Tillaga - þarfagreining og hönnun á nýjum leikskóla á Sauðárkróki
Málsnúmer 2109290
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1012. fundur - 27.04.2022
Umræður fóru fram um þörf á byggingu á nýjum leikskóla á Sauðárkróki, staðarval, fólksfjölgun o.s.frv.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar í fræðslunefnd.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar í fræðslunefnd.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 179. fundur - 19.05.2022
Minnisblað um þarfagreiningu og hönnun á nýjum leikskóla á Sauðárkróki lagt fyrir. Málinu vísað til umfjöllunar í nefndinni frá byggðarráði. Fræðslunefnd óskar eftir að ný nefnd, sem tekur við í júní, fjalli einnig um málið. Jafnframt telur nefndin skynsamlegt að stofnaður verði sérstakur starfshópur, líkt og gert var í tengslum við starfsumhverfi leikskóla, sem fjallar um málið m.t.t. framtíðaruppbygginu. Starfshópurinn verði skipaður starfsmönnum leikskóla undir forystu fræðslustjóra.
Fulltrúar Byggðalistans óska eftir að byggðaráð samþykki að farið verði í þarfagreiningu og hönnun á nýjum leikskóla á Sauðárkróki.
Áætlað var að byggja við yngra stig Ársala en við frekari skoðun kom það í ljós að það væri ill mögulegt vegna plássleysis umhverfis yngra stig Ársala. Yngra stig Ársala stenst ekki kröfur nútímans hvað varðar leikskólastarf og aðstöðu starfsmanna. Viðbygging við eldra stig Ársala mun aðeins sinna eftirspurn til skamms tíma og teljum við að mikilvægt sé að hugsa til framtíðar eða allavega næstu 20 ára við framkvæmdir við leikskóla. Litið verið til m.a. húsnæðisáætlunar og íbúðaþróunar síðastliðinna ára við þarfagreiningu og framkvæmdir á leikskóla.
Ólafur Bjarni Haraldsson, Jóhanna Ey Harðardóttir
Byggðarráð samþykkir að fela fræðslustjóra að vinna að þarfagreiningu leikskólahúsnæðis á Sauðárkróki til næstu 10-15 ára. Einnig er skipulagsfulltrúa falið að halda áfram vinnu við skoðun á hentugri staðsetningu fyrir nýjan leikskóla.