Fara í efni

Fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna 2022

Málsnúmer 2110125

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 184. fundur - 20.10.2021

Vinna við gerð fjárhagsáætlana og nýja gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og einnig er rekstur hafnanna skoðaður sérstaklega. Drög að gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir kynntar og ræddar. Við gerð fjárhagsáætlunar og gjaldskrá er sérstklega hugað að rekstri nýs dráttarbáts og gjaldtöku vegna hans.

Ljóst er að talverðar framkvæmdir verða við Skagafjarðarhafnir á næstu árum. Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í samstarfi við hafnarstjóra að halda áfram vinnunni við fjárhagsáætlunina og skal sú vinna taka mið af framtíðarhorfum og þörfum Skagafjarðarhafna.

Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 185. fundur - 01.12.2021

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna fyrir árið 2022.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.

Dagur Þór Baldvinsson sat þennan lið.