Fara í efni

Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2109152

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 982. fundur - 22.09.2021

Lögð fram beiðni um viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2021. Í viðaukanum eru gerðar leiðréttingar á efnahagsliðum áætlunar 2021 með tilliti til niðurstöðu ársreiknings 2020. Fjárfestingaliður eignasjóðs er hækkaður um 220.775 þkr. og fjárfestingar hafnarsjóðs eru auknar um 96 mkr. Rekstrarfjármagn hækkað til Skagafjarðarveitna-hitaveitu vegna ljósleiðaraverkefnis um 53.610 þkr. og styrktartekjur vegna verkefnisins hækkaðar um 57.600 þkr. Gert er ráð fyrir að fjármagna viðaukann með langtímalántöku að fjárhæð 160 mkr. og lækkun handbærs fjár um 100.285 þkr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 415. fundur - 22.09.2021

Samþykkt var og vísað frá 982. fundi byggðarráðs 22. september til afgreiðslu sveitarstjórnar
Lögð fram beiðni um viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2021. Í viðaukanum eru gerðar leiðréttingar á efnahagsliðum áætlunar 2021 með tilliti til niðurstöðu ársreiknings 2020. Fjárfestingaliður eignasjóðs er hækkaður um 220.775 þkr. og fjárfestingar hafnarsjóðs eru auknar um 96 mkr. og heimild gefin fyrir sölu fasteignar. Rekstrarfjármagn hækkað til Skagafjarðarveitna-hitaveitu vegna ljósleiðaraverkefnis um 53.610 þkr. og styrktartekjur vegna verkefnisins hækkaðar um 57.600 þkr. Gert er ráð fyrir að fjármagna viðaukann með langtímalántöku að fjárhæð 160 mkr. og lækkun handbærs fjár um 100.285 þkr.

Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2021 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.