.Samráð; Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Málsnúmer 2401213Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar umsögn byggðarráðs Skagafjarðar frá 84. fundi ráðsins, um mál í Samráðsgátt stjórnvalda, nr. 3/2024, þar sem Matvælaráðuneytið kynnir "Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu". Umsagnarfrestur hefur verið framlengdur og er til og með 20.02. 2024.
Fundi slitið - kl. 15:30.