Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að taka fyrsta skrefið í að tilnefna svæði á Íslandi í Emerald Network. Svæðin sem um ræðir njóta nú þegar verndar samkvæmt íslenskum lögum og uppfylla þau því kröfur um lagalega vernd og umsjón. Svæðin eru: Guðlaugstungur, Vatnajökulsþjóðgarður, Verndarsvæði Mývatns og Laxár, Vestmannsvatn og Þjórsárver. Svæðin hafa verið valin því þau eru þegar undir formlegri vernd sem friðlönd/þjóðgarður/verndarsvæði skv. lögum og vegna þess að þar eru tegundir eða lífsvæði sem mikilvægt er að vernda samkvæmt Bernarsamningnum.
Þjórsárver liggur að hluta til innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar við Hofsjökul. Umhverfis- og samgöngunefnd hefur móttekið og yfirfarið erindið.
Svæðin eru: Guðlaugstungur, Vatnajökulsþjóðgarður, Verndarsvæði Mývatns og Laxár, Vestmannsvatn og Þjórsárver.
Svæðin hafa verið valin því þau eru þegar undir formlegri vernd sem friðlönd/þjóðgarður/verndarsvæði skv. lögum og vegna þess að þar eru tegundir eða lífsvæði sem mikilvægt er að vernda samkvæmt Bernarsamningnum.
Þjórsárver liggur að hluta til innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar við Hofsjökul. Umhverfis- og samgöngunefnd hefur móttekið og yfirfarið erindið.