Umf. Smári beiðni um byggingu aðstöðuhúss
Málsnúmer 2109089
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 293. fundur - 29.09.2021
Lagt fram erindi frá Ungmennafélaginu Smára, þar sem óskað er eftir að ráðist verði í byggingu aðstöðuhúss við íþróttavöllinn í Varmahlíð. Upplýst var að undirbúningur fyrir verkefni þetta er þegar hafinn, það hefur m.a. verið rætt í eignasjóði sveitarfélagsins og teikningar eru í vinnslu í samráði við Umf. Smára. Nefndin fagnar því að þetta mál skuli vera á veg komið og vísar erindinu til eignasjóðs/byggðarráðs.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 987. fundur - 25.10.2021
Lagt fram bréf frá Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára, dagsett 1. september 2021 varðandi ósk um nýbyggingu á aðstöðuhúsi við íþróttavöllinn í Varmahlíð. Erindinu vísað til byggðarráðs frá 293. fundi félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.