Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 93
Málsnúmer 2110013F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 416. fundur - 27.10.2021
Fundargerð 93. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 21. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 93 Tekin fyrir skýrsla um mótun framtíðarsýnar vegna sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki sem unnin var af starfshópi á vegum nefndarinnar. Málið var áður á dagskrá á 72. fundi nefndarinnar. Starfshópinn skipuðu Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, Sigfús Ólafur Guðmundsson og Heba Guðmundsdóttir verkefnastjórar atvinnu-, menningar- og kynningarmála.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar starfshópnum fyrir vel unnið verk. Nefndin telur mikilvægt að farið verði í langtíma stefnumótun fyrir svæðið í kringum Aðalgötu 22 og Aðalgötu 24 með það að leiðarljósi að prýði verði af húsunum og styðji við uppbyggingu safnastarfs á svæðinu.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mun beita sér fyrir því að farið verði í stefnumótunarvinnu fyrir ofangreint svæði í samvinnu við eignasjóð og umhverfis- og samgöngunefnd sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 93 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Jóhanni Daða Gíslasyni, dagsett 20.10.2021, vegna jólatónleikana Jólin heima sem fyrirhugað er að halda í Miðgarði þann 11. desember nk.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar framtakið og samþykkir að styrkja tónleikana um 150.000 kr. Tekið af lið 05890. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með átta atkvæðum. Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 93 Tekin fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 fyrir málaflokk 13.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 93 Tekin fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 fyrir málaflokk 05.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 93 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Markaðsstofu Norðurlands dagsett 28.09.2021.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir yfir ánægju með ráðningu nýs starfsmanns Markaðsstofu Norðurlands sem hefur aðsetur á Sauðárkróki og býður hana velkomna til starfa. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 93 Lögð fram til kynningar tilkynning frá Uppbygginasjóð Norðurlands vestra vegna styrkja í sjóðinn fyrir árið 2022.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hvetur áhugasama til að sækja um í sjóðinn. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.