Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Hildur Þóra Magnúsdóttir tók þátt í gegnum fjarfundarkerfi.
1.Skýrsla um framtíðarsýn um sýningarhald Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki
Málsnúmer 2110138Vakta málsnúmer
Tekin fyrir skýrsla um mótun framtíðarsýnar vegna sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki sem unnin var af starfshópi á vegum nefndarinnar. Málið var áður á dagskrá á 72. fundi nefndarinnar. Starfshópinn skipuðu Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, Sigfús Ólafur Guðmundsson og Heba Guðmundsdóttir verkefnastjórar atvinnu-, menningar- og kynningarmála.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar starfshópnum fyrir vel unnið verk. Nefndin telur mikilvægt að farið verði í langtíma stefnumótun fyrir svæðið í kringum Aðalgötu 22 og Aðalgötu 24 með það að leiðarljósi að prýði verði af húsunum og styðji við uppbyggingu safnastarfs á svæðinu.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mun beita sér fyrir því að farið verði í stefnumótunarvinnu fyrir ofangreint svæði í samvinnu við eignasjóð og umhverfis- og samgöngunefnd sveitarfélagsins.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar starfshópnum fyrir vel unnið verk. Nefndin telur mikilvægt að farið verði í langtíma stefnumótun fyrir svæðið í kringum Aðalgötu 22 og Aðalgötu 24 með það að leiðarljósi að prýði verði af húsunum og styðji við uppbyggingu safnastarfs á svæðinu.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mun beita sér fyrir því að farið verði í stefnumótunarvinnu fyrir ofangreint svæði í samvinnu við eignasjóð og umhverfis- og samgöngunefnd sveitarfélagsins.
Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri sat fundinn undir þessum lið
2.Jólin heima 2021
Málsnúmer 2110139Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Jóhanni Daða Gíslasyni, dagsett 20.10.2021, vegna jólatónleikana Jólin heima sem fyrirhugað er að halda í Miðgarði þann 11. desember nk.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar framtakið og samþykkir að styrkja tónleikana um 150.000 kr. Tekið af lið 05890.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar framtakið og samþykkir að styrkja tónleikana um 150.000 kr. Tekið af lið 05890.
3.Fjárhagsáætlun 2022 - málaflokkur 13 - Atvinnu- og kynningarmál
Málsnúmer 2110023Vakta málsnúmer
Tekin fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 fyrir málaflokk 13.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni til byggðaráðs.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni til byggðaráðs.
4.Fjárhagsáætlun 2022 - málaflokkur 05 - Menningarmál
Málsnúmer 2110022Vakta málsnúmer
Tekin fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 fyrir málaflokk 05.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni til byggðaráðs.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni til byggðaráðs.
5.Fundargerð stjórnarfundar Markaðsstofu Norðurlands
Málsnúmer 2110076Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Markaðsstofu Norðurlands dagsett 28.09.2021.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir yfir ánægju með ráðningu nýs starfsmanns Markaðsstofu Norðurlands sem hefur aðsetur á Sauðárkróki og býður hana velkomna til starfa.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir yfir ánægju með ráðningu nýs starfsmanns Markaðsstofu Norðurlands sem hefur aðsetur á Sauðárkróki og býður hana velkomna til starfa.
6.Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra - opið fyrir umsóknir
Málsnúmer 2110075Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar tilkynning frá Uppbygginasjóð Norðurlands vestra vegna styrkja í sjóðinn fyrir árið 2022.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hvetur áhugasama til að sækja um í sjóðinn.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hvetur áhugasama til að sækja um í sjóðinn.
Fundi slitið - kl. 15:06.