Fara í efni

Umferðaöryggi í þéttbýli - öryggisúttekt og úrbætur

Málsnúmer 2110114

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 184. fundur - 20.10.2021

Umferðaröryggi íbúa sveitarfélagsins er mikilvægt málefni. Málefnið hefur oft komið til umræðu í nefndinni og á síðasta fundi nefndarinnar var farið yfir öryggisútttekt sem Vegagerðin lét vinna vegna umferðaröryggismála í Skagafirði. Í umræðunni hafa verið nefndir ýmsir staðir sem taldir eru öðrum hættulegri eins og Túngata og Skagfirðingabraut á Sauðárkróki og Suðurgata á Hofsósi. Nokkur önnur sveitarfélög hafa látið gera umferðaröryggisúttekt fyrir sín sveitarfélög þar sem að kallaðir hafa verið til fagaðilar í umferðaröryggismálum og samstarf haft við lögreglu, skólayfirvöld og íbúa.

Nefndin leggur til að fengnir verði fagaðilar til samstarfs við sveitarfélagið um úttekt á umferðaröryggi í Skagafirði. Byrjað verði á Túngötu, Skagfirðingabraut og Aðalgötu á Sauðárkróki. Skal þeirri vinnu ljúka með úrbótaáætlun og aðgerðaplani sem miði að því að auka öryggi gangandi, akandi, hjólandi vegfarenda svo og aðgengis og öryggismálum fatlaðra. Einnig verður hugað að öryggismálum íbúa sem búa í næsta nágrenni gatnanna.

Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasvið er falið að leita til sérfæðinga um málið og setja upp aðgerðaplan og vinna málið áfram í samstarfi við nefndina.