Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Samþykkt um stjórn og fundarsköp, breytingar 2022
Málsnúmer 2203067Vakta málsnúmer
2.Samstarf um málefni fatlaðs fólks
Málsnúmer 2203049Vakta málsnúmer
Byggðaráð hefur lýst vilja til að Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Akrahreppur, Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd og hafa lýst vilja sínum til áframhaldandi samstarfs. Húnaþing vestra telur ekki forsendur til að taka afstöðu til málsins fyrr en vinnu þess hvað varðar skipulag málaflokks m.t.t. Húnaþings vestra liggur fyrir. Núverandi samstarfssamningur rann út 28. febrúar sl. eins og legið hefur fyrir frá undirritun hans 22. mars 2021.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela sveitarstjóra að senda drög að endurnýjuðum samningi á önnur sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði, með lengri gildistíma en í fyrri samningi, eins og ákall er uppi um. Jafnframt að senda Húnaþingi vestra boð þess efnis að kjósi sveitarfélagið að halda áfram samstarfi við önnur sveitarfélög á Norðurlandi vestra, eftir að vinnu Húnaþings vestra hvað varðar skipulag málaflokksins er lokið. Yrði það gert með sérstökum viðauka við samning hinna sveitarfélaganna á svæðinu.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela sveitarstjóra að senda drög að endurnýjuðum samningi á önnur sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði, með lengri gildistíma en í fyrri samningi, eins og ákall er uppi um. Jafnframt að senda Húnaþingi vestra boð þess efnis að kjósi sveitarfélagið að halda áfram samstarfi við önnur sveitarfélög á Norðurlandi vestra, eftir að vinnu Húnaþings vestra hvað varðar skipulag málaflokksins er lokið. Yrði það gert með sérstökum viðauka við samning hinna sveitarfélaganna á svæðinu.
3.Tillaga - þarfagreining og hönnun á nýjum leikskóla á Sauðárkróki
Málsnúmer 2109290Vakta málsnúmer
Umræður fóru fram um þörf á byggingu á nýjum leikskóla á Sauðárkróki, staðarval, fólksfjölgun o.s.frv.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar í fræðslunefnd.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar í fræðslunefnd.
4.Verðmat íbúðarhúss á Sólgörðum
Málsnúmer 2203233Vakta málsnúmer
Í fjárhagsáætlun ársins 2022 er gert ráð fyrir að íbúðarhús að Sólgörðum í Fljótum, F2143858, verði selt. Samkvæmt reglum sveitarfélagsins fær leigjandi fasteignarinnar að gera kauptilboð í eignina áður en hún verður sett í almenna sölu.
Byggðarráð samþykkir að gefa leigjanda fasteignarinnar kost á því að nýta forkaupsrétt sinn.
Byggðarráð samþykkir að gefa leigjanda fasteignarinnar kost á því að nýta forkaupsrétt sinn.
5.Aðalfundur Eyvindarstaðaheiðar ehf.
Málsnúmer 2204120Vakta málsnúmer
Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Eyvindarstaðaheiðar ehf. þann 27. apríl 2022.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
6.Afgreiðsla tækifærisleyfa
Málsnúmer 2204097Vakta málsnúmer
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að gefa sveitarstjóra og staðgengli hans fullnaðarheimild til þess að afgreiða umsóknir um tækifærisleyfi fyrir hönd sveitarfélagsins.
7.Lóðamál - Úthlutunarreglur - Reglur um úthlutun lóða
Málsnúmer 2009236Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að reglum um úthlutun byggingarlóða í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að vísa reglum um úthlutun byggingarlóða í Sveitarfélaginu Skagafirði til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa reglum um úthlutun byggingarlóða í Sveitarfélaginu Skagafirði til afgreiðslu sveitarstjórnar.
8.Samráð; Grænbók um mannréttindi
Málsnúmer 2204098Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2022 frá forsætisráðuneytinu. Tilkynnt er um að umsagnarfrestur í Samráðsgátt, mál nr. 74/2022, "Grænbók um mannréttindi", hafi verið framlengdur til 1. maí 2022.
9.Samráð; Viltu taka þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu hins opinbera
Málsnúmer 2204099Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur úr Samráðsgátt, dagsettur 12. apríl 2022, þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 79/2022, "Viltu taka þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu hins opinbera?". Umsagnarfrestur er til og með 06.05.2022.
Fundi slitið - kl. 13:07.
Byggðarráð samþykkir að vísa samþykktinni með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.