Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga, dagsett 7. október 2021 varðandi þátttöku og framlög til stafræns samstarfs sveitarfélaga 2022. Nú liggur fyrir áætlun um stafræn verkefni ársins 2022 á grundvelli forkönnunar meðal sveitarfélaga. Tilgangur þessa bréfs er að kynna þessa áætlun fyrir sveitarfélögum, leita eftir þátttöku þeirra í þeim sem og að benda þeim á að gera ráð fyrir framlögum vegna þeirra og grunnframlags í fjárhagsáætlun 2022. Byggðarráð samþykkir að taka þátt í þessu verkefni og mun gera ráð fyrir fjárframlagi í fjárhagsáætlun 2022-2025.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í þessu verkefni og mun gera ráð fyrir fjárframlagi í fjárhagsáætlun 2022-2025.